Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 5. nóvember 2024 12:40 Leikskólinn er við Eggertsgötu og er rekinn af Félagsstofnun stúdenta. Vísir/Einar Búið er að opna leikskólann Mánagarð þar sem kom upp E. coli sýking í síðasta mánuði. Það staðfestir Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta sem rekur leikskólann. Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum, þar af eitt á gjörgæslu. „Við fengum heimild fyrir helgi til að opna í dag,“ segir Guðrún um opnun leikskólans. Hún segir 55 börn í leikskólanum núna af þeim 128 sem eru skráð. Þau börn sem ekki séu í leikskólanum séu enn sum veik, en önnur að bíða eftir niðurstöðu úr greiningu á sýni. Börnin fá nú mat frá Skólamat en fyrir veikindin var maturinn eldaður á staðnum. Matráður skólans sagði upp eftir að veikindin komu upp. Greint var frá því fyrir helgi að uppruni sýkingarinnar hefði verið hakk sem framleitt var hjá Kjarnafæði en niðurstaða rannsóknar Matís leiddi í ljóst að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. Sjá einnig: Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Eitt barn á gjörgæslu Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum og eitt á gjörgæslu vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðasta mánuði. „Þetta er allt að þokast í rétta ár og börnin á batavegi,“ segir Valtýr Stefánsson Thors barnalæknir á Landspítalanum. Hann á von á því, ef allt gengur eftir óskum, að geta útskrifað börnin í þessari og næstu viku. Eftir það verða þau undir eftirliti á bráðamóttöku eða göngudeild Barnaspítalans. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir er bjartsýnn á að geta útskrifað börnin í þessari eða næstu viku.Landspítali Leiðbeiningar um hvenær má fara í skóla Sóttvarnalæknir gaf í gær úr leiðbeiningar til foreldra og forráðamanna um það hvenær þau sem smituðust geti snúið aftur til skóla eða vinnu. Þar kemur fram að smitaðir þurfa að vera einkennalausir í minnst tvo daga og þurfa eftir það að skila saursýni til greiningar og staðfestingar á því að sýkingu sé lokið. Nánar hér. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn börn veik og því sé málinu ekki lokið. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningarnar hafi verið sendir á tengiliði foreldra. „Þetta var mjög alvarlegt og það er tækifæri til að læra af því hvað við getum gert betur varðandi framleiðslu og umgengni við mat. Þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar þó þetta sé sem betur fer mjög sjaldgæft. Þetta var mjög viðkvæmur hópur, svona lítil börn. Það eru auðvitað enn börn veik þannig að því leytinu til er þetta ekki búið,“ segir Guðrún. Þau eigi ekki von á því að fleiri bætist við. Það sé búið að finna uppruna sýkingarinnar og því líklegt að málinu sé lokið að því leytinu til. E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Háskólar Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23 Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. 1. nóvember 2024 16:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
„Við fengum heimild fyrir helgi til að opna í dag,“ segir Guðrún um opnun leikskólans. Hún segir 55 börn í leikskólanum núna af þeim 128 sem eru skráð. Þau börn sem ekki séu í leikskólanum séu enn sum veik, en önnur að bíða eftir niðurstöðu úr greiningu á sýni. Börnin fá nú mat frá Skólamat en fyrir veikindin var maturinn eldaður á staðnum. Matráður skólans sagði upp eftir að veikindin komu upp. Greint var frá því fyrir helgi að uppruni sýkingarinnar hefði verið hakk sem framleitt var hjá Kjarnafæði en niðurstaða rannsóknar Matís leiddi í ljóst að meðhöndlun hakksins á leikskólanum var ekki fullnægjandi með tilliti til hreinlætis. Sjá einnig: Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Eitt barn á gjörgæslu Enn eru tíu börn inniliggjandi á Landspítalanum og eitt á gjörgæslu vegna E. Coli sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði í síðasta mánuði. „Þetta er allt að þokast í rétta ár og börnin á batavegi,“ segir Valtýr Stefánsson Thors barnalæknir á Landspítalanum. Hann á von á því, ef allt gengur eftir óskum, að geta útskrifað börnin í þessari og næstu viku. Eftir það verða þau undir eftirliti á bráðamóttöku eða göngudeild Barnaspítalans. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir er bjartsýnn á að geta útskrifað börnin í þessari eða næstu viku.Landspítali Leiðbeiningar um hvenær má fara í skóla Sóttvarnalæknir gaf í gær úr leiðbeiningar til foreldra og forráðamanna um það hvenær þau sem smituðust geti snúið aftur til skóla eða vinnu. Þar kemur fram að smitaðir þurfa að vera einkennalausir í minnst tvo daga og þurfa eftir það að skila saursýni til greiningar og staðfestingar á því að sýkingu sé lokið. Nánar hér. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn börn veik og því sé málinu ekki lokið. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningarnar hafi verið sendir á tengiliði foreldra. „Þetta var mjög alvarlegt og það er tækifæri til að læra af því hvað við getum gert betur varðandi framleiðslu og umgengni við mat. Þetta getur haft mjög slæmar afleiðingar þó þetta sé sem betur fer mjög sjaldgæft. Þetta var mjög viðkvæmur hópur, svona lítil börn. Það eru auðvitað enn börn veik þannig að því leytinu til er þetta ekki búið,“ segir Guðrún. Þau eigi ekki von á því að fleiri bætist við. Það sé búið að finna uppruna sýkingarinnar og því líklegt að málinu sé lokið að því leytinu til.
E. coli-sýking á Mánagarði Heilbrigðismál Leikskólar Reykjavík Háskólar Matvælaframleiðsla Heilbrigðiseftirlit Tengdar fréttir Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13 Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23 Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. 1. nóvember 2024 16:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri Sjá meira
Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Amma barns af leikskólanum Mánagarði segir hræðilegt að horfa upp á veikindi barnsins, sem liggur enn á spítala vegna E.coli-hópsýkingar á leikskólanum. Foreldrar barnsins séu hræddir og bugaðir. Barn sem smitaðist fyrir fimm árum er enn að glíma við eftirköst af E.coli-sýkingu. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30 í opinni dagskrá. 3. nóvember 2024 18:13
Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Þrjú börn eru enn á gjörgæslu á Landspítalanum vegna E.coli-sýkingar sem kom upp á leikskólanum Mánagarði. Eitt barnið er í öndunarvél. Sjö börn til viðbótar liggja inni á almennri deild vegna sýkingarinnar. 2. nóvember 2024 14:23
Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Amma fjögurra ára drengs sem hefur barist fyrir lífi sínu undanfarnar tvær vikur segir nauðsynlegt að fram fari ítarleg rannsókn á því hvað olli sýkingu á leikskólanum Mánagarði. Draga þurfi lærdóm af sýkingunni og tryggja að svona lagað gerist aldrei aftur. 1. nóvember 2024 16:14