Íslenski boltinn

Fer til Eyja og fetar í fót­spor föður síns

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þorlákur Árnason og Arnór Ingi.
Þorlákur Árnason og Arnór Ingi. ÍBV

Bakvörðurinn Arnór Ingi Kristinsson er genginn í raðir ÍBV og mun spila með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð.

Arnór Ingi yfirgaf Leikni Reykjavík í síðustu viku en hann hefur á mála hjá félaginu frá 2020 ef frá er talinn stuttur tími hjá Val árið 2022.

Arnór Ingi er 23 ára gamall og á að baki 31 leik í efstu deild og 55 í Lengjudeildinni. Hann er annar leikmaðurinn sem ÍBV, nýliðar í Bestu deild karla á næstu leiktíð, fá til liðs við sig eftir að tilkynnt var að Þorlákur Árnason myndi stýra liðinu á komandi leiktíð. Hinn leikmaðurinn er framherjinn Omar Sowe sem kom einnig frá Leikni Reykjavík.

Með því að færa sig um set og spila í Vestmannaeyjum fetar Arnór Ingi í fótspor föður síns, Kristins Inga Lárussonar. Sá lék með ÍBV árið 1998 og var í lykilhlutverki þegar Eyjamenn stóðu uppi sem Íslands- og bikarmeistarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×