Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Birna Dröfn Jónasdóttir tjáði sig um andlát móður sinnar. Aðsend Móðir Birnu Drafnar Jónasdóttur lést af völdum heilaslags. Birna starfar í dag að innleiðingu FAST aðferðar sem kennir börnum hver einkenni heilaslags eru. Heilaslag er ein af algengustu dánarorsökunum á Vesturlöndum. Birna Dröfn Jónasdóttir lýsir upplifun móður sinnar sem lést af völdum heilaslags í aðsendri grein á Vísi. Hún lýsir því hvernig allir vissu að eitthvað væri að en að enginn vitað nákvæmlega hvað hrjáði móður hennar. Fyrstu einkenni móður hennar var lömun í hægri hendi og fór hún því á sjúkrahús. „Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að – en vissu ekki hvað,“ skrifar Birna Dröfn. Hún segir móður sína einnig hafa vitað að eitthvað alvarlegt væri að, en vissi þá ekki hvað. Eftir komuna á sjúkrahús missti móðir hennar síðan alla hreyfigetu. Systkini Birnu Drafnar hafi einnig séð að eitthvað alvarlegt væri í gangi. „Börnin hennar komu á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var," skrifar Birna Dröfn. „Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin." Ein algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum „Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann ná ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndunum,“ skrifar Birna Dröfn. Heilaslag er skerðing á heilastarfsemi vegna skerts blóðflæðis til heilans. „70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin.“ Birna bendir á í skrifum sínum að hægt sé að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið sé að átta sig á einkennunum og leita sem fyrst á sjúkrahús. Kennir börnum einkenni heilaslags Birna vinnur að innleiðingu svokallaðrar FAST aðferðar hérlendis. Aðferðin er hluti af alþjóðlegu skólaverkefni fyrir fimm til níu ára börn og er markmið verkefnisins að kenna börnum einkenni heilaslags. F stendur fyrir andlit (face) en eitt einkenni heilaslags er að annar helmingur andlitsins sígur. A er fyrir handleggina (arms) en máttleysi eða lömun í útlimum er annað einkenni heilaslags. S er fyrir tal (speech) og T fyrir tíma (time). Tal einstaklingsins gæti orðið óskýrt og skiptir það miklu máli að hringja strax í 112 ef einhver einkenni koma fram. „Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi,“ skrifar Birna. Helstu einkenni heilaslags eru sjóntruflanir, skyndilegt máttleysi eða lömun útlima, máttleysi eða lömun í andliti, truflun á hreyfigetu, erfiðleikar við tal og erfiðleikar við að skilja aðra. Ef þú telur að einhver hafi fengið heilaslag hringdu strax í 112. Heilbrigðismál Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira
Birna Dröfn Jónasdóttir lýsir upplifun móður sinnar sem lést af völdum heilaslags í aðsendri grein á Vísi. Hún lýsir því hvernig allir vissu að eitthvað væri að en að enginn vitað nákvæmlega hvað hrjáði móður hennar. Fyrstu einkenni móður hennar var lömun í hægri hendi og fór hún því á sjúkrahús. „Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að – en vissu ekki hvað,“ skrifar Birna Dröfn. Hún segir móður sína einnig hafa vitað að eitthvað alvarlegt væri að, en vissi þá ekki hvað. Eftir komuna á sjúkrahús missti móðir hennar síðan alla hreyfigetu. Systkini Birnu Drafnar hafi einnig séð að eitthvað alvarlegt væri í gangi. „Börnin hennar komu á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var," skrifar Birna Dröfn. „Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin." Ein algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum „Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann ná ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndunum,“ skrifar Birna Dröfn. Heilaslag er skerðing á heilastarfsemi vegna skerts blóðflæðis til heilans. „70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin.“ Birna bendir á í skrifum sínum að hægt sé að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið sé að átta sig á einkennunum og leita sem fyrst á sjúkrahús. Kennir börnum einkenni heilaslags Birna vinnur að innleiðingu svokallaðrar FAST aðferðar hérlendis. Aðferðin er hluti af alþjóðlegu skólaverkefni fyrir fimm til níu ára börn og er markmið verkefnisins að kenna börnum einkenni heilaslags. F stendur fyrir andlit (face) en eitt einkenni heilaslags er að annar helmingur andlitsins sígur. A er fyrir handleggina (arms) en máttleysi eða lömun í útlimum er annað einkenni heilaslags. S er fyrir tal (speech) og T fyrir tíma (time). Tal einstaklingsins gæti orðið óskýrt og skiptir það miklu máli að hringja strax í 112 ef einhver einkenni koma fram. „Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi,“ skrifar Birna. Helstu einkenni heilaslags eru sjóntruflanir, skyndilegt máttleysi eða lömun útlima, máttleysi eða lömun í andliti, truflun á hreyfigetu, erfiðleikar við tal og erfiðleikar við að skilja aðra. Ef þú telur að einhver hafi fengið heilaslag hringdu strax í 112.
Heilbrigðismál Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Sjá meira