Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2024 07:55 Lögregla hafði þegar handtekið nokkurn fjölda á Dam-torgi í aðdraganda leiksins. AP Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og á sjöunda tug manna hafa verið handteknir eftir að óeirðarseggir réðust á stuðningsmenn ísraelska fótboltaliðsins Maccabi Tel Avív í Amsterdam í Hollandi í gærkvöldi. AP greinir frá þessu og hefur eftir talsmönnum hollenskra yfirvalda. Mikil spenna var á götum borgarinnar, sérstaklega við Dam-torg í miðborginni, vegna komu Ísraelsmanna til borgarinnar í tengslum við fótboltaleik Ajax og Maccabi Tel Avív í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Rúmt ár er nú frá því að Ísraelar hófu árásir á Gasa í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas 7. október 2023, og hafa þær staðið nánast linnulaust síðan. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna og er eyðileggingin á Gasa gríðarmikil. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í morgun að senda skyldi tvær flugvélar til Amsterdam til að koma ísraelskum stuðningsmönnum úr landi, en síðar var tilkynnt að leitast yrði eftir því að koma þeim úr landi með venjulegu farþegaflugi. Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur fordæmt árásirnar í Amsterdam sem hafi stjórnast af gyðingahatri og þá hefur Ísraelsher lýst atvikunum sem „alvarlegum og ofbeldisfullum“ árásum sem hafi beinst gegn Ísraelum. Í frétt BBC segir að Schoof hafi með hryllingi fylgst með málinu og að hann hafi rætt við Netanjahú og sagt að árásarmennirnir myndu finnast og þeir verða ákærðir. BBC segir frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst myndbönd sem virðast sýna árásir á ísraelska stuðningsmenn en einnig af Ísraelum þar sem hrópuð eru slagorð gegn Palestínumönnum og palestínskir fánar rifnir niður. Isaac Herzog Ísraelsforseti lýsti árásunum sem „pogrom“, hugtak sem notað er undir skipulagða hatursglæpi gegn gyðingum. Leik Ajax og Maccabi Tel Avív lauk með 5-0 sigri Ajax. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Holland Evrópudeild UEFA Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira
AP greinir frá þessu og hefur eftir talsmönnum hollenskra yfirvalda. Mikil spenna var á götum borgarinnar, sérstaklega við Dam-torg í miðborginni, vegna komu Ísraelsmanna til borgarinnar í tengslum við fótboltaleik Ajax og Maccabi Tel Avív í Evrópudeildinni í gærkvöldi. Rúmt ár er nú frá því að Ísraelar hófu árásir á Gasa í kjölfar hryðjuverkaárásar Hamas 7. október 2023, og hafa þær staðið nánast linnulaust síðan. Tugir þúsunda Palestínumanna hafa látið lífið í árásum Ísraelsmanna og er eyðileggingin á Gasa gríðarmikil. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, fyrirskipaði í morgun að senda skyldi tvær flugvélar til Amsterdam til að koma ísraelskum stuðningsmönnum úr landi, en síðar var tilkynnt að leitast yrði eftir því að koma þeim úr landi með venjulegu farþegaflugi. Dick Schoof, forsætisráðherra Hollands, hefur fordæmt árásirnar í Amsterdam sem hafi stjórnast af gyðingahatri og þá hefur Ísraelsher lýst atvikunum sem „alvarlegum og ofbeldisfullum“ árásum sem hafi beinst gegn Ísraelum. Í frétt BBC segir að Schoof hafi með hryllingi fylgst með málinu og að hann hafi rætt við Netanjahú og sagt að árásarmennirnir myndu finnast og þeir verða ákærðir. BBC segir frá því að á samfélagsmiðlum hafi birst myndbönd sem virðast sýna árásir á ísraelska stuðningsmenn en einnig af Ísraelum þar sem hrópuð eru slagorð gegn Palestínumönnum og palestínskir fánar rifnir niður. Isaac Herzog Ísraelsforseti lýsti árásunum sem „pogrom“, hugtak sem notað er undir skipulagða hatursglæpi gegn gyðingum. Leik Ajax og Maccabi Tel Avív lauk með 5-0 sigri Ajax. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Holland Evrópudeild UEFA Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Fleiri fréttir Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Sjá meira