Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Birna Dröfn Jónasdóttir tjáði sig um andlát móður sinnar. Aðsend Móðir Birnu Drafnar Jónasdóttur lést af völdum heilaslags. Birna starfar í dag að innleiðingu FAST aðferðar sem kennir börnum hver einkenni heilaslags eru. Heilaslag er ein af algengustu dánarorsökunum á Vesturlöndum. Birna Dröfn Jónasdóttir lýsir upplifun móður sinnar sem lést af völdum heilaslags í aðsendri grein á Vísi. Hún lýsir því hvernig allir vissu að eitthvað væri að en að enginn vitað nákvæmlega hvað hrjáði móður hennar. Fyrstu einkenni móður hennar var lömun í hægri hendi og fór hún því á sjúkrahús. „Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að – en vissu ekki hvað,“ skrifar Birna Dröfn. Hún segir móður sína einnig hafa vitað að eitthvað alvarlegt væri að, en vissi þá ekki hvað. Eftir komuna á sjúkrahús missti móðir hennar síðan alla hreyfigetu. Systkini Birnu Drafnar hafi einnig séð að eitthvað alvarlegt væri í gangi. „Börnin hennar komu á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var," skrifar Birna Dröfn. „Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin." Ein algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum „Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann ná ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndunum,“ skrifar Birna Dröfn. Heilaslag er skerðing á heilastarfsemi vegna skerts blóðflæðis til heilans. „70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin.“ Birna bendir á í skrifum sínum að hægt sé að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið sé að átta sig á einkennunum og leita sem fyrst á sjúkrahús. Kennir börnum einkenni heilaslags Birna vinnur að innleiðingu svokallaðrar FAST aðferðar hérlendis. Aðferðin er hluti af alþjóðlegu skólaverkefni fyrir fimm til níu ára börn og er markmið verkefnisins að kenna börnum einkenni heilaslags. F stendur fyrir andlit (face) en eitt einkenni heilaslags er að annar helmingur andlitsins sígur. A er fyrir handleggina (arms) en máttleysi eða lömun í útlimum er annað einkenni heilaslags. S er fyrir tal (speech) og T fyrir tíma (time). Tal einstaklingsins gæti orðið óskýrt og skiptir það miklu máli að hringja strax í 112 ef einhver einkenni koma fram. „Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi,“ skrifar Birna. Helstu einkenni heilaslags eru sjóntruflanir, skyndilegt máttleysi eða lömun útlima, máttleysi eða lömun í andliti, truflun á hreyfigetu, erfiðleikar við tal og erfiðleikar við að skilja aðra. Ef þú telur að einhver hafi fengið heilaslag hringdu strax í 112. Heilbrigðismál Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Birna Dröfn Jónasdóttir lýsir upplifun móður sinnar sem lést af völdum heilaslags í aðsendri grein á Vísi. Hún lýsir því hvernig allir vissu að eitthvað væri að en að enginn vitað nákvæmlega hvað hrjáði móður hennar. Fyrstu einkenni móður hennar var lömun í hægri hendi og fór hún því á sjúkrahús. „Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að – en vissu ekki hvað,“ skrifar Birna Dröfn. Hún segir móður sína einnig hafa vitað að eitthvað alvarlegt væri að, en vissi þá ekki hvað. Eftir komuna á sjúkrahús missti móðir hennar síðan alla hreyfigetu. Systkini Birnu Drafnar hafi einnig séð að eitthvað alvarlegt væri í gangi. „Börnin hennar komu á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var," skrifar Birna Dröfn. „Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin." Ein algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum „Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann ná ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndunum,“ skrifar Birna Dröfn. Heilaslag er skerðing á heilastarfsemi vegna skerts blóðflæðis til heilans. „70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin.“ Birna bendir á í skrifum sínum að hægt sé að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið sé að átta sig á einkennunum og leita sem fyrst á sjúkrahús. Kennir börnum einkenni heilaslags Birna vinnur að innleiðingu svokallaðrar FAST aðferðar hérlendis. Aðferðin er hluti af alþjóðlegu skólaverkefni fyrir fimm til níu ára börn og er markmið verkefnisins að kenna börnum einkenni heilaslags. F stendur fyrir andlit (face) en eitt einkenni heilaslags er að annar helmingur andlitsins sígur. A er fyrir handleggina (arms) en máttleysi eða lömun í útlimum er annað einkenni heilaslags. S er fyrir tal (speech) og T fyrir tíma (time). Tal einstaklingsins gæti orðið óskýrt og skiptir það miklu máli að hringja strax í 112 ef einhver einkenni koma fram. „Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi,“ skrifar Birna. Helstu einkenni heilaslags eru sjóntruflanir, skyndilegt máttleysi eða lömun útlima, máttleysi eða lömun í andliti, truflun á hreyfigetu, erfiðleikar við tal og erfiðleikar við að skilja aðra. Ef þú telur að einhver hafi fengið heilaslag hringdu strax í 112.
Heilbrigðismál Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira