„Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 15:58 Hildur Knútsdóttir birti ársuppgjör sitt fyrir bóksölu. Vísír/Anton Brink Barnabókahöfundur birti uppgjör sitt fyrir bóksölu síðasta árs. Mikill munur er á greiðslum fyrir bóksölu og spilun á streymisveitunni Storytel. Hún segir rithöfunda verða að reiða sig á listamannalaun en þau séu alls ekki nóg. „Listamannalaun eru grundvöllur fyrir því að ég geti skrifað bækur,“ segir Hildur Knútsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún birti uppgjör sitt fyrir bókasölu árið 2023 á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt því fékk hún rétt rúmar 1,6 milljón krónur fyrir bóksölu. „Ég held að ég sé líklega söluhæsti ungmennabókahöfundur landsins, að minnsta kosti sum ár og ég er með baklista sem er enn að seljast. Og hérna er höfundauppgjörið mitt fyrir síðasta ár. Ég fékk rétt rúma eina og hálfa milljón, í verktakagreiðslur,“ skrifar Hildur í færslunni. „Ef við viljum að börn hafi aðgang að vönduðum bókum á íslensku þá verðum við sem skrifum þær að fá listamannalaun, því annars er bara ekki séns að lifa á þessu.“ 600 króna munur á bók og streymi Hildur vekur athygli á því í færslunni hversu lítið höfundur fær fyrir hverja hlustun á bók hennar á streymisveitunni Storytel. Útreikningur blaðamanns leiðir í ljós að Hildur fær greiddar 697,3 krónur fyrir hvert innbundið selt eintak af Ljóninu, barnabók Hildar. Ef fjárfest er í bókinni á heimasíðu Forlagsins í streymi fær Hildur 423,75 krónur. Þá fær hún 100,5 krónur greiddar í hvert skipti sem bókinni er streymt á streymisveitunni Storytel. Munurinn á seldri bók og spilun eru því 596,8 krónur. Tekjur af seldri bók eru því sjö sinnum meiri en af spilun. Hildur birtir uppgjör sitt sem höfundur hjá Forlaginu árið 2023. Tekjurnar voru 1,6 milljónir króna. „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel,“ segir Hildur. „Ég held að margir sem eru að hlusta á bækur halda að höfundar fái sirka jafn mikið þegar þeir hlusta og þegar þeir kaupa bækur.“ Raunin sé ekki sú heldur bendir Hildur á að rithöfundar fá ótrúlega lítið fyrir hverja spilun. „Fólk sem telur að höfundar ættu að geta lifað á bóksölu geri sér ekki grein fyrir því hvernig markaðurinn er. Þetta er sama fólkið sem hefur áhyggjur af íslenskunni og vill að það séu til bækur á íslensku fyrir börnin þeirra.“ Alltaf óvissa fyrir næsta ár „Það gæti enginn skrifað barna- og ungmennabækur ef það væru ekki listamannalaun,“ segir Hildur. Samt sem áður er ekki hægt að lifa einungis af á listamannalaununum. Hildur hefur fengið tólf mánuði af listamannalaunum úthlutað ár hvert síðan 2021 en tekur aukalega að sér verkefni yfir árið til að ná endum saman. „Þetta eru bara einhverjir tíuþúsundkallar sem ég fæ fyrir bóksölu ef maður dreifir því á árið.“ Hildur segir að það vakni alltaf áhyggjur varðandi úthlutun hvert ár. Óvissan ríkir hjá rithöfundum en úthlutun fyrir næsta ár hefur ekki verið birt. Tilkynnt var um listamannalaun fyrir yfirstandandi ár í byrjun desember í fyrra. „Ég hef ekki hugmynd um hvort að ég fái listamannalaun á næsta ári, það gæti vel verið að ég fái þau ekki.“ Hvorki starfsöryggi né uppsagnarfrestur Ýmsir rithöfundar hafa brugðist við færslu Hildar. Elísabet Thoroddsen segir að sem nýliði hugsi hún oft hvort að það sé þess virði að halda áfram að skrifa bækur. Andri Snær Magnason bendir á að 500 þúsund króna verktakagreiðslurnar sem listamenn fá endi í rúmum 355 þúsund krónum eftir skatta. Það sé helmingi minna en kennarar fá greitt. Starfsöryggi sé ekki neitt og sömuleiðis enginn uppsagnarfrestur. Þá segir hann að sjötíu íslenskir höfundar skipti með sér 270 milljónum en sú upphæð sé jafn há og laun fyrir um það bil fimmtán framhaldsskólakennara. Menning Listamannalaun Bókmenntir Tengdar fréttir Þessir fá listamannalaun 2024 Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2024. 4. desember 2023 14:06 Auka við listamannalaun í fyrsta sinn í fimmtán ár Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009. 22. júní 2024 14:43 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Listamannalaun eru grundvöllur fyrir því að ég geti skrifað bækur,“ segir Hildur Knútsdóttir í samtali við fréttastofu. Hún birti uppgjör sitt fyrir bókasölu árið 2023 á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt því fékk hún rétt rúmar 1,6 milljón krónur fyrir bóksölu. „Ég held að ég sé líklega söluhæsti ungmennabókahöfundur landsins, að minnsta kosti sum ár og ég er með baklista sem er enn að seljast. Og hérna er höfundauppgjörið mitt fyrir síðasta ár. Ég fékk rétt rúma eina og hálfa milljón, í verktakagreiðslur,“ skrifar Hildur í færslunni. „Ef við viljum að börn hafi aðgang að vönduðum bókum á íslensku þá verðum við sem skrifum þær að fá listamannalaun, því annars er bara ekki séns að lifa á þessu.“ 600 króna munur á bók og streymi Hildur vekur athygli á því í færslunni hversu lítið höfundur fær fyrir hverja hlustun á bók hennar á streymisveitunni Storytel. Útreikningur blaðamanns leiðir í ljós að Hildur fær greiddar 697,3 krónur fyrir hvert innbundið selt eintak af Ljóninu, barnabók Hildar. Ef fjárfest er í bókinni á heimasíðu Forlagsins í streymi fær Hildur 423,75 krónur. Þá fær hún 100,5 krónur greiddar í hvert skipti sem bókinni er streymt á streymisveitunni Storytel. Munurinn á seldri bók og spilun eru því 596,8 krónur. Tekjur af seldri bók eru því sjö sinnum meiri en af spilun. Hildur birtir uppgjör sitt sem höfundur hjá Forlaginu árið 2023. Tekjurnar voru 1,6 milljónir króna. „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel,“ segir Hildur. „Ég held að margir sem eru að hlusta á bækur halda að höfundar fái sirka jafn mikið þegar þeir hlusta og þegar þeir kaupa bækur.“ Raunin sé ekki sú heldur bendir Hildur á að rithöfundar fá ótrúlega lítið fyrir hverja spilun. „Fólk sem telur að höfundar ættu að geta lifað á bóksölu geri sér ekki grein fyrir því hvernig markaðurinn er. Þetta er sama fólkið sem hefur áhyggjur af íslenskunni og vill að það séu til bækur á íslensku fyrir börnin þeirra.“ Alltaf óvissa fyrir næsta ár „Það gæti enginn skrifað barna- og ungmennabækur ef það væru ekki listamannalaun,“ segir Hildur. Samt sem áður er ekki hægt að lifa einungis af á listamannalaununum. Hildur hefur fengið tólf mánuði af listamannalaunum úthlutað ár hvert síðan 2021 en tekur aukalega að sér verkefni yfir árið til að ná endum saman. „Þetta eru bara einhverjir tíuþúsundkallar sem ég fæ fyrir bóksölu ef maður dreifir því á árið.“ Hildur segir að það vakni alltaf áhyggjur varðandi úthlutun hvert ár. Óvissan ríkir hjá rithöfundum en úthlutun fyrir næsta ár hefur ekki verið birt. Tilkynnt var um listamannalaun fyrir yfirstandandi ár í byrjun desember í fyrra. „Ég hef ekki hugmynd um hvort að ég fái listamannalaun á næsta ári, það gæti vel verið að ég fái þau ekki.“ Hvorki starfsöryggi né uppsagnarfrestur Ýmsir rithöfundar hafa brugðist við færslu Hildar. Elísabet Thoroddsen segir að sem nýliði hugsi hún oft hvort að það sé þess virði að halda áfram að skrifa bækur. Andri Snær Magnason bendir á að 500 þúsund króna verktakagreiðslurnar sem listamenn fá endi í rúmum 355 þúsund krónum eftir skatta. Það sé helmingi minna en kennarar fá greitt. Starfsöryggi sé ekki neitt og sömuleiðis enginn uppsagnarfrestur. Þá segir hann að sjötíu íslenskir höfundar skipti með sér 270 milljónum en sú upphæð sé jafn há og laun fyrir um það bil fimmtán framhaldsskólakennara.
Menning Listamannalaun Bókmenntir Tengdar fréttir Þessir fá listamannalaun 2024 Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2024. 4. desember 2023 14:06 Auka við listamannalaun í fyrsta sinn í fimmtán ár Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009. 22. júní 2024 14:43 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Þessir fá listamannalaun 2024 Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2024. 4. desember 2023 14:06
Auka við listamannalaun í fyrsta sinn í fimmtán ár Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009. 22. júní 2024 14:43