Íslenski boltinn

Enn kvarnast úr liði Vestra

Valur Páll Eiríksson skrifar
Balde er hér lengst til vinstri. Til hægri er Eiður Aron Sigurbjörnsson sem einnig hefur yfirgefið Vestra.
Balde er hér lengst til vinstri. Til hægri er Eiður Aron Sigurbjörnsson sem einnig hefur yfirgefið Vestra. Vísir/HAG

Ibrahima Balde hefur yfirgefið lið Vestra í Bestu deild karla. Hann er áttundi leikmaðurinn til að fara frá liðinu eftir nýliðna leiktíð.

Balde er 28 ára gamall miðjumaður frá Senegal. Hann lék með liðinu í Lengjudeildinni og hjálpaði því að vinna sér inn sæti á meðal þeirra bestu sumarið 2023 og hjálpaði því að halda sæti sínu í Bestu deildinni í sumar.

Balde greinir frá því í samtali við mbl.is að hann hafi ekki náð samkomulagi um nýjan samning á Ísafirði en hann hafi viljað vera þar áfram. Hann hafi áhuga á því að leika áfram á Íslandi.

Balde bætist á lista þeirra sem hafa yfirgefið Vestra eftir að tímabilinu lauk. Alls hafa átta leikmenn farið frá félaginu. Það eru þeir Andri Rúnar Bjarnason, Aurelien Norest, Benjamin Schubert, Eiður Aron Sigurbjörnsson,  Inaki Rodriguez, Jeppe Gertsen og William Eskelinen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×