Innlent

Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grinda­víkur

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir á Stöð 2 í kvöld. Vilhelm

Nýtt myndefni frá erlendum dýraverndunarsamtökum sýnir þegar veist er að fylfullum hryssum við blóðtöku með höggum og spörkum. Í kvöldfréttum verður rætt við íslenskan dýraverndunarsinna, sem segir myndefnið sýna ljótan veruleikann.

Tugir þúsunda mótmæltu í Valensía á Spáni í gærkvöld vegna viðbragðsleysis stjórnvalda eftir mannskæð flóð. Óeirðir brutust út og kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu.

Í dag er eitt ár frá því að Grindavík var rýmd vegna jarðhræringa og kvikugangur myndaðist undir bænum. Bæjarstjórinn segir Grindvíkinga aldrei geta litið á þennan dag með gleði. Við kíktum til Grindavíkur.

Hundum og eigendum þeirra var boðið á sérstaka hundasýningu í Bíó paradís í dag. Óhætt er að segja að þar hafi verið mikil gleði.

Við verðum  í beinni útsendingu frá bakaríinu í IKEA, þar sem bakarar standa sveittir yfir pottunum að steikja kleinur. Í dag er kleinudagurinn, sem er haldinn í fjórða sinn. Viðtökurnar hafa verið stórgóðar að sögn yfirbakara.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×