Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:01 Er hægt að byggja upp andlega þrautseigju? Eða eru sumir nátturulega betri en aðrir að standa af sér storminn og hafa þar af leiðandi fengið það að vöggugjöf á meðan aðrir eru ekki svo heppnir. Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér, sérstaklega þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum sem virðast óyfirstíganlegar. Andleg þrautseigja er færni sem hjálpar okkur að takast á við áskoranir og mótlæti í lífinu. Henni má lýsa í tveimur hlutum; að komast í gegnum erfiðleika og að vaxa og þroskast í gegnum þá. Fyrri hlutinn felur í sér að komast í gegnum áskoranir og erfiðleika sem koma upp. Á meðan seinni hlutinn snýr að því að vera opin fyrir tækifærinu sem liggur í erfiðleikum, að þroskast og vaxa í gegnum erfiðleikana. Það er alls ekki auðvelt eða sjálfgefið en það er hins vegar dýrmætt tækifæri sem við höfum til þess að takast betur á við erfiðleika og áskoranir í lífinu og verða betri útgáfa af okkur sjálfum eftir á. Á þann hátt er hægt að snúa erfiðleikum og áskorunum sér í hag, í stað þess eingöngu að komast í gegnum þá. Þar sem þetta ferli er krefjandi og þarfnast orku, er eðlilegt að spyrja sig: Af hverju ætti ég að leggja svona mikið á mig til þess að efla andlega þrautseigju? Er þetta ekki bara einhver lúxus sem fáir hafa tíma fyrir? Svarið liggur í því að lífið er fullt af áskorunum og erfiðleikum, bæði minni og meiriháttar. Það fylgir því að vera manneskja með flókið hormóna- og taugakerfi að upplifa tilfinningar eins og depurð, kvíða, streitu eða sorg. Það er eitthvað sem við höfum ekki stjórn á. En það sem við höfum stjórn á og getum haft áhrif á er það hvernig við bregðumst við þessum erfiðleikum. Við getum þjálfað okkur í því að velja uppbyggileg viðhorf, tilfinningar og hegðun sem byggja upp andlega þrautseigju. Það er tækifærið sem við höfum. Hagnýt verkfæri til að efla andlega þrautseigju Við getum aukið andlega þrautseigju með því að gefa okkur reglulega tíma til að velja hvernig við bregðumst við áskorunum í daglegu lífi. Aðferðir eins og núvitund, öndunartækni og að virkja jákvæðar tilfinningar eru dæmi um leiðir sem við getum þjálfað okkur í til að efla okkur í að takast á við alls kyns áskoranir í lífinu. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Er hægt að byggja upp andlega þrautseigju? Eða eru sumir nátturulega betri en aðrir að standa af sér storminn og hafa þar af leiðandi fengið það að vöggugjöf á meðan aðrir eru ekki svo heppnir. Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér, sérstaklega þegar þeir standa frammi fyrir áskorunum sem virðast óyfirstíganlegar. Andleg þrautseigja er færni sem hjálpar okkur að takast á við áskoranir og mótlæti í lífinu. Henni má lýsa í tveimur hlutum; að komast í gegnum erfiðleika og að vaxa og þroskast í gegnum þá. Fyrri hlutinn felur í sér að komast í gegnum áskoranir og erfiðleika sem koma upp. Á meðan seinni hlutinn snýr að því að vera opin fyrir tækifærinu sem liggur í erfiðleikum, að þroskast og vaxa í gegnum erfiðleikana. Það er alls ekki auðvelt eða sjálfgefið en það er hins vegar dýrmætt tækifæri sem við höfum til þess að takast betur á við erfiðleika og áskoranir í lífinu og verða betri útgáfa af okkur sjálfum eftir á. Á þann hátt er hægt að snúa erfiðleikum og áskorunum sér í hag, í stað þess eingöngu að komast í gegnum þá. Þar sem þetta ferli er krefjandi og þarfnast orku, er eðlilegt að spyrja sig: Af hverju ætti ég að leggja svona mikið á mig til þess að efla andlega þrautseigju? Er þetta ekki bara einhver lúxus sem fáir hafa tíma fyrir? Svarið liggur í því að lífið er fullt af áskorunum og erfiðleikum, bæði minni og meiriháttar. Það fylgir því að vera manneskja með flókið hormóna- og taugakerfi að upplifa tilfinningar eins og depurð, kvíða, streitu eða sorg. Það er eitthvað sem við höfum ekki stjórn á. En það sem við höfum stjórn á og getum haft áhrif á er það hvernig við bregðumst við þessum erfiðleikum. Við getum þjálfað okkur í því að velja uppbyggileg viðhorf, tilfinningar og hegðun sem byggja upp andlega þrautseigju. Það er tækifærið sem við höfum. Hagnýt verkfæri til að efla andlega þrautseigju Við getum aukið andlega þrautseigju með því að gefa okkur reglulega tíma til að velja hvernig við bregðumst við áskorunum í daglegu lífi. Aðferðir eins og núvitund, öndunartækni og að virkja jákvæðar tilfinningar eru dæmi um leiðir sem við getum þjálfað okkur í til að efla okkur í að takast á við alls kyns áskoranir í lífinu. Höfundur er sálfræðingur og doktorsnemi í sálfræði við Háskólann í Reykjavík
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun