Innlent

Enginn stjórn­mála­maður á lofts­lags­ráð­stefnu

Kjartan Kjartansson skrifar
Árleg loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Bakú í Aserbaídsjan í ár. Aserar eru umfamgsmiklir framleiðendur olíu og gass.
Árleg loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram í Bakú í Aserbaídsjan í ár. Aserar eru umfamgsmiklir framleiðendur olíu og gass. Vísir/Getty

Í hátt í fimmtíu manna sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnu í Aserbaídsjan verður enginn kjörinn fulltrúi, hvorki ráðherra, þingmaður né sveitarstjórnarmaður. Ráðstefnunni lýkur átta dögum fyrir alþingiskosningar.

COP29-loftslagsráðstefnan fer fram í borginni Bakú við Kaspíahaf dagana 11. til 22. nóvember. Alls eru 46 skráðir á ráðstefnuna í gegnum aðgang Íslands samkvæmt skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis.

Opinber sendinefnd Íslands er skipuð tíu manns. Helmingur þeirra kemur úr umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu, þar á meðal formaður hennar, Helga Barðadóttir. Þrír fulltrúar koma frá utanríkisráðuneytinu en auk þeirra verður sérfræðingur frá Umhverfisstofnun og fulltrúi Landssambands ungmennafélaga með í för. 

Aðeins tveir fulltrúar frá umhverfisráðuneytinu sitja alla ráðstefnuna en aðrir verða þar skemur.

Fjórir fulltrúar frá opinberum aðilum og frjálsum félagasamtökum ferðast til Bakú, þar á meðal þrír frá umhverfissamtökunum Ungum umhverfissinnum og Landvernd. Tinna Hallgrímsdóttir, fulltrúi Seðlabanka Íslands, var áður forseti Ungra umhverfissinna.

Fjölmennasti hópurinn frá Íslandi á ráðstefnunni er tuttugu manna viðskiptasendinefnd. Hún er skipuð fulltrúum orkufyrirtækja, verkfræðistofa og kolefnisbindingarfyrirtækja.

Til viðbótar eru níu sjálfboðaliðar sem vinna í skála á vegun átaks um verndun freðhvolfs jarðar. Ísland fer með formennsku í því átaki ásamt Síle. Sjálfboðaliðarnar sem vinna í skálanum er ungt vísindafólk sem ráðuneytið segir ekki hafa greiðan aðgang að ráðstefnunni nema með skráningu í gegnum aðildarríki loftslagssamningsins. Skýrt sé að sjálfboðaliðarnir komi ekki fram í nafni Íslands.

Þá eru tvö sæti á ráðstefnunni tekin frá fyrir fulltrúa Atlantshafsbandalagsins að beiðni utanríkisráðuneytisins. Ekki kemur fram hverjir þeir verða í svari ráðuneytisins.

Að neðan má sjá nöfn þeirra sem mæta frá Íslandi á COP29:

Opinber sendinefnd:

  • Helga Barðadóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
  • Magnus Agnesar Sigurðsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
  • Stefán Guðmundsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
  • Steinunn Sigurðardóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
  • Elín Björk Jónasdóttir, umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
  • Elín Rósa Sigurðardóttir, utanríkisráðuneyti
  • Maria Erla Marelsdóttir, utanríkisráðuneyti
  • Brynhildur Sörensen, utanríkisráðuneyti
  • Nicole Keller, Umhverfisstofun
  • Viktor Pétur Finnsson, Landssamband ungmennafélaga

Opinberir aðilar og frjáls félagasamtök:

  • Tinna Hallgrímsdóttir, Seðlabankinn
  • Hrefna Guðmundsdóttir, Ungir unghverfissinnar
  • Laura Sólveig Lefort Scheefer, Ungir unghverfissinnar
  • Þorgerður María Þorbjarnardóttir, Landvernd

Viðskiptasendinefnd:

  • Nótt Thorberg, Grænvangur
  • Ríkarður Ríkarðsson, Landsvirkjun
  • Viktoría Alfreðsdóttir, Grænvangur
  • Edda Sif Pind Aradóttir, Carbfix
  • Helga Jóhanna Bjarnadóttir, EFLA
  • Carine Chatenay, Verkís
  • Ólafur Teitur Guðnason, Carbfix
  • Haukur Þór Haraldsson, Verkís
  • Árni Hrannar Haraldsson, Orka náttúrunnar
  • Birta Kristín Helgadóttir, EFLA
  • Bjarni Herrera, Accrona
  • Kristjana María Kristjánsdóttir, CRI
  • Hans Orri Kristjánsson, Grænvangur
  • Caroline Ott, Climeworks
  • Arna Pálsdóttir, OR
  • Hjálmar Helgi Rögnvaldsson, Orka náttúrunnar
  • Lotte Rosenberg, CRI
  • Adrian Matthias Siegrist, Climeworks
  • Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir, Carbfix
  • Snorri Þorkelsson, Orkuveitan
  • Egill Viðarsson, Verkís hf.

Sjálfboðaliðar sem vinna í skála International Cryosphere Initiative

  • Josep María Bonsoms García
  • Shaakir Shabir Dar
  • Christina Sophia Claudia Draeger
  • Amy Diane Imdieke
  • Shivaprakash Muruganandham
  • Arash Rafat
  • Emma Renee Robertson
  • Sarah Elise Sapper
  • Ella Fernie Wood



Fleiri fréttir

Sjá meira


×