Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 11:30 Ég átti einu sinni ömmu. Sonur minn kallar hana „ömmu mína sem er dáin“ sem hún vissulega er. Hún dó áður en hann fæddist en það er glæsileg mynd af henni á heimili okkar og hún er stundum rædd. Þá segi ég frá minningum mínum um hana - til dæmis að hún var alltaf með bleika mjúka mottu í kringum klósettið og aðra í stíl ofan á klósettsetunni. Baðherbergið hennar var mjög skreytt og greinilegt að hún lagði mikla áherslu á að fegra það sem hægt var, meira að segja Gustavsberg. Hún átti líka alltaf Toffypops kex í búrinu og sagði alltaf já þegar ég bað um kex. Hún keyrði um á eplarauðum settlegum frúarbíl sem var einhvern veginn alltaf nýbónaður og garðurinn hennar var á stærð við fótboltavöll. Sonur minn sér ömmu sína eflaust fyrir sér í lifandi lífi sem einhverskonar hefðarfrú úr sögubók. En sko, þetta er sama amma og bað mig um að tala aldrei við menn með klút á höfðinu þegar ég bjó erlendis. Sama amma og kleip reglulega í síðuna á mér, leit mig hornauga og minnti mig á að konur ættu að passa upp á holdafar sitt. Sama amma og missti manninn sinn af slysförum og fékk ekki hjálp fagaðila til þess að takast á við lífið sem ekkja. Sama amma og hvíslaði að mér á dánarbeðinu að ég þyrfti að lofa henni því að kjósa aldrei neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sama amma og missti son sinn í fæðingu og þurfti að lifa með sorg sinn í þögn því það var ekkert annað í boði en að harka af sér. Sama amma og kallaði manninn minn og síðar barnsföður alltaf vin minn, því hann var ekki af merkilegum ættum og henni fannst ég „geta betur.“ Við sonur minn höfum mjög ólíka sýn á ömmu mína. Hans hugmynd er draumkennd þar sem rignir kexi. Mín hugmynd er raunverulegri. Amma var sú manneskja sem ég leitaði mest til og var minn trúnaðarvinur allt til dauðadags. Það breyttist bara svo margt á meðan hún lifði. Við fæddumst á sömu öld en í allt öðrum heimi. Gildismat hennar og sýn á lífið mótaðist af því hvernig samfélagið var þegar hún var að alast upp. Það ríkti mikill ójöfnuður, Ísland var mjög einangrað land þar sem efnahagsleg stéttaskipting var mikil og frændhygli réð ríkjum. Karlar áttu öll tækifærin, konur áttu að ala börn og hlýða. Lífslíkur voru minni og mikil þöggun ríkti um ofbeldismál. Vöggustofur, barnaheimili og uppeldisheimili voru víða um land, því einhversstaðar þurftu óþekku krakkarnir að vera og helst ekki vera heima hjá sér. Upptalningin að ofan er ekki skrifuð til þess að varpa skugga á líf ömmu. Hún er áminning um að það er verið að kasta ryki í augun á okkur kjósendum þegar talað er um að það sé þörf á því að fá aftur gamla góða Ísland. Það er nefnilega ekki svo að allt gamalt sé gott. Margt gamalt eldist nefnilega illa og er best geymt í fortíðinni. Horfum til framtíðar, krefjumst breytinga á því sem virkar illa og hugsum um Ísland sem land næstu kynslóða, en ekki land ömmu minnar sem er dáin. Höfundur er móðir sem horfir til framtíðar og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Ég átti einu sinni ömmu. Sonur minn kallar hana „ömmu mína sem er dáin“ sem hún vissulega er. Hún dó áður en hann fæddist en það er glæsileg mynd af henni á heimili okkar og hún er stundum rædd. Þá segi ég frá minningum mínum um hana - til dæmis að hún var alltaf með bleika mjúka mottu í kringum klósettið og aðra í stíl ofan á klósettsetunni. Baðherbergið hennar var mjög skreytt og greinilegt að hún lagði mikla áherslu á að fegra það sem hægt var, meira að segja Gustavsberg. Hún átti líka alltaf Toffypops kex í búrinu og sagði alltaf já þegar ég bað um kex. Hún keyrði um á eplarauðum settlegum frúarbíl sem var einhvern veginn alltaf nýbónaður og garðurinn hennar var á stærð við fótboltavöll. Sonur minn sér ömmu sína eflaust fyrir sér í lifandi lífi sem einhverskonar hefðarfrú úr sögubók. En sko, þetta er sama amma og bað mig um að tala aldrei við menn með klút á höfðinu þegar ég bjó erlendis. Sama amma og kleip reglulega í síðuna á mér, leit mig hornauga og minnti mig á að konur ættu að passa upp á holdafar sitt. Sama amma og missti manninn sinn af slysförum og fékk ekki hjálp fagaðila til þess að takast á við lífið sem ekkja. Sama amma og hvíslaði að mér á dánarbeðinu að ég þyrfti að lofa henni því að kjósa aldrei neitt annað en Sjálfstæðisflokkinn. Sama amma og missti son sinn í fæðingu og þurfti að lifa með sorg sinn í þögn því það var ekkert annað í boði en að harka af sér. Sama amma og kallaði manninn minn og síðar barnsföður alltaf vin minn, því hann var ekki af merkilegum ættum og henni fannst ég „geta betur.“ Við sonur minn höfum mjög ólíka sýn á ömmu mína. Hans hugmynd er draumkennd þar sem rignir kexi. Mín hugmynd er raunverulegri. Amma var sú manneskja sem ég leitaði mest til og var minn trúnaðarvinur allt til dauðadags. Það breyttist bara svo margt á meðan hún lifði. Við fæddumst á sömu öld en í allt öðrum heimi. Gildismat hennar og sýn á lífið mótaðist af því hvernig samfélagið var þegar hún var að alast upp. Það ríkti mikill ójöfnuður, Ísland var mjög einangrað land þar sem efnahagsleg stéttaskipting var mikil og frændhygli réð ríkjum. Karlar áttu öll tækifærin, konur áttu að ala börn og hlýða. Lífslíkur voru minni og mikil þöggun ríkti um ofbeldismál. Vöggustofur, barnaheimili og uppeldisheimili voru víða um land, því einhversstaðar þurftu óþekku krakkarnir að vera og helst ekki vera heima hjá sér. Upptalningin að ofan er ekki skrifuð til þess að varpa skugga á líf ömmu. Hún er áminning um að það er verið að kasta ryki í augun á okkur kjósendum þegar talað er um að það sé þörf á því að fá aftur gamla góða Ísland. Það er nefnilega ekki svo að allt gamalt sé gott. Margt gamalt eldist nefnilega illa og er best geymt í fortíðinni. Horfum til framtíðar, krefjumst breytinga á því sem virkar illa og hugsum um Ísland sem land næstu kynslóða, en ekki land ömmu minnar sem er dáin. Höfundur er móðir sem horfir til framtíðar og er í 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar