Fótbolti

Arf­taki De Rossi entist í að­eins átta leiki

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atvinnulaus.
Atvinnulaus. EPA-EFE/RICCARDO ANTIMIANI

Arftaki Daniele De Rossi hjá Roma í Serie A, efstu deild ítalska karlafótboltans, hefur verið látinn fara eftir aðeins 12 leiki í starfi. Kornið sem fyllti mælinn var tap liðsins á heimavelli gegn Bologna.

De Rossi, goðsögn hjá félaginu, tók við stjórnartaumunum eftir að José Mourinho var látinn fara. De Rossi var hins vegar sparkað eftir að Roma hafði aðeins náð í þrjú stig í fyrstu fjórum umferðum Serie A á leiktíðinni.

Í hans stað kom Ivan Jurić en nú, átta leikjum síðar, er Jurić einnig horfinn á braut. Króatanum tókst engan veginn að breyta gengi liðsins og eftir 3-2 tap á heimavelli gegn Bologna er Roma í 12. sæti með 13 stig.

Í yfirlýsingu félagsins er Jurić þakkað fyrir góð störf við erfiðar kringumstæður. Félagið sé þegar byrjað að leita að nýjum aðalþjálfara og það megi búast við yfirlýsingu þess efnis á næstu dögum.

Önnur úrslit




Fleiri fréttir

Sjá meira


×