Stöð 2 Sport 2
Klukkan 17.35 hefst bein útsending frá Tyrklandi þar sem Galatasaray tekur á móti Tottenham Hotspur í Evrópudeildinni.
Klukkan 19.50 er leikur Viktoria Plzen og Real Sociedad á dagskrá. Orri Steinn Óskarsson leikur með Sociedad.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 17.35 er leikur Olympiacos og Rangers í Evrópudeildinni á dagskrá. Klukkan 19.50 er leikur Ajax og Maccabi Tel-Aviv í Evrópudeildinni á dagskrá. Kristian Nökkvi Hlynsson leikur með Ajax.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 19.50 hefst útsending frá Kaupmannahöfn þar sem heimamenn í FCK taka á móti İstanbul Başakşehir í Sambandsdeildinni. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson leikur með FCK.
Á miðnætti hefst Lotte Championship-mótið í golfi. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 14.10 hefst upphitun fyrir leik Víkings og Borac í Sambandsdeildinni. Leikurinn sjálfur hefst 14.30 og hann verður svo gerður upp klukkan 16.30.
Vodafone Sport
Klukkan 17.35 tekur Gent á móti Omonia í Sambandsdeild Evrópu. Andri Lucas Guðjohnsen leikur með Gent.
Klukkan 19.50 færum við okkur til Old Trafford þar sem heimamenn í Manchester United mæta PAOK frá Grikklandi.
Klukkan 00.05 er leikur Bruins og Flames í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.