Innlent

Við­brögð Sósíal­ista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Sósíalistar mælast inni á þingi og flokkurinn fengi fjóra þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Vinstri græn næðu ekki manni inn á þing. Fulltrúar flokkanna bregðast við könnuninni í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Hitamet féll í Kvískerjum í Öræfum í dag þegar hitinn mældist 23,8 gráður. Aldrei áður hefur annar eins hiti mælst á Íslandi í nóvember. Þrjátíu aurskriður hafa fallið síðan á mánudag vegna hlýinda og úrkomu. 

Arion banki ætlar á næstu mánuðum að opna daggæslu fyrir börn starfsmanna. Forstöðumaður segist vona til þess að daggæslan létti líf fleiri en bara starfsmanna.

Og við verðum í beinni útsendingu frá opnunarkvöldi nýrrar myndlistarsýningar Þórhalls Sigurðssonar, Ladda. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Klippa: Kvöldfréttir 14. nóvember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×