Þakklát fyrir að missa ekki sjónina síðar á ævinni Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2024 08:02 Inga Sæland formaður Flokks fólksins mætti í Samtalið hjá Heimi Má á Stöð 2 á fimmtudag. Hún segir flokkinn helst berjast fyrir þá sem minnstan hlut bæru frá borði í samfélaginu. Vísir/Vilhelm Inga Sæland formaður og stofnandi Flokks fólksins gerir lítið úr væringum innan flokksins nú þegar hún leiðir hann í fjórða sinn í kosningum til Alþingis. Tveir áberandi þingmenn í forystu flokksins, Tómas A. Tómasson í Reykjavíkurkjördæmi norður og Jakob Frímann Magnússon í Norðausturkjördæmi, fengu ekki brautargengi til að leiða flokkinn í kjördæmum sínum. Á fimmtudag sagði Jakob Frímann sig úr flokknum með yfirlýsingu um að „aðskilnaðurinn ætti sér aðdraganda þar sem við sögu kæmi m.a. ólík sýn á leikreglur, hreinskiptni og traust.“ Þá sagði Georg Eiður Arnarson varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi sig einnig úr flokknum á fimmtudag og bar í leiðinni Ásthildi Lóu Þórsdóttur þingmanni flokksins í kjördæminu ekki góða sögu. Inga Sæland gerir lítið úr því að skipt hafi verið um oddvita Flokks fólksins í tveimur kjördæmum og kannast ekki við væringar vegna þess.Vísir/Vilhelm „Þegar þú segir að gusti um framboðið myndi ég segja að það væri frekar mikið sólskin og logn í kringum okkur,“ sagði Inga Sæland þegar þessar væringar voru bornar upp í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 á fimmtudag. Það væri bara þannig í pólitík, eins og sæist hjá öllum öðrum stjórnmálaflokkum, að það væri verið að hrókera. „Og reyna að stilla upp þeim oddvitum sem hver og einn telur farsælast fyrir sitt framboð,“ segir formaðurinn. Sigurjón Þórðarson leiðir nú listann í Norðausturkjördæmi. Hann var áður þingmaður Frjálslyndaflokksins og ekki hægt að segja að gustað mikið af honum hvorki í fylgi né málflutningi á sínum tíma á Alþingi. Það fara ekki allir sáttir frá borði Ragnar Þór Ingólfsson leysir Tómas A. Tómasson af hólmi í oddvitasætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur leitt VR undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið en er hins vegar óskrifað blað í pólitík. Jakob Frímann sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi þrefaldað fylgi Flokks fólksins í sínu kjördæmi frá síðustu kosningum 2021 samkvæmt nýjustu könnun Gallups. Inga játar því að hann hafi staðið sig ágætlega og verið vel liðinn innan flokksins. „Þessi ákvörðun var tekin sameiginlega og í sátt innbyrðis hjá okkur, bæði í grasrót og öllum sem komu að þessu hjá Flokki fólksins,“ sagði Ingi í Samtalinu. Hún var greinilega ekki uppveðruð að ræða oddvitaskiptin í mörgum orðum aðeins rétt rúmum fimm vikum fyrir kosningar. „Svona er þetta bara. Það eru ekki allir sem ganga sáttir frá borði, því miður,“ sagði formaðurinn. Hún kannaðist ekki við eitthvað misjafnt í samskiptum Jakobs Frímanns og annarra innan flokksins. Stundum erfitt að halda sér vakandi í þingsal Tómas A. Tómasson sagðist hins vegar skilja sáttur við oddvitasætið á Vísi á fimmtudag. Hann væri ekki á förum úr flokknum og væri þakklátur fyrir árin á Alþingi. Hann komst aftur á móti að minnsta kosti tvisvar í fréttirnar þegar hann dottaði undir ræðum í þingsal. Inga segir ekki alltaf auðvelt að halda sér vakandi yfir ræðum þingmanna en það væri ómaklegt að rifja stöðugt upp þegar Tómas A. Tómasson dottaði í þingsal.Vísir/Vilhelm Inga segir það ekkert hafa með brotthvarf hans að gera og vegið væri að honum með því að rifja þetta stöðugt upp. „Það hefur verið ómaglegt að ræða það þegar hann dottaði nýlega kominn á þing. Það hefur ekki verið hægt að segja um Tómas A. Tómasson. Hann er sá þingmaður sem mætir alltaf snemma og fyrstur í vinnuna og fer síðastur heim,“ sagði Inga og greip til samlíkingar úr bankakerfinu. „Ef eitthvað klínist á mann einhvern tíma í fyrndinni þá virðist að það eigi að fylgja manni yfir gröf og dauða. Þetta er næstum eins og að lenda í skuldafangelsi bankanna. Maður er bara eltur út fyrir gröf og dauða með eitthvað sem hefur óvart farið úrskeiðis og ég hef í rauninni verið hissa á því hvað þetta hefur lifað lengi, verð ég að segja.“ Inga sagði stundum erfitt að halda sér vakandi undir ræðuhöldum á Alþingi. „Maður verður stundum að spretta upp og fá sér kaffi til að rífa upp augnlokin. Því ég held að það sé varla nokkur sem ekki hafi átt erfitt með að sitja undir sérstaklega ræðumönnum með lítinn hrynjanda, svona dáleiðandi raddir. Það er mjög krefjandi get ég sagt þér,“ sagði Inga. Flokkur fólksins hefur haft málefni öryrkja og eldri borgara í forgrunni og Tómas er eldri borgari í margs konar skilningi. Maðurinn sem gerði bandaríska hamborgarann vinsælan á Íslandi. Hann hefur einnig ekki hvað síst mælt fyrir stuðningi Alþingis við úrræði fyrir fólk sem á við fíkn og vímuefnavanda að stríða. „Enda mun hann halda áfram að berjast með okkur af öllu hjarta. Bara ekki í oddvitasætinu,“ segir Inga og segir Tómas nánast vera Flokk fólksins holdi klæddur. Hún gefur líka lítið fyrir gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi þingmanns og ráðherra Alþýðuflokksins og Samfylkingarinnar sem sagði á Facebook síðu sinni að vinnubrögð Ingu væru ólíðræðisleg og í bága við reglur flokksins. „Ég ekki komin hingað til að ræða það. Það er ekki Össurar Skarphéðinssonar, sem virðist vera eini maðurinn sem ekki er sáttur við það hversu fallegur Flokkur fólksins er að ákveða það. Ég held hann ætti að líta sér nær og hætta að fella svona fallöxina sjálfur.“ Ragnar Þór mætir með nýja húsnæðisstefnu Inga segir mikils virði að fá Ragnar þór í forystusæti fyrir flokkinn. Þótt Flokkur fólksins hafi vissulega barist fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara þá hafi hún stofnað flokkinn 2016 þegar hún heyrði af því hvað börn í landinu liðu mikinn skort. „Það var í raun með ólíkindum að heyra það. Þannig að við höfum líka barist með oddi og egg gegn skattlagningu á fátækt fólk, alla fátækt. Hvort heldur það eru almannatryggingaþegar, sem eru þó eins og örorkulífeyrisþegar lang fátækastir. Eða bara yfir höfuð þeir sem ná ekki endum saman og eiga um sárt að binda í samfélaginu. Þannig að Ragnar Þór er dýrmætur fyrir okkur,“ segir Inga. Ragnar Þór þekkti vel til kjarabaráttunnar og væri sérfróður um húsnæðismál. „Hann er að koma til okkar með algerlega spánýja húsnæðisstefnu sem er mjög vel ígrunduð. Þar á meðal erum við að fara að leiða í lög, ef við verðum í næstu ríkisstjórn, glænýja íbúðalánastefnu. Við viljum í rauninni það sem ég er alltaf að segja; fæði, klæði húsnæði fyrir alla,“ segir formaðurinn. Flokkurinn berjist líka fyrir eðlilegri heilbrigðisþjónustu. „Við erum að horfa upp á núna hvernig menntun barnanna í okkar hefur hrakað gífurlega á síðustu árum og hvernig fátæktin hefur vaxið um 44 prósent síðan ég ákvað að stofna þennan flokk vegna fátæktar þeirra.“ Fátækt barna hvatinn að stofnun flokksins Það eru ekki margir flokkar í landinu sem hafa verið stofnaðir af einni manneskju eins og Inga gerði 2016, þótt Jónas frá Hrifluhafi sagt á sínum tím að hann hafi stofnað nánast allt flokkakerfið á að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Hún var fertug þegar hún lauk stúdentsprófi og eftir viðkomu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands lauk hún þaðan BA prófi í lögfræði. Voru það börnin sem töfðu þig að fara svona seint í nám eða hvað tafði Ingu? Það var fátækt barna sem ýtti helst á eftir Ingu að stofna Flokk fólksins fyrir kosningarnar 2016.Vísir/Vilhelm „Nei, ég náttúrlega bjó á Ólafsfirði. Börnin mín eru fædd og uppalin þar og ég er lögblind þannig að það var ekkert um það að ræða fyrir mig að vera með námsbækur og annað sem fólk getur almennt lesið. Þannig að það er ekki fyrr en ég fæ hjálp frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð sem stækkar fyrir mig öll námsgögn og við flytjum hér til Reykjavíkur,“ segir Inga. Hún greinir frá því að maðurinn hennar handleggsbrotnað rétt í þann mund sem þau voru að flytja suður og hann að klára sitt verknám í rafeindavirkjun. Hann hafi í raun verið handleggsbrotinn í sex ár vegna ítrekaðra læknamistaka. „Ég hugsaði með mér; hver hjálpar manni ef maður reynir ekki að gera það sjálfur og nú ætlaði ég að verða lögfræðingur. Vegna þess að líf okkar var komið á hvolf. Við vorum komin hingað í stórt samfélag með fjögur börn og áttum ekki fyrir mat á diskinn,” rifjar Inga upp. Hún hafi staðið í þessum sporum þegar hún stofnaði Flokk fólksins að hugsa til barnanna sinna. Það hafi einnig haft sitt að segja hvernig komið var fyrir manni hennar sem hafi verið frá vinnu vegna handleggsbrotsins. „Hann er ennþá með sína stálplötu og átta skrúfbolta í hendinni öllum þessum árum síðar vegna þess að það hefur ekki verið tekin áhættan af því að fjarlægja það. En maðurinn minn var fótboltastrákur sem var aldrei búinn að brotna eins eða neins staðar. Þannig að það var með hreinum ólíkindum hverig farið var með hann í sambandi við þetta handleggsbrot,“ segir formaður Flokks fólksins. Þessi sjúkrasaga og þrautarganga með eiginmanninum hafi mótað lífið segir Inga en hún hafi aftur á móti alltaf verið baráttujaxl. Það hafi því ekki verið ólíkt henni að taka málin í eigin hendur þótt hún hafi ekki reynt fyrir sér í öðrum flokkum áður en hún stofnaði flokkinn. Af alþýðufólki komin „Í gamla daga var afi minn alltaf að bera út Alþýðuanninn. Það voru eitómir kratar í minni fjölskyldu. Það voru fyrstu stafirnir sem ég lærði, þessi stóru A og M í horninu á Alþýðumanninum,” segir Inga. Í litlu samfélagi eins og Ólafsfirði hafi fólk skipst niður milli flokka en Sjálfstæðisflokkurinn alltaf verið sterkasta vígið. Inga er af alþýðufólki komin sem bjó við þröngan kost á Ólafsfirði.Vísir/Vilhelm Þótt pabbi hennar, bræður og flestir aðrir í kringum hana hafi verið kratar hafi hún til að mynda aldrei skipt sér af bæjarpólitíkinni. „Ég ólst upp í fátækt getur maður sagt. Við bjuggum í fjörutíu fermetrum sex manna fjölskylda. Pabbi notaði átján fermetra af þessari hæð til að fella netin sín. Hann var trillukarl. Þannig að ég þurfti að gera mér það að góðu að fá ullarsokka og vettlinga í jólagjöf. Maður leit til þess þegar aðrir voru að fara á skauta, fengu hjól eða eitthvað annað. Þá var maður kannski ekki alltaf glaður,“ segir Inga þegar hún rifjar upp æskuárin. „En það breytir ekki þeirri staðreynd að mér finnst börnin okkar vera framtíðin og skipta öllu máli. Um leið og við tölum um öryrkja og eldra fólk, sérstaklega ef við tökum öryrkjana út fyrir sviga sem eiga börn. Þetta eru fátæk börn sem líða mikið fyrir að vera útundan. Þau geta ekki tekið þátt og það er sárara en tárum taki í okkar ríka landi.“ Missti sjónina fjögurra mánaða gömul Inga missti nánast alla sjónina þegar hún var kornabarn og hefur verið lögblind síðan. „Ég fékk hlaupabólu þegar ég var lítið barn, fjögurra mánaða gömul. Fékk heilahimnubólgu upp úr því sem náði að skemma sjónstöðvarnar mínar og ég er litblind líka. En skemmdi ekki talfærin eins hefur kannski komið í ljós,“ segir Ingi kímin. Hún segist þakklát fyrst þetta átti fyrir henni að liggja að hafa ekki misst sjónina síðar á ævinni. Inga var aðeins fjögurra mánaða gömul þegar hún missti nánast alla sjónina.Vísir/Vilhelm „Ég er þakklát fyrir að vera ekki að sjá alla náttúrufegurðina og litadýrðina sem allir tala um. Ég hef aldrei séð neitt af þessu og er þakkát fyrir að hafa ekki misst það. Vera ekki komin með bílpróf og skutlast í búðina og svo er allt tekið frá manni. Það hlýtur að vera miklu erfiðara fyrir fólk, unglinga um tvítugt til dæmis, að fá augnsjúkdóma sem eru smám saman að draga þau til blindu og taka þetta af þeim. Ég er þakklát fyrir að þurfa ekki að ganga í gegnum það,“ segir Inga. Hún sjái verst í mikilli birtu og væri nánast alveg blind í mikilli sól og snjó. Þess vegna gangi hún oft með dögg gleraugu þegar bjart væri úti. „Ég sé þig núna af því það er svo stutt í þig en ég myndi ekki heilsa þér úti á götu. Ég telst vera dálítið merkileg með mig en svona er þetta bara,“ segir Inga í sterkum ljósum í myndverinu. Klausturmálið geymt en ekki gleymt Formaður Flokks fólksins kom óbeint við sögu í Klausturmálinu svo kallaða seint á árinu 2018, vegna þess hvernig talað var um hana á sumbli tveggja þáverandi þingmanna Flokks fólksins með fjórum þingmönnu Miðflokksins. Þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir skömmu síðar úr Flokki fólksins. Eftir þetta var áberandi að Inga átti erfitt með að vera í félagsskap Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, til að mynda í Kryddsíld Stöðvar 2. Upp á síðkastið virðist eitthvað farið að hýrna á milli Ingi og Sigmundar Davíðs. Ertu búin að grafa þetta mál og fyrirgefa honum að minnsta kosti? Inga segir Klausturmálið geymt en ekki gleymt. Það þyði hins vegar ekki að vera með fýlu út í fólk við störf á Alþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta er geymt en ekki gleymt. Við erum í pólitík og ég sit hér fyrst og fremst til að gera gagn. Ég kalla á réttlæti fyrir alla í okkar ríka landi en ég er ekki heilluð að Sigmundi ef þú ert að ýja að því,“ segir Inga. „Þetta var gríðarlegt áfall. Við Bergþór (Ólason þingmaður Miðflokksins) erum ágæt þótt hann hafi kallað mig „húrrandi klikkaða kuntu“ og ýmislegt fleira komið í ljós. Ég náttúrlega heyrði þessar upptökur, ég heyrði óþverrann sem flæddi þarna út um alla koppa og grundir.“ Hún væri hins vegar að horfa fram á veginn. Almennt væri fólk í stjórnmálum að takast á og fylgdi ekki sömu stefnu í mörgum málum. „Þannig að eðlilega erum við að agnúast út í hvort annað í þingsalnum í andsvörum við hvert annað og skammast,“ segir Inga. Utan þingsalarins og á nefndarfundum þyrfti fólk hins vegar að vera í samskiptum og ekki dygði að vera með fýlu. „Þetta er yndislegur vinnustaður og mér þykir oft sorglegt hvernig um stjórnmálamenn og Alþingi er talað. Vegna þess að það á ekki að vera svoleiðis. Mér finnst Alþingi vera virðingarstofnun sem við ættum í raun að horfa upp til en auðvitað er það tengt því hvernig fólki líður í samfélaginu. Hvernig fólk þarf að basla.“ Fólki blöskraði eðlilega til dæmis við afkomutölur Landsbankans síðustu daga, sem ætti að vera banki allra landsmanna. Blöskrar tugmilljarða vaxtatekjur Landsbankans „Sem var að kynna að á fyrstu níu mánuðum ársins eru þeir búnir að hirða til sín um 41,5 milljarða króna í beinu vaxtatekjum og um átta milljarða með þjónustugjöldum. Við erum að tala um hátt í fimmtíu milljarða hjá Landsbankanum á níu mánuðum. Hverjir eru það sem eru að borga þetta? Þetta eru fjölskyldurnar í landinu. Þetta eru lítil og meðalstór skuldsett fyrirtæki, unga fólkið í landinu sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið.“ Þetta kæmi óorði á alla þegar sitjandi stjórn grípi ekki í taumana. „Það þýðir ekki fyrir einhver fjármálaráðherra sem er búinn að vera þarna í fimm mínútur að ætla að reyna að bera það á borð fyrir landsmenn að það sé honum að þakka að Ásgeir Jónsson skyldi hrökkva upp eftir ár og lækka stýrivexti um 0,25 prósentur,“ segir formaður Flokks fólksins. „það er af og frá.“ Sumir segja að þetta sé krónunni að kenna, hvernig verðbólgan og vextirnir sveiflast upp og niður og skoða þurfi að taka upp annan gjaldmiðil og jafnvel þurfi Ísland að ganga í Evrópusambandið. Hvernig sérð þú þetta? „Ég skil alveg orðræðuna, auðvitað skil ég hana. Við höfum talað um það í Flokki fólksins að ástæða væri til að fá utanað komandi aðila til að taka út kosti og galla íslensku krónunnar og stöðu hennar í hagkerfinu hverju sinni. Þetta er allt mannana verk og léleg hagstjórn. Það skiptir engum togum hvaða gjaldmiðill er hér. Það mætti líka skoða að tengja krónuna við einhvern stöðugan erlendan gjaldmiðil,“ segir Inga og nefnir Kanadadollar sem dæmi eða dönsku krónuna til að koma í veg fyrir miklar sveiflur. Styður þjóðaratkvæðagreiðslu um evrópusambandsaðild Er Flokkur fólksins algerlega á móti því að skoða evrópusambandsaðild eða eins og Viðreisn leggur til að þjóðin fái að greiða atkvæði um hvort taki eigi aftur upp viðræður við Evrópusambandið? Inga segir Flokk fólksins vilja leyfa þjóðinni að ákveða með aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Almennt væri allt of lítið um beint lýðræði á Íslandi.Vísir/Vilhelm „Nei, við höfum aldrei verið á móti því að þjóðin fái að eiga síðasta orðið um það. Þá finndist mér að þjóðaratkvæðagreiðslan ætti einmitt að vera um það hvort meirihluti þjóðarinnar er tilbúinn í aðild. Því viðræðurnar eru í rauninni innleiðing inn í sambandið sjálft. Ef við greiðum atkvæði um að taka upp viðræðurnar, erum við að greiða atkvæði um að ganga inn í Evrópusambandið,“ segir Inga. Það væri ekki til umræðu að „kíkja í einhverja pakkann" eins og sagt hefði verið. Það væri galið. „En við erum tilbúin til að treysta þjóðinni. Hún hefur hingað til kunnað fótum sínum forráð og veit hvað er best fyrir samfélagið í heild sinni. Þannig að það er þjóðin sem á að eiga síðasta orðið um það,“ segir formaðurinn. „Eins og margt annað er beint lýðræði hér mjög af skornum skammti því miður.“ Leggur í fjórða sinn á atkvæðamiðin á átta árum Þótt Flokkur fólksins sé átta ára gamall er hann engu að síður að halda í fjórðu alþingiskosningarnar eftir kosningar 2016, 2017 og 2021. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 8,8 prósent atkvæða og í síðustu könnun Maskínu mældist flokkurinn með 7,3 prósenta fylgi. Þið fenguð mann í öllum kjördæmum í síðustu könnunum sem ekki allir flokkar geta státað af. Hvað eru að vona núna? „Ég ætla ekki að gera neitt öðruvísi. Við erum einfaldlega með hug og hjarta í því sem við erum að gera. Við boðum það sem við höfum verið að gera allt frá því við komum á þing 2017. Höfum aldrei beygt út frá þeirri hugsjón og þeirri ástríðu okkar að ná réttlæti fyrir alla í samfélaginu okkar.“ Hafið þið uppskorið í þingstörfum, náð einhverju í gegn á þessum árum? Já við höfum gert það. Ég var mjög þakklát þegar Helgi Hrafn Gunnarsson þáverandi þingmaður Pírata notaði síðustu orðin sín á Alþingi þegar hann hætti, til í rauninni að hrósa okkur í Flokki fólksins fyrir að ná hlutum í gegn. Sýna og sanna að það er hægt að ná hlutum í gegn þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu.“ Það þurfi þá að vera mál sem ekki kölluðu á miklil útgjöld og auðvelt að fá alla til að ná saman um. „Góð og kærleiksrík mál sem gera mikið fyrir marga. Við náðum því í gegn að styðja við leiðsöguhunda hjá Blindrafélaginu. Við náðum því í gegn að afnema skerðingar á styrkjum sem fólk var að fá til lyfjakaupa og ýmislegs nauðsynlegs. Þar á meðal náðum við líka að afnema að bifreiðastyrkur sem öryrkjar og fleiri hafa verið að fá skerðist.“ Skelfileg einangrun margra eldri borgara Þá hafi Flokkur fólksins náð því í gegn einróma á Alþingi að fá embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. „En einhverra hluta vegna tók félagsmálaráðherra Vinstri grænna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þann pól í hæðina sem ráðherra að fara ekki að vilja löggjafans. Sem er auðvitað þvert á það sem framkvæmdavaldið á að gera. Það á að framkvæma vilja löggjafans og við ættum að vera búin að hafa hagsmunafulltrúa eldra fólks í að minnsta kosti tvö ár. Sem væri búinn að kortleggja stöðu eldra fólks. Koma í veg fyrir einangrun, að við deyjum hugsanlega ein heima, því við erum ekki með bakland eða einhvern til að sinna okkur á efri árunum,“ sagði Inga í Samtalinu. Efri árin ættu að vera gæða ár en ekki ár kvíða, vonleysis og einangrunar. Eldra fólki og einstæðingum færi fjölgandi í samfélaginu. „Og það er það sorglega eins og ég fékk að heyra frá lögreglunni að þeir hafa jafnvel komið að dánum einstaklingi sem var búinn að liggja einn og dáinn í þrjá mánuði. Þetta er ekki boðlegt. Það er engin vakt og enginn að sinna einstaklingnum og hann er bara aleinn.“ Ekki í ríkisstjórn til að fá einkabílstjóra Nú eru fimm vikur til kosninga og allir fara í stjórnmál til að hámarka áhrifin á það sem gert er. Hverjum hugnast Flokkur fólksins helst að vinna með í ríkisstjórn því það þarf alltaf að mynda samsteypustjórnir á Íslandi. Gæti flokkurinn til að mynda bæði unnið með Miðflokki og Samfylkingu sem báðir sækja helst fram í könnunum? „Það liggur algerlega á borðinu að við erum í stjórnmálum til að reyna að gera gagn. Það eru ákveðin mál sem ég brenn fyrir og ég hef sagt það hingað til að mér er alveg sama hvaðan gott kemur. Ef þingmenn í báðum þessum þingflokkum sem þú nefnir og hvað þá einhverjum örðum ná saman. Eins og þú segir, það eru alltaf samsteypustjórnir og það þurfa að vera málamiðlanir,“ segir formaður Flokks fólksins. Vegna þessa þyrfti að semja um það sem sett væri í stjórnarsáttmála. „En ég hef líka sagt; ég hef ekkert að gera í ríkisstjórn bara til að fara í ríkisstjórn. Bara til að fá upphitaðan ráðherrabíl með einkabílstjóra. Þótt mér þætti æðislegt að hafa hann því ég get ekki keyrt sjálf. En það breytir ekki þeirri staðreynd að ef við náum ekki okkar hjartans málum í gegn fyrir fólkið sem við erum að berjast fyrir, höfum við lítið gagn af því að fara í ríkisstjórn,“ segir Inga. Flokkurinn hafi til að mynda verið að beita sér fyrir breytingu á kerfinu utan um fólk sem væri að berjast við fíkn og væri að deyja unnvörpum. „Við vorum að lesa skelfilega sögu frá föður sem missti tvo syni sína með tólf klukkutíma millibili í ágúst. Við höfum líka verið að berjast og haft hæst um það allra þingflokka að verja landsbyggðina. Því það er skelfilegt að horfa upp á brothættu byggðirnar okkar, sjávarbyggðirnar okkar, hvernig þeim er að blæða út. Þannig að við höfum verið að tala um heilbrigðustu veiðarnar, að efla strandveiðarnar. Gefa meira frelsi til að byggja upp og koma meira lífi í sjávarplássin okkar sem eiga mörg í vök að verjast,“ sagði Inga Sæland í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Tengdar fréttir Skrifar sundurlyndið ekki bara á Vinstri græn Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir. 17. október 2024 15:09 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Á fimmtudag sagði Jakob Frímann sig úr flokknum með yfirlýsingu um að „aðskilnaðurinn ætti sér aðdraganda þar sem við sögu kæmi m.a. ólík sýn á leikreglur, hreinskiptni og traust.“ Þá sagði Georg Eiður Arnarson varaþingmaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi sig einnig úr flokknum á fimmtudag og bar í leiðinni Ásthildi Lóu Þórsdóttur þingmanni flokksins í kjördæminu ekki góða sögu. Inga Sæland gerir lítið úr því að skipt hafi verið um oddvita Flokks fólksins í tveimur kjördæmum og kannast ekki við væringar vegna þess.Vísir/Vilhelm „Þegar þú segir að gusti um framboðið myndi ég segja að það væri frekar mikið sólskin og logn í kringum okkur,“ sagði Inga Sæland þegar þessar væringar voru bornar upp í Samtalinu með Heimi Má á Stöð 2 á fimmtudag. Það væri bara þannig í pólitík, eins og sæist hjá öllum öðrum stjórnmálaflokkum, að það væri verið að hrókera. „Og reyna að stilla upp þeim oddvitum sem hver og einn telur farsælast fyrir sitt framboð,“ segir formaðurinn. Sigurjón Þórðarson leiðir nú listann í Norðausturkjördæmi. Hann var áður þingmaður Frjálslyndaflokksins og ekki hægt að segja að gustað mikið af honum hvorki í fylgi né málflutningi á sínum tíma á Alþingi. Það fara ekki allir sáttir frá borði Ragnar Þór Ingólfsson leysir Tómas A. Tómasson af hólmi í oddvitasætinu í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann hefur leitt VR undanfarin ár svo eftir hefur verið tekið en er hins vegar óskrifað blað í pólitík. Jakob Frímann sagði í yfirlýsingu sinni að hann hafi þrefaldað fylgi Flokks fólksins í sínu kjördæmi frá síðustu kosningum 2021 samkvæmt nýjustu könnun Gallups. Inga játar því að hann hafi staðið sig ágætlega og verið vel liðinn innan flokksins. „Þessi ákvörðun var tekin sameiginlega og í sátt innbyrðis hjá okkur, bæði í grasrót og öllum sem komu að þessu hjá Flokki fólksins,“ sagði Ingi í Samtalinu. Hún var greinilega ekki uppveðruð að ræða oddvitaskiptin í mörgum orðum aðeins rétt rúmum fimm vikum fyrir kosningar. „Svona er þetta bara. Það eru ekki allir sem ganga sáttir frá borði, því miður,“ sagði formaðurinn. Hún kannaðist ekki við eitthvað misjafnt í samskiptum Jakobs Frímanns og annarra innan flokksins. Stundum erfitt að halda sér vakandi í þingsal Tómas A. Tómasson sagðist hins vegar skilja sáttur við oddvitasætið á Vísi á fimmtudag. Hann væri ekki á förum úr flokknum og væri þakklátur fyrir árin á Alþingi. Hann komst aftur á móti að minnsta kosti tvisvar í fréttirnar þegar hann dottaði undir ræðum í þingsal. Inga segir ekki alltaf auðvelt að halda sér vakandi yfir ræðum þingmanna en það væri ómaklegt að rifja stöðugt upp þegar Tómas A. Tómasson dottaði í þingsal.Vísir/Vilhelm Inga segir það ekkert hafa með brotthvarf hans að gera og vegið væri að honum með því að rifja þetta stöðugt upp. „Það hefur verið ómaglegt að ræða það þegar hann dottaði nýlega kominn á þing. Það hefur ekki verið hægt að segja um Tómas A. Tómasson. Hann er sá þingmaður sem mætir alltaf snemma og fyrstur í vinnuna og fer síðastur heim,“ sagði Inga og greip til samlíkingar úr bankakerfinu. „Ef eitthvað klínist á mann einhvern tíma í fyrndinni þá virðist að það eigi að fylgja manni yfir gröf og dauða. Þetta er næstum eins og að lenda í skuldafangelsi bankanna. Maður er bara eltur út fyrir gröf og dauða með eitthvað sem hefur óvart farið úrskeiðis og ég hef í rauninni verið hissa á því hvað þetta hefur lifað lengi, verð ég að segja.“ Inga sagði stundum erfitt að halda sér vakandi undir ræðuhöldum á Alþingi. „Maður verður stundum að spretta upp og fá sér kaffi til að rífa upp augnlokin. Því ég held að það sé varla nokkur sem ekki hafi átt erfitt með að sitja undir sérstaklega ræðumönnum með lítinn hrynjanda, svona dáleiðandi raddir. Það er mjög krefjandi get ég sagt þér,“ sagði Inga. Flokkur fólksins hefur haft málefni öryrkja og eldri borgara í forgrunni og Tómas er eldri borgari í margs konar skilningi. Maðurinn sem gerði bandaríska hamborgarann vinsælan á Íslandi. Hann hefur einnig ekki hvað síst mælt fyrir stuðningi Alþingis við úrræði fyrir fólk sem á við fíkn og vímuefnavanda að stríða. „Enda mun hann halda áfram að berjast með okkur af öllu hjarta. Bara ekki í oddvitasætinu,“ segir Inga og segir Tómas nánast vera Flokk fólksins holdi klæddur. Hún gefur líka lítið fyrir gagnrýni Össurar Skarphéðinssonar fyrrverandi þingmanns og ráðherra Alþýðuflokksins og Samfylkingarinnar sem sagði á Facebook síðu sinni að vinnubrögð Ingu væru ólíðræðisleg og í bága við reglur flokksins. „Ég ekki komin hingað til að ræða það. Það er ekki Össurar Skarphéðinssonar, sem virðist vera eini maðurinn sem ekki er sáttur við það hversu fallegur Flokkur fólksins er að ákveða það. Ég held hann ætti að líta sér nær og hætta að fella svona fallöxina sjálfur.“ Ragnar Þór mætir með nýja húsnæðisstefnu Inga segir mikils virði að fá Ragnar þór í forystusæti fyrir flokkinn. Þótt Flokkur fólksins hafi vissulega barist fyrir málefnum öryrkja og eldri borgara þá hafi hún stofnað flokkinn 2016 þegar hún heyrði af því hvað börn í landinu liðu mikinn skort. „Það var í raun með ólíkindum að heyra það. Þannig að við höfum líka barist með oddi og egg gegn skattlagningu á fátækt fólk, alla fátækt. Hvort heldur það eru almannatryggingaþegar, sem eru þó eins og örorkulífeyrisþegar lang fátækastir. Eða bara yfir höfuð þeir sem ná ekki endum saman og eiga um sárt að binda í samfélaginu. Þannig að Ragnar Þór er dýrmætur fyrir okkur,“ segir Inga. Ragnar Þór þekkti vel til kjarabaráttunnar og væri sérfróður um húsnæðismál. „Hann er að koma til okkar með algerlega spánýja húsnæðisstefnu sem er mjög vel ígrunduð. Þar á meðal erum við að fara að leiða í lög, ef við verðum í næstu ríkisstjórn, glænýja íbúðalánastefnu. Við viljum í rauninni það sem ég er alltaf að segja; fæði, klæði húsnæði fyrir alla,“ segir formaðurinn. Flokkurinn berjist líka fyrir eðlilegri heilbrigðisþjónustu. „Við erum að horfa upp á núna hvernig menntun barnanna í okkar hefur hrakað gífurlega á síðustu árum og hvernig fátæktin hefur vaxið um 44 prósent síðan ég ákvað að stofna þennan flokk vegna fátæktar þeirra.“ Fátækt barna hvatinn að stofnun flokksins Það eru ekki margir flokkar í landinu sem hafa verið stofnaðir af einni manneskju eins og Inga gerði 2016, þótt Jónas frá Hrifluhafi sagt á sínum tím að hann hafi stofnað nánast allt flokkakerfið á að Sjálfstæðisflokknum undanskildum. Hún var fertug þegar hún lauk stúdentsprófi og eftir viðkomu í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands lauk hún þaðan BA prófi í lögfræði. Voru það börnin sem töfðu þig að fara svona seint í nám eða hvað tafði Ingu? Það var fátækt barna sem ýtti helst á eftir Ingu að stofna Flokk fólksins fyrir kosningarnar 2016.Vísir/Vilhelm „Nei, ég náttúrlega bjó á Ólafsfirði. Börnin mín eru fædd og uppalin þar og ég er lögblind þannig að það var ekkert um það að ræða fyrir mig að vera með námsbækur og annað sem fólk getur almennt lesið. Þannig að það er ekki fyrr en ég fæ hjálp frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð sem stækkar fyrir mig öll námsgögn og við flytjum hér til Reykjavíkur,“ segir Inga. Hún greinir frá því að maðurinn hennar handleggsbrotnað rétt í þann mund sem þau voru að flytja suður og hann að klára sitt verknám í rafeindavirkjun. Hann hafi í raun verið handleggsbrotinn í sex ár vegna ítrekaðra læknamistaka. „Ég hugsaði með mér; hver hjálpar manni ef maður reynir ekki að gera það sjálfur og nú ætlaði ég að verða lögfræðingur. Vegna þess að líf okkar var komið á hvolf. Við vorum komin hingað í stórt samfélag með fjögur börn og áttum ekki fyrir mat á diskinn,” rifjar Inga upp. Hún hafi staðið í þessum sporum þegar hún stofnaði Flokk fólksins að hugsa til barnanna sinna. Það hafi einnig haft sitt að segja hvernig komið var fyrir manni hennar sem hafi verið frá vinnu vegna handleggsbrotsins. „Hann er ennþá með sína stálplötu og átta skrúfbolta í hendinni öllum þessum árum síðar vegna þess að það hefur ekki verið tekin áhættan af því að fjarlægja það. En maðurinn minn var fótboltastrákur sem var aldrei búinn að brotna eins eða neins staðar. Þannig að það var með hreinum ólíkindum hverig farið var með hann í sambandi við þetta handleggsbrot,“ segir formaður Flokks fólksins. Þessi sjúkrasaga og þrautarganga með eiginmanninum hafi mótað lífið segir Inga en hún hafi aftur á móti alltaf verið baráttujaxl. Það hafi því ekki verið ólíkt henni að taka málin í eigin hendur þótt hún hafi ekki reynt fyrir sér í öðrum flokkum áður en hún stofnaði flokkinn. Af alþýðufólki komin „Í gamla daga var afi minn alltaf að bera út Alþýðuanninn. Það voru eitómir kratar í minni fjölskyldu. Það voru fyrstu stafirnir sem ég lærði, þessi stóru A og M í horninu á Alþýðumanninum,” segir Inga. Í litlu samfélagi eins og Ólafsfirði hafi fólk skipst niður milli flokka en Sjálfstæðisflokkurinn alltaf verið sterkasta vígið. Inga er af alþýðufólki komin sem bjó við þröngan kost á Ólafsfirði.Vísir/Vilhelm Þótt pabbi hennar, bræður og flestir aðrir í kringum hana hafi verið kratar hafi hún til að mynda aldrei skipt sér af bæjarpólitíkinni. „Ég ólst upp í fátækt getur maður sagt. Við bjuggum í fjörutíu fermetrum sex manna fjölskylda. Pabbi notaði átján fermetra af þessari hæð til að fella netin sín. Hann var trillukarl. Þannig að ég þurfti að gera mér það að góðu að fá ullarsokka og vettlinga í jólagjöf. Maður leit til þess þegar aðrir voru að fara á skauta, fengu hjól eða eitthvað annað. Þá var maður kannski ekki alltaf glaður,“ segir Inga þegar hún rifjar upp æskuárin. „En það breytir ekki þeirri staðreynd að mér finnst börnin okkar vera framtíðin og skipta öllu máli. Um leið og við tölum um öryrkja og eldra fólk, sérstaklega ef við tökum öryrkjana út fyrir sviga sem eiga börn. Þetta eru fátæk börn sem líða mikið fyrir að vera útundan. Þau geta ekki tekið þátt og það er sárara en tárum taki í okkar ríka landi.“ Missti sjónina fjögurra mánaða gömul Inga missti nánast alla sjónina þegar hún var kornabarn og hefur verið lögblind síðan. „Ég fékk hlaupabólu þegar ég var lítið barn, fjögurra mánaða gömul. Fékk heilahimnubólgu upp úr því sem náði að skemma sjónstöðvarnar mínar og ég er litblind líka. En skemmdi ekki talfærin eins hefur kannski komið í ljós,“ segir Ingi kímin. Hún segist þakklát fyrst þetta átti fyrir henni að liggja að hafa ekki misst sjónina síðar á ævinni. Inga var aðeins fjögurra mánaða gömul þegar hún missti nánast alla sjónina.Vísir/Vilhelm „Ég er þakklát fyrir að vera ekki að sjá alla náttúrufegurðina og litadýrðina sem allir tala um. Ég hef aldrei séð neitt af þessu og er þakkát fyrir að hafa ekki misst það. Vera ekki komin með bílpróf og skutlast í búðina og svo er allt tekið frá manni. Það hlýtur að vera miklu erfiðara fyrir fólk, unglinga um tvítugt til dæmis, að fá augnsjúkdóma sem eru smám saman að draga þau til blindu og taka þetta af þeim. Ég er þakklát fyrir að þurfa ekki að ganga í gegnum það,“ segir Inga. Hún sjái verst í mikilli birtu og væri nánast alveg blind í mikilli sól og snjó. Þess vegna gangi hún oft með dögg gleraugu þegar bjart væri úti. „Ég sé þig núna af því það er svo stutt í þig en ég myndi ekki heilsa þér úti á götu. Ég telst vera dálítið merkileg með mig en svona er þetta bara,“ segir Inga í sterkum ljósum í myndverinu. Klausturmálið geymt en ekki gleymt Formaður Flokks fólksins kom óbeint við sögu í Klausturmálinu svo kallaða seint á árinu 2018, vegna þess hvernig talað var um hana á sumbli tveggja þáverandi þingmanna Flokks fólksins með fjórum þingmönnu Miðflokksins. Þeir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason voru reknir skömmu síðar úr Flokki fólksins. Eftir þetta var áberandi að Inga átti erfitt með að vera í félagsskap Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, til að mynda í Kryddsíld Stöðvar 2. Upp á síðkastið virðist eitthvað farið að hýrna á milli Ingi og Sigmundar Davíðs. Ertu búin að grafa þetta mál og fyrirgefa honum að minnsta kosti? Inga segir Klausturmálið geymt en ekki gleymt. Það þyði hins vegar ekki að vera með fýlu út í fólk við störf á Alþingi.Vísir/Vilhelm „Þetta er geymt en ekki gleymt. Við erum í pólitík og ég sit hér fyrst og fremst til að gera gagn. Ég kalla á réttlæti fyrir alla í okkar ríka landi en ég er ekki heilluð að Sigmundi ef þú ert að ýja að því,“ segir Inga. „Þetta var gríðarlegt áfall. Við Bergþór (Ólason þingmaður Miðflokksins) erum ágæt þótt hann hafi kallað mig „húrrandi klikkaða kuntu“ og ýmislegt fleira komið í ljós. Ég náttúrlega heyrði þessar upptökur, ég heyrði óþverrann sem flæddi þarna út um alla koppa og grundir.“ Hún væri hins vegar að horfa fram á veginn. Almennt væri fólk í stjórnmálum að takast á og fylgdi ekki sömu stefnu í mörgum málum. „Þannig að eðlilega erum við að agnúast út í hvort annað í þingsalnum í andsvörum við hvert annað og skammast,“ segir Inga. Utan þingsalarins og á nefndarfundum þyrfti fólk hins vegar að vera í samskiptum og ekki dygði að vera með fýlu. „Þetta er yndislegur vinnustaður og mér þykir oft sorglegt hvernig um stjórnmálamenn og Alþingi er talað. Vegna þess að það á ekki að vera svoleiðis. Mér finnst Alþingi vera virðingarstofnun sem við ættum í raun að horfa upp til en auðvitað er það tengt því hvernig fólki líður í samfélaginu. Hvernig fólk þarf að basla.“ Fólki blöskraði eðlilega til dæmis við afkomutölur Landsbankans síðustu daga, sem ætti að vera banki allra landsmanna. Blöskrar tugmilljarða vaxtatekjur Landsbankans „Sem var að kynna að á fyrstu níu mánuðum ársins eru þeir búnir að hirða til sín um 41,5 milljarða króna í beinu vaxtatekjum og um átta milljarða með þjónustugjöldum. Við erum að tala um hátt í fimmtíu milljarða hjá Landsbankanum á níu mánuðum. Hverjir eru það sem eru að borga þetta? Þetta eru fjölskyldurnar í landinu. Þetta eru lítil og meðalstór skuldsett fyrirtæki, unga fólkið í landinu sem er að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið.“ Þetta kæmi óorði á alla þegar sitjandi stjórn grípi ekki í taumana. „Það þýðir ekki fyrir einhver fjármálaráðherra sem er búinn að vera þarna í fimm mínútur að ætla að reyna að bera það á borð fyrir landsmenn að það sé honum að þakka að Ásgeir Jónsson skyldi hrökkva upp eftir ár og lækka stýrivexti um 0,25 prósentur,“ segir formaður Flokks fólksins. „það er af og frá.“ Sumir segja að þetta sé krónunni að kenna, hvernig verðbólgan og vextirnir sveiflast upp og niður og skoða þurfi að taka upp annan gjaldmiðil og jafnvel þurfi Ísland að ganga í Evrópusambandið. Hvernig sérð þú þetta? „Ég skil alveg orðræðuna, auðvitað skil ég hana. Við höfum talað um það í Flokki fólksins að ástæða væri til að fá utanað komandi aðila til að taka út kosti og galla íslensku krónunnar og stöðu hennar í hagkerfinu hverju sinni. Þetta er allt mannana verk og léleg hagstjórn. Það skiptir engum togum hvaða gjaldmiðill er hér. Það mætti líka skoða að tengja krónuna við einhvern stöðugan erlendan gjaldmiðil,“ segir Inga og nefnir Kanadadollar sem dæmi eða dönsku krónuna til að koma í veg fyrir miklar sveiflur. Styður þjóðaratkvæðagreiðslu um evrópusambandsaðild Er Flokkur fólksins algerlega á móti því að skoða evrópusambandsaðild eða eins og Viðreisn leggur til að þjóðin fái að greiða atkvæði um hvort taki eigi aftur upp viðræður við Evrópusambandið? Inga segir Flokk fólksins vilja leyfa þjóðinni að ákveða með aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Almennt væri allt of lítið um beint lýðræði á Íslandi.Vísir/Vilhelm „Nei, við höfum aldrei verið á móti því að þjóðin fái að eiga síðasta orðið um það. Þá finndist mér að þjóðaratkvæðagreiðslan ætti einmitt að vera um það hvort meirihluti þjóðarinnar er tilbúinn í aðild. Því viðræðurnar eru í rauninni innleiðing inn í sambandið sjálft. Ef við greiðum atkvæði um að taka upp viðræðurnar, erum við að greiða atkvæði um að ganga inn í Evrópusambandið,“ segir Inga. Það væri ekki til umræðu að „kíkja í einhverja pakkann" eins og sagt hefði verið. Það væri galið. „En við erum tilbúin til að treysta þjóðinni. Hún hefur hingað til kunnað fótum sínum forráð og veit hvað er best fyrir samfélagið í heild sinni. Þannig að það er þjóðin sem á að eiga síðasta orðið um það,“ segir formaðurinn. „Eins og margt annað er beint lýðræði hér mjög af skornum skammti því miður.“ Leggur í fjórða sinn á atkvæðamiðin á átta árum Þótt Flokkur fólksins sé átta ára gamall er hann engu að síður að halda í fjórðu alþingiskosningarnar eftir kosningar 2016, 2017 og 2021. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 8,8 prósent atkvæða og í síðustu könnun Maskínu mældist flokkurinn með 7,3 prósenta fylgi. Þið fenguð mann í öllum kjördæmum í síðustu könnunum sem ekki allir flokkar geta státað af. Hvað eru að vona núna? „Ég ætla ekki að gera neitt öðruvísi. Við erum einfaldlega með hug og hjarta í því sem við erum að gera. Við boðum það sem við höfum verið að gera allt frá því við komum á þing 2017. Höfum aldrei beygt út frá þeirri hugsjón og þeirri ástríðu okkar að ná réttlæti fyrir alla í samfélaginu okkar.“ Hafið þið uppskorið í þingstörfum, náð einhverju í gegn á þessum árum? Já við höfum gert það. Ég var mjög þakklát þegar Helgi Hrafn Gunnarsson þáverandi þingmaður Pírata notaði síðustu orðin sín á Alþingi þegar hann hætti, til í rauninni að hrósa okkur í Flokki fólksins fyrir að ná hlutum í gegn. Sýna og sanna að það er hægt að ná hlutum í gegn þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu.“ Það þurfi þá að vera mál sem ekki kölluðu á miklil útgjöld og auðvelt að fá alla til að ná saman um. „Góð og kærleiksrík mál sem gera mikið fyrir marga. Við náðum því í gegn að styðja við leiðsöguhunda hjá Blindrafélaginu. Við náðum því í gegn að afnema skerðingar á styrkjum sem fólk var að fá til lyfjakaupa og ýmislegs nauðsynlegs. Þar á meðal náðum við líka að afnema að bifreiðastyrkur sem öryrkjar og fleiri hafa verið að fá skerðist.“ Skelfileg einangrun margra eldri borgara Þá hafi Flokkur fólksins náð því í gegn einróma á Alþingi að fá embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. „En einhverra hluta vegna tók félagsmálaráðherra Vinstri grænna, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, þann pól í hæðina sem ráðherra að fara ekki að vilja löggjafans. Sem er auðvitað þvert á það sem framkvæmdavaldið á að gera. Það á að framkvæma vilja löggjafans og við ættum að vera búin að hafa hagsmunafulltrúa eldra fólks í að minnsta kosti tvö ár. Sem væri búinn að kortleggja stöðu eldra fólks. Koma í veg fyrir einangrun, að við deyjum hugsanlega ein heima, því við erum ekki með bakland eða einhvern til að sinna okkur á efri árunum,“ sagði Inga í Samtalinu. Efri árin ættu að vera gæða ár en ekki ár kvíða, vonleysis og einangrunar. Eldra fólki og einstæðingum færi fjölgandi í samfélaginu. „Og það er það sorglega eins og ég fékk að heyra frá lögreglunni að þeir hafa jafnvel komið að dánum einstaklingi sem var búinn að liggja einn og dáinn í þrjá mánuði. Þetta er ekki boðlegt. Það er engin vakt og enginn að sinna einstaklingnum og hann er bara aleinn.“ Ekki í ríkisstjórn til að fá einkabílstjóra Nú eru fimm vikur til kosninga og allir fara í stjórnmál til að hámarka áhrifin á það sem gert er. Hverjum hugnast Flokkur fólksins helst að vinna með í ríkisstjórn því það þarf alltaf að mynda samsteypustjórnir á Íslandi. Gæti flokkurinn til að mynda bæði unnið með Miðflokki og Samfylkingu sem báðir sækja helst fram í könnunum? „Það liggur algerlega á borðinu að við erum í stjórnmálum til að reyna að gera gagn. Það eru ákveðin mál sem ég brenn fyrir og ég hef sagt það hingað til að mér er alveg sama hvaðan gott kemur. Ef þingmenn í báðum þessum þingflokkum sem þú nefnir og hvað þá einhverjum örðum ná saman. Eins og þú segir, það eru alltaf samsteypustjórnir og það þurfa að vera málamiðlanir,“ segir formaður Flokks fólksins. Vegna þessa þyrfti að semja um það sem sett væri í stjórnarsáttmála. „En ég hef líka sagt; ég hef ekkert að gera í ríkisstjórn bara til að fara í ríkisstjórn. Bara til að fá upphitaðan ráðherrabíl með einkabílstjóra. Þótt mér þætti æðislegt að hafa hann því ég get ekki keyrt sjálf. En það breytir ekki þeirri staðreynd að ef við náum ekki okkar hjartans málum í gegn fyrir fólkið sem við erum að berjast fyrir, höfum við lítið gagn af því að fara í ríkisstjórn,“ segir Inga. Flokkurinn hafi til að mynda verið að beita sér fyrir breytingu á kerfinu utan um fólk sem væri að berjast við fíkn og væri að deyja unnvörpum. „Við vorum að lesa skelfilega sögu frá föður sem missti tvo syni sína með tólf klukkutíma millibili í ágúst. Við höfum líka verið að berjast og haft hæst um það allra þingflokka að verja landsbyggðina. Því það er skelfilegt að horfa upp á brothættu byggðirnar okkar, sjávarbyggðirnar okkar, hvernig þeim er að blæða út. Þannig að við höfum verið að tala um heilbrigðustu veiðarnar, að efla strandveiðarnar. Gefa meira frelsi til að byggja upp og koma meira lífi í sjávarplássin okkar sem eiga mörg í vök að verjast,“ sagði Inga Sæland í Samtalinu með Heimi Má á fimmtudag.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Tengdar fréttir Skrifar sundurlyndið ekki bara á Vinstri græn Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir. 17. október 2024 15:09 Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00 Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Skrifar sundurlyndið ekki bara á Vinstri græn Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og væntanlegur innviðaráðherra á ný, mætti pollrólegur í Samtalið hjá Heimi Má sem var í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14. Mikið hefur gengið á í stjórnmálunum og á ríkisstjórnarheimilinu undanfarna daga eins og vart ætti að þurfa að fara yfir. 17. október 2024 15:09
Íslendingar eiga ekki að aðlaga sig innflytjendum heldur öfugt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir að vogunarsjóðir hafi hótað honum þegar hann var forsætisráðherra vegna þess að hann vildi láta sjóðina taka skellinn af falli íslensku bankanna. 10. október 2024 22:02
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01
Þorgerður Katrín: Enginn ráðskonurass undir fólki í Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar er keppniskona með mikla reynslu af stjórnmálum og er kominn í hlaupaskóna fyrir næstu alþingiskosningar. Hún segir engann „ráðskonurass undir fólki í Viðreisn," sem taki almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Þegar Benedikt Jóhannesson, aðalhvatamaður að stofnun Viðreisnar og fyrsti formaður flokksins, sagði af sér formennskunni aðeins sautján dögum fyrir kosningarnar 2017, stökk Þorgerður Katrín upp í brú á þessu nýsjósetta skipi í ólgusjó íslenskra stjórnmála og kom því í höfn. 5. október 2024 08:00
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00