Tala látinna á Spáni hækkar hratt Árni Sæberg skrifar 30. október 2024 08:11 Frá björgunarstarfi í bænum Letur, þar sem sex af um eitt þúsund íbúum er saknað. Victor Fernandez/Getty 51 hið minnsta er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Frá þessu greinir spænski ríkismiðillinn TVE og hefur eftir lögreglunni í Valensía. Í frétt TVE segir að héraðsstjórnin í Valensía hafi komið á fót nefnd í gær til þess að leggja mat á eyðilegginguna. Haft var eftir héraðsstjóranum Carlos Mazón í morgun að tala látinni myndi að öllum líkindum hækka skarpt en þá höfðu þrettán látist. Myndefni frá lögreglunni á Spáni sýnir eyðilegginguna og frá björgunarstarfi í nótt. Það má sjá í spilaranum hér að neðan en er fengið frá AP-fréttaveitunni: Sex saknað í þúsund manna bæ Hann sagði við fréttamenn í gærkvöldi að nöfn hinna látnu hafi ekki verið gerð opinber af virðingu við fjölskyldur þeirra. Þá er sex saknað í bænum Letur, þar sem aðeins um þúsund manns búa, en bærinn er í austurhéraðinu Albacete. Tjónið á svæðunum er gríðarlegt og björgunarfólk er enn að störfum og hefur verið í alla nótt. Í Valensía-héraði hefur öllu skólastarfi verið aflýst í dag og opinberum byggingum hefur einnig verið lokað. Talsvert um Íslendinga í nágrenninu Talsverður fjöldi Íslendinga býr eða hefur vetursetu á Spáni, margir í Valensía og nágrenni. Þorri Íslendinga á Spáni býr þó á Costa Blanca svæðinu, sem er í rúmra tveggja tíma aksturfjarlægð frá Valensía. Ekki hafa borist fregnir af flóðum þar. Athygli er vakin á flóðunum í Facebook-hópnum Íslendingar á Costa Blanca. Einn í hópnum sem staddur er á Torrevieja, þar sem fjöldi Íslendinga er, segir smá gust hafa verið þar en ekkert til að ræða um. Engar beiðnir um aðstoð hafa borist borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins frá íslenskum ríkisborgurum vegna flóða á Spáni. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi ráðuneytisins, að utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála og vilji brýna fyrir íslenskum ríkisborgurum á svæðinu að fara í einu og öllu eftir tilmælum viðbragðsaðila og fylgjast náið með staðbundnum fjölmiðlum. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Spánn Náttúruhamfarir Veður Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira
Frá þessu greinir spænski ríkismiðillinn TVE og hefur eftir lögreglunni í Valensía. Í frétt TVE segir að héraðsstjórnin í Valensía hafi komið á fót nefnd í gær til þess að leggja mat á eyðilegginguna. Haft var eftir héraðsstjóranum Carlos Mazón í morgun að tala látinni myndi að öllum líkindum hækka skarpt en þá höfðu þrettán látist. Myndefni frá lögreglunni á Spáni sýnir eyðilegginguna og frá björgunarstarfi í nótt. Það má sjá í spilaranum hér að neðan en er fengið frá AP-fréttaveitunni: Sex saknað í þúsund manna bæ Hann sagði við fréttamenn í gærkvöldi að nöfn hinna látnu hafi ekki verið gerð opinber af virðingu við fjölskyldur þeirra. Þá er sex saknað í bænum Letur, þar sem aðeins um þúsund manns búa, en bærinn er í austurhéraðinu Albacete. Tjónið á svæðunum er gríðarlegt og björgunarfólk er enn að störfum og hefur verið í alla nótt. Í Valensía-héraði hefur öllu skólastarfi verið aflýst í dag og opinberum byggingum hefur einnig verið lokað. Talsvert um Íslendinga í nágrenninu Talsverður fjöldi Íslendinga býr eða hefur vetursetu á Spáni, margir í Valensía og nágrenni. Þorri Íslendinga á Spáni býr þó á Costa Blanca svæðinu, sem er í rúmra tveggja tíma aksturfjarlægð frá Valensía. Ekki hafa borist fregnir af flóðum þar. Athygli er vakin á flóðunum í Facebook-hópnum Íslendingar á Costa Blanca. Einn í hópnum sem staddur er á Torrevieja, þar sem fjöldi Íslendinga er, segir smá gust hafa verið þar en ekkert til að ræða um. Engar beiðnir um aðstoð hafa borist borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins frá íslenskum ríkisborgurum vegna flóða á Spáni. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi ráðuneytisins, að utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála og vilji brýna fyrir íslenskum ríkisborgurum á svæðinu að fara í einu og öllu eftir tilmælum viðbragðsaðila og fylgjast náið með staðbundnum fjölmiðlum. Veistu meira um málið? Áttu myndefni af svæðinu? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Spánn Náttúruhamfarir Veður Flóð í Valencia 2024 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Sjá meira