Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 12:45 Næring er manneskjunni lífsnauðsynleg en næringarþarfir eru breytilegar eftir æviskeiðum auk þess að vera einstaklingsbundnar eftir aðstæðum og vegna sjúkdóma. Næring getur haft áhrif á heilsu og líf til skemmri og lengri tíma. Það getur verið vandasamt að tala um mat og næringu við fólk á öllum aldri en þó einkum börn og ungmenni. Mikilvægt er að stuðla að heilsusamlegusambandi við mat og meðvitund um líkamlega og andlega líðan, þekkja boð um svengd og seddu séu þau til staðar. Matur er í sjálfu sér flókið fyrirbæri svo ekki sé talað um manneskjuna sjálfa og áhrif hinna ýmsu umhverfis- og félagsþátta. Það er vissulega upplýsingaóreiða á sviði næringar eins og á fleiri sviðum, misvísandi og á stundum ruglingslegar leiðbeiningar sem byggja ekki á gagnreyndri þekkingu og geta jafnvel valdið skaða. Bein og óbein skilaboð um staðalímyndir með neikvæðum áhrifum á sjálfsmynd sem jafnvel ala á fordómum af ýmsum toga eru einnig umhugsunarefni fyrir okkur sem samfélag. Næringarfræði er fræðigrein innan heilbrigðisvísindasviðs. Næringarfræðingar hafa lokið að minnsta kosti 5 ára háskólanámi og eru með starfsleyfi frá embætti landlæknis og starfsvettvangurinn er fjölbreyttur. Þeir sinna rannsóknum, kennslu, fræðslu og hafa þekkingu og reynslu sem er mikilvæg á ýmsum sviðum til heilsueflingar, forvarna og í meðferð sjúkdóma í klíník. Þeir hafa færni í að tala um mat og vinna með einstaklingum sem hafa næringarvanda af hvaða tagi sem er og eiga erindi í þverfaglegri samvinnu þegar það á við á öllum stigum heilbrigðisþjónustu og í samfélagi okkar almennt. Samanburður á fjölda stöðugilda næringarfræðinga innan íslenska heilbriðgiskerfisins stenst ekki samanburð við flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það eru eflaust margir þættir sem valda því. Eitt er fjárveitingavaldið og sýn stjórnenda á hlutverk næringarfræðinga, en um er að ræða unga grein hér á landi. Annað er þörfin á fjölgun í stéttinni en starfsmöguleikar og -umhverfi eru takmarkandi þættir. Einnig mætti nefna að enn er engin næringarmeðferð niðurgreidd af Sjúkratyggingum Íslands hjá sjálfstætt starfandi næringarfræðingum. Samt eru næringartengdir þættir í alþjóðlegum rannsóknum taldir þeir sem helst geta dregið úr glötuðum góðum æviárum og snemmbærum dauða, bæði á Íslandi, og almennt í heiminum. Við þurfum virkilega að bæta aðgengi að næringarfræðingum. Okkur fjöldar hratt í hópi aldraðra og tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma sem oft eru samfélagstengdir er að aukast. Samvinna á milli stofnana, sviða og fagstétta er áskorun en þar eru líka sóknarfæri, samanber heilbrigðisáætlun Heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2030. Þó ýmislegt hafi áunnist þá getum við gert mun betur. Næring ásamt fleiri þáttum getur haft áhrif á sjúkdómsbyrði og líkamlega og andlega heilsu á öllum aldri. Við verðum að nýta öll sóknarfærin, þar með talið að bæta næringu þjóðar til að lifa sem best lengi og njóta lífs eins og kostur er. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Næring er manneskjunni lífsnauðsynleg en næringarþarfir eru breytilegar eftir æviskeiðum auk þess að vera einstaklingsbundnar eftir aðstæðum og vegna sjúkdóma. Næring getur haft áhrif á heilsu og líf til skemmri og lengri tíma. Það getur verið vandasamt að tala um mat og næringu við fólk á öllum aldri en þó einkum börn og ungmenni. Mikilvægt er að stuðla að heilsusamlegusambandi við mat og meðvitund um líkamlega og andlega líðan, þekkja boð um svengd og seddu séu þau til staðar. Matur er í sjálfu sér flókið fyrirbæri svo ekki sé talað um manneskjuna sjálfa og áhrif hinna ýmsu umhverfis- og félagsþátta. Það er vissulega upplýsingaóreiða á sviði næringar eins og á fleiri sviðum, misvísandi og á stundum ruglingslegar leiðbeiningar sem byggja ekki á gagnreyndri þekkingu og geta jafnvel valdið skaða. Bein og óbein skilaboð um staðalímyndir með neikvæðum áhrifum á sjálfsmynd sem jafnvel ala á fordómum af ýmsum toga eru einnig umhugsunarefni fyrir okkur sem samfélag. Næringarfræði er fræðigrein innan heilbrigðisvísindasviðs. Næringarfræðingar hafa lokið að minnsta kosti 5 ára háskólanámi og eru með starfsleyfi frá embætti landlæknis og starfsvettvangurinn er fjölbreyttur. Þeir sinna rannsóknum, kennslu, fræðslu og hafa þekkingu og reynslu sem er mikilvæg á ýmsum sviðum til heilsueflingar, forvarna og í meðferð sjúkdóma í klíník. Þeir hafa færni í að tala um mat og vinna með einstaklingum sem hafa næringarvanda af hvaða tagi sem er og eiga erindi í þverfaglegri samvinnu þegar það á við á öllum stigum heilbrigðisþjónustu og í samfélagi okkar almennt. Samanburður á fjölda stöðugilda næringarfræðinga innan íslenska heilbriðgiskerfisins stenst ekki samanburð við flestar þær þjóðir sem við viljum bera okkur saman við. Það eru eflaust margir þættir sem valda því. Eitt er fjárveitingavaldið og sýn stjórnenda á hlutverk næringarfræðinga, en um er að ræða unga grein hér á landi. Annað er þörfin á fjölgun í stéttinni en starfsmöguleikar og -umhverfi eru takmarkandi þættir. Einnig mætti nefna að enn er engin næringarmeðferð niðurgreidd af Sjúkratyggingum Íslands hjá sjálfstætt starfandi næringarfræðingum. Samt eru næringartengdir þættir í alþjóðlegum rannsóknum taldir þeir sem helst geta dregið úr glötuðum góðum æviárum og snemmbærum dauða, bæði á Íslandi, og almennt í heiminum. Við þurfum virkilega að bæta aðgengi að næringarfræðingum. Okkur fjöldar hratt í hópi aldraðra og tíðni ýmissa langvinnra sjúkdóma sem oft eru samfélagstengdir er að aukast. Samvinna á milli stofnana, sviða og fagstétta er áskorun en þar eru líka sóknarfæri, samanber heilbrigðisáætlun Heilbrigðisráðuneytisins til ársins 2030. Þó ýmislegt hafi áunnist þá getum við gert mun betur. Næring ásamt fleiri þáttum getur haft áhrif á sjúkdómsbyrði og líkamlega og andlega heilsu á öllum aldri. Við verðum að nýta öll sóknarfærin, þar með talið að bæta næringu þjóðar til að lifa sem best lengi og njóta lífs eins og kostur er. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfðuborgarsvæðisins.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun