Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Aron Guðmundsson skrifar 28. október 2024 14:02 Pétur Pétursson á hliðarlínunni sem þjálfari Vals Vísir/Ernir Eyjólfsson Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir það ekki rétt að Pétur Pétursson hafi verið rekinn úr stöðu þjálfara kvennaliðs Vals í fótbolta. Um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða. Valur hefur nú leit að nýjum þjálfara og vill klára þau mál fljótt. Valur greindi frá því í yfirlýsingu í gær að stjórn knattspyrnudeildar félagsins og Pétur hefðu komist að samkomulagi að hann hætti að þjálfa kvennalið Vals í fótbolta. Valur endaði í 2.sæti Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili og stóð uppi sem bikarmeistari. Pétur hafði verið þjálfari liðsins frá því árið 2017 en undir hans stjórn varð liðið fjórum sinnum Íslandsmeistari sem og bikarmeistari í tvígang. Það eina sem haft var eftir Pétri í yfirlýsingu Vals var „Takk fyrir mig.“ Sögusagnir fóru á kreik um að Pétur hefði verið rekinn frá Val en Björn Steinar, sem tók við sem formaður knattspyrnudeildar Vals fyrir skemmstu, segir þær sögusagnir af og frá. „Við höfum átt fundi með Pétri upp á síðkastið og eftir þá fundi er það sameiginleg niðurstaða stjórnar og Péturs að leiðir skilji núna,“ segir Björn í samtali við íþróttadeild Vísis. Pétur sjálfur tjáði sig við vefsíðuna Fótbolti.net í morgun áður en hann hoppaði upp í flugvél þar sem stefnan var tekin á frí á Spáni. Þar sagði Pétur að ákvörðunin væri sameiginleg. Það hafi ekki skipt máli að ný stjórn væri tekin við hjá knattspyrnudeild Vals. „Nei, þetta var aðallega hjá mér. Ég vil eyða meiri tíma í eitthvað annað en það sem ég hef verið að gera undanfarin 30 ár,“ sagði Pétur í samtali við Fótbolta.net Aðspurður hvort að stjórn Vals hafi átt frumkvæði að þeirri ákvörðun að samstarf Vals og Pétur sé komin á endastöð segir Björn Steinar svo ekki vera. „Nei þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og hans. Niðurstaða samtals sem á sér stað milli okkar.“ Í forgangi að ráða inn þjálfara Varðandi leit Vals að nýjum þjálfara fyrir kvennalið sitt hafði Björn þetta að segja: „Það er algjörlega í forgangi hjá okkur að klára það sem allra fyrst. Það er ekkert sem liggur fyrir varðandi það á þessum tímapunkti. Hins vegar eru ekki margar vikur til stefnu þar til að undirbúningstímabilið hefst. Þá er mikivægt að ráða inn nýjan þjálfara til þess að fá á hreint afstöðu til leikmannamála.“ Mál framherjans Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur hefur farið hátt undanfarnar vikur en fráfarandi stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hennar. Berglind Björg gekk til liðs við Val og sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift fyrr í mánuðinum. „Ákvörðunin sem tekin var byggir á ákvæði í hennar samningi. Sú ákvörðun var tekin af fyrri stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar að þjálfaramál liggi fyrir þá er það mögulegt verkefni nýrrar stjórnar og þess þjálfarateymis að mögulega ræða við hana sem og aðra leikmenn. Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Valur greindi frá því í yfirlýsingu í gær að stjórn knattspyrnudeildar félagsins og Pétur hefðu komist að samkomulagi að hann hætti að þjálfa kvennalið Vals í fótbolta. Valur endaði í 2.sæti Bestu deildar kvenna á nýafstöðnu tímabili og stóð uppi sem bikarmeistari. Pétur hafði verið þjálfari liðsins frá því árið 2017 en undir hans stjórn varð liðið fjórum sinnum Íslandsmeistari sem og bikarmeistari í tvígang. Það eina sem haft var eftir Pétri í yfirlýsingu Vals var „Takk fyrir mig.“ Sögusagnir fóru á kreik um að Pétur hefði verið rekinn frá Val en Björn Steinar, sem tók við sem formaður knattspyrnudeildar Vals fyrir skemmstu, segir þær sögusagnir af og frá. „Við höfum átt fundi með Pétri upp á síðkastið og eftir þá fundi er það sameiginleg niðurstaða stjórnar og Péturs að leiðir skilji núna,“ segir Björn í samtali við íþróttadeild Vísis. Pétur sjálfur tjáði sig við vefsíðuna Fótbolti.net í morgun áður en hann hoppaði upp í flugvél þar sem stefnan var tekin á frí á Spáni. Þar sagði Pétur að ákvörðunin væri sameiginleg. Það hafi ekki skipt máli að ný stjórn væri tekin við hjá knattspyrnudeild Vals. „Nei, þetta var aðallega hjá mér. Ég vil eyða meiri tíma í eitthvað annað en það sem ég hef verið að gera undanfarin 30 ár,“ sagði Pétur í samtali við Fótbolta.net Aðspurður hvort að stjórn Vals hafi átt frumkvæði að þeirri ákvörðun að samstarf Vals og Pétur sé komin á endastöð segir Björn Steinar svo ekki vera. „Nei þetta er sameiginleg ákvörðun okkar og hans. Niðurstaða samtals sem á sér stað milli okkar.“ Í forgangi að ráða inn þjálfara Varðandi leit Vals að nýjum þjálfara fyrir kvennalið sitt hafði Björn þetta að segja: „Það er algjörlega í forgangi hjá okkur að klára það sem allra fyrst. Það er ekkert sem liggur fyrir varðandi það á þessum tímapunkti. Hins vegar eru ekki margar vikur til stefnu þar til að undirbúningstímabilið hefst. Þá er mikivægt að ráða inn nýjan þjálfara til þess að fá á hreint afstöðu til leikmannamála.“ Mál framherjans Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur hefur farið hátt undanfarnar vikur en fráfarandi stjórn knattspyrnudeildar Vals ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi hennar. Berglind Björg gekk til liðs við Val og sneri aftur á fótboltavöllinn í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift fyrr í mánuðinum. „Ákvörðunin sem tekin var byggir á ákvæði í hennar samningi. Sú ákvörðun var tekin af fyrri stjórn og framkvæmdastjórn félagsins. Ég held að það sé alveg eðlilegt þegar að þjálfaramál liggi fyrir þá er það mögulegt verkefni nýrrar stjórnar og þess þjálfarateymis að mögulega ræða við hana sem og aðra leikmenn.
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Valur Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti