„Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. nóvember 2024 13:33 Guðrún kynnti stefnu dómsmálaráðuneytisins í landamæramálum á blaðamannafundi í gær. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hafnar alfarið gagnrýni þingmanns Pírata á blaðamannafund sem hún hélt með Ríkislögreglustjóra í gær. Hún segir starfsstjórnir geta markað stefnu, og það sem kynnt var á fundinum sé ekki hennar stefna, heldur ráðuneytis hennar. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hélt í gær blaðamannafund um nýja stefnu og áætlun í landamæramálum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steig í kjölfarið fram og sagði fundinn bera vott um spillingu. Dómsmálaráðherra væri í kosningabaráttu og gæti kynnt sína stefnu sem frambjóðandi, en ekki færi vel á því að hún gerði það í krafti embættis síns. Sjálf gefur Guðrún lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega. Ég hef margítrekað sagt á síðustu mánuðum að við séum að fara að leggja fram stefnu í ráðuneytinu, stefnu í málefnum landamæra Íslands,“ segir Guðrún. Vinnan hafi farið af stað á vormánuðum, áður en ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Mikill árangur hafi náðst í þeirri vinnu í sumar, og verið sé að binda lokahnykk á vinnu sem lauk í september. Eðlilegt hafi þótt að birta stefnuna og eftir mikið samtal ákveðið að leggja fram tvö plögg. „Annars vegar stefnu ráðuneytisins í málefnum landamæra, sem nýtt væri til almennrar stefnumörkunar innanlands, og svo landsáætlun um málefni landamæra sem var unnin af ríkislögreglustjóra og yrði afhent Frontex - landamærastofnun Evrópu.“ Seinna plaggið hafi þegar verið afhent Frontex, og því bagalegt ef ekki hefði tekist að klára vinnu við stefnu ráðuneytisins sjálfs í sama málaflokki, að sögn Guðrúnar. „Ég tel að starfsstjórn geti verið í stefnumörkun og ég er bara að vinna samkvæmt forsetaúrskurði.“ Guðrún ítrekar að um stefnu ráðuneytisins sé að ræða, en ekki hennar. „En ég er starfandi dómsmálaráðherra og það er ekkert óeðlilegt við það að dómsmálaráðherra kynni þessa stefnu með ríkislögreglustjóra,“ segir Guðrún. Guðrún telji ekki ólíklegt að ummæli Björns um spillingu séu liður í hans eigin kosningabaráttu. „Og sé að reyna að koma höggi á dómsmálaráðherra með þessari umræðu.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hélt í gær blaðamannafund um nýja stefnu og áætlun í landamæramálum. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, steig í kjölfarið fram og sagði fundinn bera vott um spillingu. Dómsmálaráðherra væri í kosningabaráttu og gæti kynnt sína stefnu sem frambjóðandi, en ekki færi vel á því að hún gerði það í krafti embættis síns. Sjálf gefur Guðrún lítið fyrir þessa gagnrýni. „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega. Ég hef margítrekað sagt á síðustu mánuðum að við séum að fara að leggja fram stefnu í ráðuneytinu, stefnu í málefnum landamæra Íslands,“ segir Guðrún. Vinnan hafi farið af stað á vormánuðum, áður en ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga. Mikill árangur hafi náðst í þeirri vinnu í sumar, og verið sé að binda lokahnykk á vinnu sem lauk í september. Eðlilegt hafi þótt að birta stefnuna og eftir mikið samtal ákveðið að leggja fram tvö plögg. „Annars vegar stefnu ráðuneytisins í málefnum landamæra, sem nýtt væri til almennrar stefnumörkunar innanlands, og svo landsáætlun um málefni landamæra sem var unnin af ríkislögreglustjóra og yrði afhent Frontex - landamærastofnun Evrópu.“ Seinna plaggið hafi þegar verið afhent Frontex, og því bagalegt ef ekki hefði tekist að klára vinnu við stefnu ráðuneytisins sjálfs í sama málaflokki, að sögn Guðrúnar. „Ég tel að starfsstjórn geti verið í stefnumörkun og ég er bara að vinna samkvæmt forsetaúrskurði.“ Guðrún ítrekar að um stefnu ráðuneytisins sé að ræða, en ekki hennar. „En ég er starfandi dómsmálaráðherra og það er ekkert óeðlilegt við það að dómsmálaráðherra kynni þessa stefnu með ríkislögreglustjóra,“ segir Guðrún. Guðrún telji ekki ólíklegt að ummæli Björns um spillingu séu liður í hans eigin kosningabaráttu. „Og sé að reyna að koma höggi á dómsmálaráðherra með þessari umræðu.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Landamæri Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira