Þá verður rætt við íslenskan kennara, sem býr á svæði sem fór hvað verst út úr hamfaraflóðum á Spáni, sem segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar frá í gær. Um þrjátíu bílar hafa hlaðist upp við heimili hennar.
Hörður Ægisson, ritstjóri Innherja, kemur í myndver og rýnir aðeins í stöðuna í efnahagsmálum. Verðbólga hjaðnar milli mánaða og von er á vaxtaákvörðun frá Seðlabankanum eftir þrjár vikur.
Við kíkjum á Hrekkjavökuóperu í Elliðaárdalnum í beinni útsendingu.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.