Aron Einar varð fyrir meiðslum snemma leiks gegn Svartfjallandi á laugardag. Þá þegar varð ljóst að það væri langsótt að hann gæti spilað með gegn Wales annað kvöld.
KSÍ hefur haldið þétt að sér spilunum varðandi meiðsli Arons en fjarvera hans á æfingu í dag er klárt merki um að hann geti ekki spilað á morgun.
Ísland og Wales mætast klukkan 19.45 annað kvöld. Leikurinn er í beinni og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Þetta er hreinn úrslitaleikur um annað sæti riðilsins.
Uppfært:
Åge Hareide landsliðsþjálfari staðfesti við íþróttadeild klukkan 17.00 að Aron Einar gæti ekki spilað á morgun vegna meiðsla.