Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 07:50 SigurÝur Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Um 92 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja það skipta miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn skapi skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu á næsta kjörtímabili. Um 79 prósent þeirra segja það skipta miklu máli að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að draga úr sköttum og gjöldum á fyrirtæki. Þetta kemur fram í nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins. Þar kemur einnig fram að stjórnendur vilji að stjórnvöld grípi til aðgerða á framboðshlið hagkerfisins og auki þannig samkeppnishæfni þess. Það gæti verið gert, meðal annars, með því að grípa til aðgerða til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði, tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, fjölga iðn- og STEAM-menntuðum á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga í tæknigreinum. Þá vilja stjórnendur iðnfyrirtækja að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að nýframkvæmdir og viðhald innviða tryggi að staða þeirra sé góð og mæti þörfum atvinnulífsins. Þeir vilja einnig að kerfi skattafrádráttar vegna rannsókna og þróunar verði gert varanlegt. Þá vilja þeir að stjórnvöld leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðnaðargreinum. Í greiningunni kemur fram að áherslan á lækkun verðbólgu og vaxta er mikil í öllum greinum iðnaðar en mest í mannvirkjaiðnaði þar sem 98 prósent stjórnenda segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að stjórnvöld leggi áherslu á að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu. Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja að stjórnvöld leggi áherslu á að lækka vexti og verðbólgu, menntamál og að tryggja næga orku.Vísir/Vilhelm Meiri áhersla á orku- og menntamál Annar þáttur framboðshliðar hagkerfisins sem stjórnendur iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eru raforkumálin. 77 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Einungis tæplega fimm prósent telja að það skipti litlu máli. Hlutfall þeirra sem telja þetta mikilvægt er sérstaklega hátt í framleiðsluiðnaði, þar á meðal í orkusæknum iðnaði samkvæmt tilkynningu um málið. Þá leggja stjórnendur í svörum sínum einnig áherslu á menntamál. Ríflega 70 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að fjölga iðn- og STEAM-menntuðum (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins. Þá kemur einnig fram í könnuninni að 67 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í þeirra grein. Tæplega 13 prósent telja það ekki mikilvægt. Hæst er hlutfall þeirra stjórnenda sem telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á þetta í mannvirkjaiðnaði, eða 82 prósent. 111 spurningar til formanna Stjórnendur iðnfyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni voru spurðir ef þeir hefðu möguleika á að koma að einni spurningu til formanna flokkanna, sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum, hver væri hún. Í tilkynningu kemur fram að tillögur að 111 spurningum hafi borist frá stjórnendum. Þær snertu ýmis mál í umhverfi fyrirtækjanna eins og stöðugleika, verðbólgu og vexti, skattamál, tryggingargjald, innviðauppbyggingu, gullhúðun, opinbert eftirlit, húsnæðis- og lóðamál, orkumál, loftslagsmál, nýsköpun og skattahvata rannsókna og þróunar, menntamál og réttindamál. Könnunin var gerð af Outcome fyrir Samtök iðnaðarins meðal félagsmanna SI á tímabilinu 24. október til 1. nóvember 2024. Svarhlutfallið var 22 prósent. Könnunin meðal stjórnenda iðnfyrirtækja innan SI er gerð í tengslum við kosningafund SI sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag kl. 12-13.30. Alþingiskosningar 2024 Orkumál Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Þar kemur einnig fram að stjórnendur vilji að stjórnvöld grípi til aðgerða á framboðshlið hagkerfisins og auki þannig samkeppnishæfni þess. Það gæti verið gert, meðal annars, með því að grípa til aðgerða til að ná jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á húsnæðismarkaði, tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins, fjölga iðn- og STEAM-menntuðum á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins og liðka fyrir komu erlendra sérfræðinga í tæknigreinum. Þá vilja stjórnendur iðnfyrirtækja að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að nýframkvæmdir og viðhald innviða tryggi að staða þeirra sé góð og mæti þörfum atvinnulífsins. Þeir vilja einnig að kerfi skattafrádráttar vegna rannsókna og þróunar verði gert varanlegt. Þá vilja þeir að stjórnvöld leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í iðnaðargreinum. Í greiningunni kemur fram að áherslan á lækkun verðbólgu og vaxta er mikil í öllum greinum iðnaðar en mest í mannvirkjaiðnaði þar sem 98 prósent stjórnenda segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að stjórnvöld leggi áherslu á að skapa skilyrði fyrir lækkun vaxta og verðbólgu. Stjórnendur iðnfyrirtækja vilja að stjórnvöld leggi áherslu á að lækka vexti og verðbólgu, menntamál og að tryggja næga orku.Vísir/Vilhelm Meiri áhersla á orku- og menntamál Annar þáttur framboðshliðar hagkerfisins sem stjórnendur iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eru raforkumálin. 77 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir rekstur þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að tryggja nægt framboð af raforku fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Einungis tæplega fimm prósent telja að það skipti litlu máli. Hlutfall þeirra sem telja þetta mikilvægt er sérstaklega hátt í framleiðsluiðnaði, þar á meðal í orkusæknum iðnaði samkvæmt tilkynningu um málið. Þá leggja stjórnendur í svörum sínum einnig áherslu á menntamál. Ríflega 70 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja segja að það skipti miklu máli fyrir fyrirtæki þeirra að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á að fjölga iðn- og STEAM-menntuðum (vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) á vinnumarkaði í takt við þarfir atvinnulífsins. Þá kemur einnig fram í könnuninni að 67 prósent stjórnenda iðnfyrirtækja telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á eftirlit með starfsemi réttindalausra í þeirra grein. Tæplega 13 prósent telja það ekki mikilvægt. Hæst er hlutfall þeirra stjórnenda sem telja mikilvægt að næsta ríkisstjórn leggi áherslu á þetta í mannvirkjaiðnaði, eða 82 prósent. 111 spurningar til formanna Stjórnendur iðnfyrirtækjanna sem þátt tóku í könnuninni voru spurðir ef þeir hefðu möguleika á að koma að einni spurningu til formanna flokkanna, sem bjóða fram í komandi alþingiskosningum, hver væri hún. Í tilkynningu kemur fram að tillögur að 111 spurningum hafi borist frá stjórnendum. Þær snertu ýmis mál í umhverfi fyrirtækjanna eins og stöðugleika, verðbólgu og vexti, skattamál, tryggingargjald, innviðauppbyggingu, gullhúðun, opinbert eftirlit, húsnæðis- og lóðamál, orkumál, loftslagsmál, nýsköpun og skattahvata rannsókna og þróunar, menntamál og réttindamál. Könnunin var gerð af Outcome fyrir Samtök iðnaðarins meðal félagsmanna SI á tímabilinu 24. október til 1. nóvember 2024. Svarhlutfallið var 22 prósent. Könnunin meðal stjórnenda iðnfyrirtækja innan SI er gerð í tengslum við kosningafund SI sem fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag kl. 12-13.30.
Alþingiskosningar 2024 Orkumál Skóla- og menntamál Samkeppnismál Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira