„Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. október 2024 23:15 Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, og Snorri Másson, frambjóðandi Miðflokksins. Vísir/Vilhelm „Fólk er að biðja mig að svara grein eftir Snorri Másson en jólavertíðin er hafin, fastur í viðtölum í dag og upplestur á Skaganum í kvöld, kemst bara ekki til þess. En mundi þá að ég var auðvitað þegar búinn að svara honum, hjá Gísla Marteini. Við biðjum öll fyrir framtíð þessa unga efnismanns.“ Þetta skrifar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, á Facebook-síðu sinni sem viðbrögð við grein Snorra Mássonar, frambjóðanda Miðflokksins, sem var birt í dag. Í greininni segir Snorri að Hallgrímur hafi gripið til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga í ræðu sinni á föstudaginn í Vikunni, þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV, sem fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Útlendingar eigi skilið virðingu í okkar samfélagi Í ræðunni vísaði Hallgrímur til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali að varast beri mikla blöndun menningarheima. Hallgrímur gagnrýndi Bjarna og sagði útlendinga eiga skilið virðingu í samfélagi okkar. Snorri skrifar í grein sinni að á Íslandi sé „augljóst og alvarlegt útlendingavandamál“ og vísar til stöðu íslenska tungumálsins hjá nýbúum. „Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar,“ skrifaði Snorri. „Ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar“ Hallgrímur deildi myndskeiði af annarri ræðu sinni í þætti Gísla og sagðist vera búinn að svara gagnrýni Snorra með þeim orðum sem komu fram þar. „Síðustu helgi var ég í messu af því að dóttir mín var að syngja í messu í Langholtskirkju. Þegar ég var nýbúinn að leggja frá mér símann þá segir presturinn: Og við biðjum fyrir öllu því fólki sem nú býður sig fram til stjórnmála. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var Sigríður Andersen. Allt í einu var ég þarna: Við biðjum fyrir Sigríði Andersen sem nú fetar nýja slóð og Snorra Mássyni ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar.“ Logi Pedro segir Snorra vita betur Fleiri hafa brugðist við skrifum Snorra en Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður skrifaði athugasemd við færslu Snorra þar sem hann deildi greininni sinni. „Það er svo hlaðið að segja að vandinn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir sé „útlendingavandamál“. Eins og vandinn liggi ekki í hinu stafræna, í fjármagni til íslenskukennslu, í smæð þjóðarinnar og öllu hinu. Fyrir utan það að Bjarni var ekki að einskorða sín aumu orð við íslenskuna. Og auðvitað ætti forsætisráðherra ekki að tala svona niður til þeirra sem eru afsprengi „blandaðra“ heimila,“ skrifaði Logi. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.66°Norður Logi bætti við að ef málið á að snúast um íslenskuna að þá séu til skilvirkari leiðir til að styðja hana en að merkja þetta sem útlendingavanda og að Snorri viti betur. Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Þetta skrifar Hallgrímur Helgason, rithöfundur og listamaður, á Facebook-síðu sinni sem viðbrögð við grein Snorra Mássonar, frambjóðanda Miðflokksins, sem var birt í dag. Í greininni segir Snorri að Hallgrímur hafi gripið til ofureinfaldana og í raun útúrsnúninga í ræðu sinni á föstudaginn í Vikunni, þætti Gísla Marteins Baldurssonar á RÚV, sem fór eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Útlendingar eigi skilið virðingu í okkar samfélagi Í ræðunni vísaði Hallgrímur til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í viðtali að varast beri mikla blöndun menningarheima. Hallgrímur gagnrýndi Bjarna og sagði útlendinga eiga skilið virðingu í samfélagi okkar. Snorri skrifar í grein sinni að á Íslandi sé „augljóst og alvarlegt útlendingavandamál“ og vísar til stöðu íslenska tungumálsins hjá nýbúum. „Góðu fólki mislíkar það af hugmyndafræðilegum ástæðum að kenna vandamál við hópa sem gætu talist jaðarsettir í einhverjum skilningi. Ef það hjálpar því fólki í gegnum þessa umræðu að firra útlendinga allri ábyrgð á að læra tungumálið í því landi sem þeir flytjast til, getum við gert það hér fyrir sakir umræðunnar,“ skrifaði Snorri. „Ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar“ Hallgrímur deildi myndskeiði af annarri ræðu sinni í þætti Gísla og sagðist vera búinn að svara gagnrýni Snorra með þeim orðum sem komu fram þar. „Síðustu helgi var ég í messu af því að dóttir mín var að syngja í messu í Langholtskirkju. Þegar ég var nýbúinn að leggja frá mér símann þá segir presturinn: Og við biðjum fyrir öllu því fólki sem nú býður sig fram til stjórnmála. Það fyrsta sem kom upp í hugann á mér var Sigríður Andersen. Allt í einu var ég þarna: Við biðjum fyrir Sigríði Andersen sem nú fetar nýja slóð og Snorra Mássyni ungum manni sem nú gengur inn á Klaustursbar.“ Logi Pedro segir Snorra vita betur Fleiri hafa brugðist við skrifum Snorra en Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður skrifaði athugasemd við færslu Snorra þar sem hann deildi greininni sinni. „Það er svo hlaðið að segja að vandinn sem íslensk tunga stendur frammi fyrir sé „útlendingavandamál“. Eins og vandinn liggi ekki í hinu stafræna, í fjármagni til íslenskukennslu, í smæð þjóðarinnar og öllu hinu. Fyrir utan það að Bjarni var ekki að einskorða sín aumu orð við íslenskuna. Og auðvitað ætti forsætisráðherra ekki að tala svona niður til þeirra sem eru afsprengi „blandaðra“ heimila,“ skrifaði Logi. Logi Pedro Stefánsson tónlistarmaður.66°Norður Logi bætti við að ef málið á að snúast um íslenskuna að þá séu til skilvirkari leiðir til að styðja hana en að merkja þetta sem útlendingavanda og að Snorri viti betur.
Alþingiskosningar 2024 Fjölmiðlar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. 20. október 2024 10:41