Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2024 14:44 Vefmyndavélum hefur verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. Vísir/Vilhelm Lítil skjálftavirkni hefur verið á Sundhnúksgígaröðinni í kjölfar skjálftahrinunnar sem varð aðfararnótt síðastliðins mánudags. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80 prósent af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að vefmyndavélum hafi verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. „Aðfararnótt mánudagsins 4. nóvember mældist skammvinn jarðskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni. Síðan þá hefur jarðskjálftavirkni þar verið lítil og eingöngu fimm smáskjálftar mælst eftir hrinuna. Þó er líklegt að mikið hvassviðri síðustu daga hafi haft áhrif á getu jarðskjálftakerfisins til að nema allra smæstu skjálftana á svæðinu. Landris og kvikusöfnun í Svartsengi heldur áfram. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn .Ef hraði kvikusöfnunar helst óbreyttur styttist í að kvikumagnið undir Svartsengi verði sambærilegt því sem hafði safnast þegar síðasta kvikuhlaup varð og eldgos hófst. Veðurstofan reiknar þó með að meira magn þurfi nú að safnast fyrir undir Svartsengi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Línurit sem sýnir þróun kvikusöfnunar og áætlað heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá 25. október. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn.Veðurstofan Vefmyndavélum fjölgað til að vakta umbrotasvæðið Veðurstofan hefur sett upp tvær nýjar vefmyndavélar. Nýju myndavélarnar eru staðsettar við norður og suðurenda umbrotasvæðsins, á Litla-Skógfelli í norðri og Húsafjalli í suðri. Stefnt er að því að setja upp tvær vefmyndavélar til viðbótar á næstunni. Þetta er gert til að geta vaktað betur mögulegar gosopnanir og hraunflæði ef til eldgoss kæmi, en heildarlengd þess svæðis á Sundhnúksgígaröðinni þar sem líklegt er að gossprungur opnist er um 9 km,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þar segir að vefmyndavélum hafi verið fjölgað til að fylgjast betur með gossprungum og hraunflæði. „Aðfararnótt mánudagsins 4. nóvember mældist skammvinn jarðskjálftahrina á Sundhnúksgígaröðinni. Síðan þá hefur jarðskjálftavirkni þar verið lítil og eingöngu fimm smáskjálftar mælst eftir hrinuna. Þó er líklegt að mikið hvassviðri síðustu daga hafi haft áhrif á getu jarðskjálftakerfisins til að nema allra smæstu skjálftana á svæðinu. Landris og kvikusöfnun í Svartsengi heldur áfram. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn .Ef hraði kvikusöfnunar helst óbreyttur styttist í að kvikumagnið undir Svartsengi verði sambærilegt því sem hafði safnast þegar síðasta kvikuhlaup varð og eldgos hófst. Veðurstofan reiknar þó með að meira magn þurfi nú að safnast fyrir undir Svartsengi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Línurit sem sýnir þróun kvikusöfnunar og áætlað heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá 25. október. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú um það bil 80% af því sem safnaðist áður en fór að gjósa 22. ágúst síðastliðinn.Veðurstofan Vefmyndavélum fjölgað til að vakta umbrotasvæðið Veðurstofan hefur sett upp tvær nýjar vefmyndavélar. Nýju myndavélarnar eru staðsettar við norður og suðurenda umbrotasvæðsins, á Litla-Skógfelli í norðri og Húsafjalli í suðri. Stefnt er að því að setja upp tvær vefmyndavélar til viðbótar á næstunni. Þetta er gert til að geta vaktað betur mögulegar gosopnanir og hraunflæði ef til eldgoss kæmi, en heildarlengd þess svæðis á Sundhnúksgígaröðinni þar sem líklegt er að gossprungur opnist er um 9 km,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Viðbragð Veðurstofunnar var virkjað í stuttan tíma í nótt vegna mögulegs kvikuhlaups. Almannavörnum var tilkynnt um málið. Um hálftíma síðar var þó komið í ljós að ekki var um kvikuhlaup að ræða. Nokkuð þétt skjálftavirkni var á milli tvö og þrjú við Stóra-Skógfell og Sýlingarfell. 4. nóvember 2024 07:08