Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 20:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mál sem hefur verið fjallað um í Heimildinni um stöðuveitingu þingmanns hugarburð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og son Jóns Gunnarssonar. Þar kom fram að Jón hafi sett fram kröfu á forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson sagði í kvöldfréttum í gær að málið ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þess. Segist aðeins hafa verið með vangaveltur Gunnar Bergmann sonur Jóns sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa hitt huldumanninn svokallaða 31. október á Reykjavík Edition hóteli í þeim tilgangi að ræða um stór fasteignaviðskipti á atvinnuhúsnæði. Samtalið hafi borist að hvalveiðum, pólitík og Jóni Gunnarssyni föður hans. Gunnar segir að í samtali hans og huldumannsins hafi hann aðeins verið með vangaveltur um mál sem tengdust föður hans. Hann segist ekki hafa vitað neitt meira um málin en það sem þá þegar hafði komið fram í fjölmiðlum. „Þetta er allt saman hugarburður“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert til í frétt Heimildarinnar um samskipti hans og Jóns Gunnarssonar. „Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því alfarið að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum,“ segir Bjarni. Jón Gunnarsson tapaði fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins í baráttu um annað sæti á lista flokksins í Kraganum í október og sagði þá að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á listann fyrir komandi kosningar. Bjarni segir að hann hafi svo rætt við Jón á sama fundi um að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og gegna stöðu í matvælaráðuneytinu, aðspurður segir hann ekkert óeðlilegt við það. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann. Ég var að hvetja hann til að taka boði uppstillingarnefndarinnar um að taka fimmta sætið og hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi ræddi ég við hann að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma til koma með mér í matvælaráðuneytið,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar hafa ákveðið að Jón Gunnarsson komi ekki að ráðgjöf varðandi hvalveiðar eins og áður hafði verið ráðgert. Þá ákvörðun hafi hann tekið áður en málið kom upp í Heimildinni. „Ég hef ákveðið að Jón Gunnarsson sé ekki að vinna að málum sem tengjast þessari ákveðnu umsókn í ráðuneytinu. Hún fer í sitt lögboðna ferli,“ segir hann. „Ég hef lesið að það standi til að kæra þessar hleranir og njósnir um son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólöglegum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvaralegum augum þegar menn markvisst dreifa slíkru efni til fjölmiðla til að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi,“ segir Bjarni. Píratar vilja rannsókn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað sem mögulegt mútumál. „Ég tel rétt að það verði farið vel ofaní saumanna á þessu máli og hvort að hér geti verið um mútubrot að ræða. Þá brot á 109. grein Almennra hegningarlaga. Það væri gott að sjá að yfirvöld hér á landi takisvona uppljóstrunum mjög alvarlega og fara strax af stað með rannsókn,“ segir Þórhildur Sunna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira
Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og son Jóns Gunnarssonar. Þar kom fram að Jón hafi sett fram kröfu á forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson sagði í kvöldfréttum í gær að málið ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þess. Segist aðeins hafa verið með vangaveltur Gunnar Bergmann sonur Jóns sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa hitt huldumanninn svokallaða 31. október á Reykjavík Edition hóteli í þeim tilgangi að ræða um stór fasteignaviðskipti á atvinnuhúsnæði. Samtalið hafi borist að hvalveiðum, pólitík og Jóni Gunnarssyni föður hans. Gunnar segir að í samtali hans og huldumannsins hafi hann aðeins verið með vangaveltur um mál sem tengdust föður hans. Hann segist ekki hafa vitað neitt meira um málin en það sem þá þegar hafði komið fram í fjölmiðlum. „Þetta er allt saman hugarburður“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert til í frétt Heimildarinnar um samskipti hans og Jóns Gunnarssonar. „Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því alfarið að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum,“ segir Bjarni. Jón Gunnarsson tapaði fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins í baráttu um annað sæti á lista flokksins í Kraganum í október og sagði þá að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á listann fyrir komandi kosningar. Bjarni segir að hann hafi svo rætt við Jón á sama fundi um að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og gegna stöðu í matvælaráðuneytinu, aðspurður segir hann ekkert óeðlilegt við það. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann. Ég var að hvetja hann til að taka boði uppstillingarnefndarinnar um að taka fimmta sætið og hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi ræddi ég við hann að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma til koma með mér í matvælaráðuneytið,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar hafa ákveðið að Jón Gunnarsson komi ekki að ráðgjöf varðandi hvalveiðar eins og áður hafði verið ráðgert. Þá ákvörðun hafi hann tekið áður en málið kom upp í Heimildinni. „Ég hef ákveðið að Jón Gunnarsson sé ekki að vinna að málum sem tengjast þessari ákveðnu umsókn í ráðuneytinu. Hún fer í sitt lögboðna ferli,“ segir hann. „Ég hef lesið að það standi til að kæra þessar hleranir og njósnir um son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólöglegum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvaralegum augum þegar menn markvisst dreifa slíkru efni til fjölmiðla til að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi,“ segir Bjarni. Píratar vilja rannsókn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað sem mögulegt mútumál. „Ég tel rétt að það verði farið vel ofaní saumanna á þessu máli og hvort að hér geti verið um mútubrot að ræða. Þá brot á 109. grein Almennra hegningarlaga. Það væri gott að sjá að yfirvöld hér á landi takisvona uppljóstrunum mjög alvarlega og fara strax af stað með rannsókn,“ segir Þórhildur Sunna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Sjá meira