Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 09:41 Ásta Kristjánsdóttir, Steinar Ingi Farestveit, Eva Sóldís Bragadóttir, Kristján Eldur Aronsson, Margrét Finnbogadóttir, Anna Signý Guðbjörnsdóttir, Margrét Mist Tindsdóttir, Mariane Sól Úlfarsdóttir Hame og Lína Viðarsdóttir fögnuðu verðlaunum í Berlín. Aðsend „Markmið okkar frá upphafi var að styrkja tæknilega innviði til að efla hringrásarhagkerfið með því að gera viðskipti með elskuð föt auðveld, örugg og skemmtileg,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, stofnandi og eigandi forritsins Regn. Ásta og hennar teymi voru stödd í Berlín um helgina til að taka á móti alþjóðlegu hönnunarverðlaununum Red Dot. „Hönnun og notendaupplifun spilaði lykilhlutverk og því er það svo sannarlega mikið fagnaðarefni. Það var einstök upplifun að taka á móti þessum virtu alþjóðlegu hönnunarverðlaunum hér í Berlín,“ bætir Ásta við. Hópurinn var í skýjunum með þetta allt saman.Aðsend Í fréttatilkynningu segir: „Appið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu um helgina hin alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaun í flokknum Merkja- og samskiptahönnun eða Brands & Communication Design. Red Dot verðlaunin eru ein þau virtustu á sviði hönnunar en alls bárust dómnefndinni umsóknir frá 57 löndum. Fulltrúar Regn og Kolibri voru viðstödd þegar verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Konzerthaus í Berlín. Regn er forrit sem býður notendum að kaupa og selja notuð föt úr sófanum heima og fór í loftið í ágúst á síðasta ári. Nafnið Regn er tilvísun í náttúruna og hringrásina; vatn gufar upp, verður að skýi sem svo rignir niður. Forritið byggir á sömu hringrásarhugmynd þar sem elskaðar flíkur mynda hringrásina.“ Hátíðin var haldin í þessum glæsilega sal.Aðsend Appið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu um helgina hin alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaun.Aðsend View this post on Instagram A post shared by Regn (@regn_app) Tíska og hönnun Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Hönnun og notendaupplifun spilaði lykilhlutverk og því er það svo sannarlega mikið fagnaðarefni. Það var einstök upplifun að taka á móti þessum virtu alþjóðlegu hönnunarverðlaunum hér í Berlín,“ bætir Ásta við. Hópurinn var í skýjunum með þetta allt saman.Aðsend Í fréttatilkynningu segir: „Appið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu um helgina hin alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaun í flokknum Merkja- og samskiptahönnun eða Brands & Communication Design. Red Dot verðlaunin eru ein þau virtustu á sviði hönnunar en alls bárust dómnefndinni umsóknir frá 57 löndum. Fulltrúar Regn og Kolibri voru viðstödd þegar verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Konzerthaus í Berlín. Regn er forrit sem býður notendum að kaupa og selja notuð föt úr sófanum heima og fór í loftið í ágúst á síðasta ári. Nafnið Regn er tilvísun í náttúruna og hringrásina; vatn gufar upp, verður að skýi sem svo rignir niður. Forritið byggir á sömu hringrásarhugmynd þar sem elskaðar flíkur mynda hringrásina.“ Hátíðin var haldin í þessum glæsilega sal.Aðsend Appið Regn og stafræna hönnunarstofan Kolibri hlutu um helgina hin alþjóðlegu Red Dot hönnunarverðlaun.Aðsend View this post on Instagram A post shared by Regn (@regn_app)
Tíska og hönnun Þýskaland Íslendingar erlendis Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira