Fótbolti

Ragnar ráðinn til AGF

Aron Guðmundsson skrifar
Ragnar Sigurðsson, á hliðarlínunni sem þjálfari Fram á sínum tíma.
Ragnar Sigurðsson, á hliðarlínunni sem þjálfari Fram á sínum tíma. Vísir/Anton Brink

Ragnar Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari undir sautján ára liðs AGF í Danmörku. 

Þetta staðfestir danska félagið í fréttatilkynningu á vefsíðu sinni í dag en Ragnar tekur við þjálfun liðsins af Nicklas Backman sem hverfur til annarra starfa hjá aðalliði félagsins. 

„Við höfum átt mjög góðar viðræður þar sem að Ragnar hefur meðal annars heimsótt félagið með fjölskyldu sinni. Þetta er stórt og reynslumikið nafn. Fyrrverandi leikmaður sem hefur spilað á hæsta gæðastigi og getur komið með margt að borðinu. 

Ragnar, sem var aðstoðarþjálfari HK á nýafstöðnu tímabili í Bestu deildinni, hefur störf hjá AGF þann 1.janúar á næsta ári. 

Þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður Íslands þekkir sig vel í Danmörku en hann var á sínum tíma leikmaður FC Kaupmannahafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×