Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 09:33 Kristján og Matthías Guðmundssyni verða samþjálfarar hjá kvennaliði Vals í fótbolta næsta sumar. Vísir/Stöð 2 Nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta eru spenntir fyrir komandi samstarfi. Þeir endurnýja kynnin en voru síðast saman á Hlíðarenda fyrir rúmum áratug. Þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við sem þjálfarar Vals á dögunum. Kristján þjálfaði síðast Stjörnuna í Bestu deild kvenna en hætti þar störfum á miðju síðasta tímabili. Matthías var þjálfari Gróttu í 1. deildinni sem rétt missti af sæti á meðal þeirra bestu síðasta sumar. Matthías er uppalinn Valsari og var um tveggja ára skeið í þjálfarateymi liðsins undir stjórn Péturs Péturssonar sem hætti á dögunum. Kristján snýr aftur á Hlíðarenda tólf árum eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins. Aðspurður hvort aðstæður séu mikið breyttar segir Kristján: „Það hefur merkilega lítið breyst. Húsakynnin eru ennþá eins og skrifstofurnar. Það var sami texti í samningnum og fyrir tólf árum síðan, þannig að það hefur nánast ekkert breyst.“ „Man ég var langbestur“ Þegar Kristján stýrði Valsliðinu árin 2010 til 2012 fékk hann Matthías, sem var þá leikmaður, til félagsins. „Hann var mjög ljúfur og mjög auðvelt að segja honum til. Ég held við höfum sótt hann í FH á sínum tíma aftur í Val. Það var eitt af því sem við lögðum mikla áherslu á, að fá hann til baka, til að spila framherja. Það var mjög gaman,“ segir Kristján um samþjálfara sinn. Matthías þekkir Kristján því sem þjálfara og hafði það mikið að segja upp á samstarfið sem fram undan er. „Alveg klárt mál. Ég man mér líkaði ofboðslega vel undir stjórn Kristjáns. Hann var eiginlega fyrstur með einhverjar nýjar pælingar, sem hreif mig vel. Maður var kominn á smá aldur þarna, en ég man ég var samt langbestur,“ segir Matthías og uppsker hlátur Kristjáns. Kristján (t.v.) fékk Matthías sem leikmann til Vals og sá síðarnefndi lék undir hans stjórn frá 2010 til 2012.Vísir/Samsett Báðir verða titlaðir aðalþjálfarar félagsins, en hvernig gengur það fyrir sig? „Við lítum á þetta bara sem teymisvinnu, eins og fótbolti er orðinn. Við þurfum að rökræða um hitt og þetta og komast að niðurstöðu. Þetta verður flott, segir Matthías. Þeir séu þá að leggja línur hvað verkaskiptingu varðar. „Við erum byrjaðir á þeirri vinnu. Verkaskiptingin verður alveg skýr, hver verður með hvað og hver tekur ákvörðun á hvaða stað. Því verður haldið innanbúða hjá okkur. Við gefum það ekkert út sérstaklega,“ segir Kristján. Fleira kemur fram í viðtalinu við þá Kristján og Matthías sem má sjá í heild sinni að neðan. Valur Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Handbolti Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Fimmtíu kg léttari en síðast þegar hann keppti á HM Sport Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Enski boltinn Snorri kynnti HM-hóp Íslands Handbolti Sjáðu fyrsta níu pílna leikinn á HM Sport Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti Fleiri fréttir KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira
Þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við sem þjálfarar Vals á dögunum. Kristján þjálfaði síðast Stjörnuna í Bestu deild kvenna en hætti þar störfum á miðju síðasta tímabili. Matthías var þjálfari Gróttu í 1. deildinni sem rétt missti af sæti á meðal þeirra bestu síðasta sumar. Matthías er uppalinn Valsari og var um tveggja ára skeið í þjálfarateymi liðsins undir stjórn Péturs Péturssonar sem hætti á dögunum. Kristján snýr aftur á Hlíðarenda tólf árum eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins. Aðspurður hvort aðstæður séu mikið breyttar segir Kristján: „Það hefur merkilega lítið breyst. Húsakynnin eru ennþá eins og skrifstofurnar. Það var sami texti í samningnum og fyrir tólf árum síðan, þannig að það hefur nánast ekkert breyst.“ „Man ég var langbestur“ Þegar Kristján stýrði Valsliðinu árin 2010 til 2012 fékk hann Matthías, sem var þá leikmaður, til félagsins. „Hann var mjög ljúfur og mjög auðvelt að segja honum til. Ég held við höfum sótt hann í FH á sínum tíma aftur í Val. Það var eitt af því sem við lögðum mikla áherslu á, að fá hann til baka, til að spila framherja. Það var mjög gaman,“ segir Kristján um samþjálfara sinn. Matthías þekkir Kristján því sem þjálfara og hafði það mikið að segja upp á samstarfið sem fram undan er. „Alveg klárt mál. Ég man mér líkaði ofboðslega vel undir stjórn Kristjáns. Hann var eiginlega fyrstur með einhverjar nýjar pælingar, sem hreif mig vel. Maður var kominn á smá aldur þarna, en ég man ég var samt langbestur,“ segir Matthías og uppsker hlátur Kristjáns. Kristján (t.v.) fékk Matthías sem leikmann til Vals og sá síðarnefndi lék undir hans stjórn frá 2010 til 2012.Vísir/Samsett Báðir verða titlaðir aðalþjálfarar félagsins, en hvernig gengur það fyrir sig? „Við lítum á þetta bara sem teymisvinnu, eins og fótbolti er orðinn. Við þurfum að rökræða um hitt og þetta og komast að niðurstöðu. Þetta verður flott, segir Matthías. Þeir séu þá að leggja línur hvað verkaskiptingu varðar. „Við erum byrjaðir á þeirri vinnu. Verkaskiptingin verður alveg skýr, hver verður með hvað og hver tekur ákvörðun á hvaða stað. Því verður haldið innanbúða hjá okkur. Við gefum það ekkert út sérstaklega,“ segir Kristján. Fleira kemur fram í viðtalinu við þá Kristján og Matthías sem má sjá í heild sinni að neðan.
Valur Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Íslenski boltinn Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Handbolti Ronaldo fékk sömu jólagjöf og liðsfélagarnir Fótbolti Fimmtíu kg léttari en síðast þegar hann keppti á HM Sport Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Enski boltinn Snorri kynnti HM-hóp Íslands Handbolti Sjáðu fyrsta níu pílna leikinn á HM Sport Freyr ekki heyrt frá KSÍ: „Í engum vafa um hvað ég hef fram að færa“ Fótbolti Donnarumma fékk takka í andlitið og endaði upp á spítala Fótbolti Fleiri fréttir KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Sjá meira