Fótbolti

Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Héctor Herrera hrækir á Armando Villarreal.
Héctor Herrera hrækir á Armando Villarreal.

Héctor Herrera gerði sig sekan um mikinn dómgreindarbrest þegar lið hans, Houston Dynamo, mætti Seattle Sounders í úrslitakeppni bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta.

Á 65. mínútu gaf dómari leiksins, Armando Villarreal, Herrera gult spjald. Mexíkóinn var ekki sáttur við þessa ákvörðun dómarans og hrækti á hann.

Villarreal virðist ekki hafa tekið eftir hrákanum en hann fór og skoðaði atvikið á myndbandi eftir ábendingu VAR-dómara. Eftir það gaf Villarreal Herrera rauða spjaldið.

Houston kláraði leikinn manni færri. Hann endaði með 1-1 jafntefli en Seattle vann í vítaspyrnukeppni, 7-6, og tryggði sér sæti í næstu umferð úrslitakeppninnar. Herrera og Houston-menn sitja hins vegar eftir með sárt ennið.

Herrera er 34 ára og hefur leikið 105 landsleiki fyrir Mexíkó síðan 2012. Hann gekk í raðir Houston frá Atlético Madrid fyrir tveimur árum. Búast má við því að Herrera fái langt bann fyrir að hrækja á Villarreal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×