Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Bjarki Sigurðsson skrifar 8. nóvember 2024 14:38 Njáll Trausti Friðbertsson er formaður fjárlaganefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda og tryggja ríkissjóði meiri tekjur úr vegakerfinu. Breytingin er afar umdeild, þá sérstaklega fyrirkomulagið. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Breytingin átti að taka gildi um áramótin en útlit er fyrir að svo verði ekki að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ segir Njáll Trausti. Skatturinn sendi tilkynningu á bifreiðaeigendur í gær um að þeir gætu farið að skrá kílómetrastöðuna. Tilkynningin kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysis bílaleigu, vakti athygli á tilkynningu skattsins og taldi til marks um að kílómetragjaldinu hefði verið komið á án þess að frumvarp þess efnis hefði farið í gegnum þingið. „Ánægjulegt að sjá svona bersýnilega hvernig opinberir embættismenn geta bara vaðið áfram burt sé frá því hvað er búið að leiða í lög og hvað ekki,“ sagði Ásgeir Elvar í færslu á Facebook. Nýtt þing verði að afgreiða málið sem fyrst Tilkynningin kom Njáli Trausta sömuleiðis á óvart og hann vill að Skatturinn sendi út annan póst og staðan sé útskýrð. „Pólitíkin hefur ekki klárað málið þannig að það þarf að halda þessu algjörlega til haga við fólkið í landinu,“ segir Njáll Trausti. Mikilvægt sé að nýtt þing afgreiði málið sem fyrst. „Við þekkjum öll þetta vandamál og það hefur verið margbent á það að vegakerfið er víða að grottna niður, það þolir ekki þá miklu flutninga sem eru víða. Við þurfum að gera miklu betur,“ segir Njáll Trausti. Bensín og olía Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Alþingi Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Kílómetragjaldið á að koma í stað olíu- og bensíngjalda og tryggja ríkissjóði meiri tekjur úr vegakerfinu. Breytingin er afar umdeild, þá sérstaklega fyrirkomulagið. Greiða átti 6,7 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra af ökutækjum með heildarþyngd 3.500 kíló eða minna. Gagnrýnt hefur verið að ökumenn minni ökutækja, til dæmis mótorhjóla, greiði sömu krónutölu og þeir sem aka um á stórum jeppum, svo sem Toyota Land Cruiser. Breytingin átti að taka gildi um áramótin en útlit er fyrir að svo verði ekki að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns fjárlaganefndar Alþingis. „Miðað við samtöl við þingmenn, þá fundi sem við höfum setið og umræður í gær eru þingmenn það ósammála um hvernig eigi að standa að málinu og klára það. Þannig ég held að það besta í stöðunni sé að nýtt þing og ný ríkisstjórn fari í að klára þetta mál,“ segir Njáll Trausti. Skatturinn sendi tilkynningu á bifreiðaeigendur í gær um að þeir gætu farið að skrá kílómetrastöðuna. Tilkynningin kom mörgum spánskt fyrir sjónir. Ásgeir Elvar Garðarsson, framkvæmdastjóri Geysis bílaleigu, vakti athygli á tilkynningu skattsins og taldi til marks um að kílómetragjaldinu hefði verið komið á án þess að frumvarp þess efnis hefði farið í gegnum þingið. „Ánægjulegt að sjá svona bersýnilega hvernig opinberir embættismenn geta bara vaðið áfram burt sé frá því hvað er búið að leiða í lög og hvað ekki,“ sagði Ásgeir Elvar í færslu á Facebook. Nýtt þing verði að afgreiða málið sem fyrst Tilkynningin kom Njáli Trausta sömuleiðis á óvart og hann vill að Skatturinn sendi út annan póst og staðan sé útskýrð. „Pólitíkin hefur ekki klárað málið þannig að það þarf að halda þessu algjörlega til haga við fólkið í landinu,“ segir Njáll Trausti. Mikilvægt sé að nýtt þing afgreiði málið sem fyrst. „Við þekkjum öll þetta vandamál og það hefur verið margbent á það að vegakerfið er víða að grottna niður, það þolir ekki þá miklu flutninga sem eru víða. Við þurfum að gera miklu betur,“ segir Njáll Trausti.
Bensín og olía Bílar Skattar og tollar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Orkuskipti Alþingi Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira