Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2024 09:12 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa notað nokkrar tegundir dróna auk flugskeyta við árásir sínar í nótt. AP/Denes Erdos Rússar hafa látið sprengjum rigna úr lofti yfir orkuinnviði víðsvegar um Úkraínu í nótt og rafmagn hefur verið tekið af í þremur héruðum vegna þess. Árásirnar eru sagðar þær umfangsmestu frá því í lok sumars. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að um 120 flugskeytum og 90 drónum hafi verið beitt í loftárásunum á landið. Þær hafist beinst að öllum hlutum Úkraínu. Úkraínska hernum hafi tekist að skjóta niður rúmlega 140 flugskeyti og dróna. Fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tveir járnbrautarstarfsmenn eru þannig sagðir hafa fallið í loftárás Rússa á lestarteina og brautarstöðvar í Dnipropetrovsk-héraði. Þrír aðrir hafi særst. Þá eru tvær konur sagðar hafa fallið í drónaárás á Mykolaiv. Sex til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvö börn. Einnig hafa borist fréttir af því að maður hafi særst þegar brak úr dróna sem var skotinn niður yfir Kænugarði féll á hann. DTEK, stærsta einkarekna orkufyrirtæki landsins, segir að verulegt tjón hafi orðið á varmaorkuverum þess í árásunum. Þetta hafi verið átta stóra árás Rússa á orkuvinniði á þessu ári. Alls hafi 190 árásir verið gerðar á varmaorkuver frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í febrúar árið 2022. Breska ríkisútvarpið BBC segir að orkuframleiðsla í Úkraínu sé nú á bilinu þriðjungur til helmingur af því sem hún var fyrir innrásina. Úkrínask stjórnvöld fari með nákvæmar upplýsingar um það sem ríkisleyndarmál. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, skaut eitraðri pillu á Olaf Scholz, fráfarandi kanslara Þýskalands, sem ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma á föstudag í fyrsta skipti frá því síðla árs 2022. Lýsti Sybiha árás Rússa í nótt sem „raunverulegu svari“ Pútín til þeirra leiðtoga sem ræddu við hann, að því er kemur fram í frétt Reuters. Pólski herinn var settur í viðbragðsstöðu vegna árásanna á vestanverða Úkraínu í nótt og orrustuþotur voru sendar á loft. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Orkumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segir að um 120 flugskeytum og 90 drónum hafi verið beitt í loftárásunum á landið. Þær hafist beinst að öllum hlutum Úkraínu. Úkraínska hernum hafi tekist að skjóta niður rúmlega 140 flugskeyti og dróna. Fregnir hafa borist af mannfalli í árásunum. Tveir járnbrautarstarfsmenn eru þannig sagðir hafa fallið í loftárás Rússa á lestarteina og brautarstöðvar í Dnipropetrovsk-héraði. Þrír aðrir hafi særst. Þá eru tvær konur sagðar hafa fallið í drónaárás á Mykolaiv. Sex til viðbótar hafi særst, þar á meðal tvö börn. Einnig hafa borist fréttir af því að maður hafi særst þegar brak úr dróna sem var skotinn niður yfir Kænugarði féll á hann. DTEK, stærsta einkarekna orkufyrirtæki landsins, segir að verulegt tjón hafi orðið á varmaorkuverum þess í árásunum. Þetta hafi verið átta stóra árás Rússa á orkuvinniði á þessu ári. Alls hafi 190 árásir verið gerðar á varmaorkuver frá því að Rússar hófu allsherjarinnrás sína í febrúar árið 2022. Breska ríkisútvarpið BBC segir að orkuframleiðsla í Úkraínu sé nú á bilinu þriðjungur til helmingur af því sem hún var fyrir innrásina. Úkrínask stjórnvöld fari með nákvæmar upplýsingar um það sem ríkisleyndarmál. Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, skaut eitraðri pillu á Olaf Scholz, fráfarandi kanslara Þýskalands, sem ræddi við Vladímír Pútín Rússlandsforseta í síma á föstudag í fyrsta skipti frá því síðla árs 2022. Lýsti Sybiha árás Rússa í nótt sem „raunverulegu svari“ Pútín til þeirra leiðtoga sem ræddu við hann, að því er kemur fram í frétt Reuters. Pólski herinn var settur í viðbragðsstöðu vegna árásanna á vestanverða Úkraínu í nótt og orrustuþotur voru sendar á loft.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Orkumál Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira