Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 10:27 Nýja húsnæðið í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Heimilið er sagt hið eina sinnar tegundar á landinu. „Það býður upp á langtímameðferð fyrir drengi sem lokið hafa greiningu og meðferð á öðrum heimilum. Meðferðin er ætluð unglingum, á aldrinum 14 til 18 ára, sem glíma við alvarlegan vanda á borð við vímuefnaneyslu, ofbeldi, afbrot, skóla- og námserfiðleika eða sálfélagslegan vanda, þegar önnur úrræði duga ekki til,“ segir í tilkynningu. Á heimilinu eru allt að sex drengir hverju sinni í um sex mánuði en tímalengd meðferðar er mismunandi eftir einstaklingum. Sérstök áhersla er lögð á að virkja drengina í tómstundum, skóla og vinnu með það að augnamiði að hjálpa þeim við að takast á við áskoranir að meðferð lokinni. Við lok meðferðar stendur þeim til boða sex mánaða eftirfylgd. „Mennta- og barnamálaráðuneytið og Barna- og fjölskyldustofa hafa unnið stíft að því að finna nýtt húsnæði frá því að loka þurfti húsnæðinu í nágrenni Hellu í vor þar sem starfsemin var áður en það húsnæði var dæmt ónothæft. Leitin hefur átt sér stað í góðu samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og fleiri aðila, einkum Land og skóg sem er með starfsemi í Miðgarði en mun nú flytja þá starfsemi í önnur hús á staðnum. Húsnæðið er talið henta vel fyrir meðferðarheimilið Lækjarbakka,“ segir í tilkynningu. Barna- og fjölskyldustofa rekur meðferðarheimilið Lækjarbakka og mun hefja starfsemina að nýju að loknum nauðsynlegum framkvæmdum í Miðgarði. Félagsmál Fíkn Rangárþing ytra Börn og uppeldi Barnavernd Meðferðarheimili Tengdar fréttir Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. 15. október 2024 11:33 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Heimilið er sagt hið eina sinnar tegundar á landinu. „Það býður upp á langtímameðferð fyrir drengi sem lokið hafa greiningu og meðferð á öðrum heimilum. Meðferðin er ætluð unglingum, á aldrinum 14 til 18 ára, sem glíma við alvarlegan vanda á borð við vímuefnaneyslu, ofbeldi, afbrot, skóla- og námserfiðleika eða sálfélagslegan vanda, þegar önnur úrræði duga ekki til,“ segir í tilkynningu. Á heimilinu eru allt að sex drengir hverju sinni í um sex mánuði en tímalengd meðferðar er mismunandi eftir einstaklingum. Sérstök áhersla er lögð á að virkja drengina í tómstundum, skóla og vinnu með það að augnamiði að hjálpa þeim við að takast á við áskoranir að meðferð lokinni. Við lok meðferðar stendur þeim til boða sex mánaða eftirfylgd. „Mennta- og barnamálaráðuneytið og Barna- og fjölskyldustofa hafa unnið stíft að því að finna nýtt húsnæði frá því að loka þurfti húsnæðinu í nágrenni Hellu í vor þar sem starfsemin var áður en það húsnæði var dæmt ónothæft. Leitin hefur átt sér stað í góðu samstarfi við fjármála- og efnahagsráðuneytið og fleiri aðila, einkum Land og skóg sem er með starfsemi í Miðgarði en mun nú flytja þá starfsemi í önnur hús á staðnum. Húsnæðið er talið henta vel fyrir meðferðarheimilið Lækjarbakka,“ segir í tilkynningu. Barna- og fjölskyldustofa rekur meðferðarheimilið Lækjarbakka og mun hefja starfsemina að nýju að loknum nauðsynlegum framkvæmdum í Miðgarði.
Félagsmál Fíkn Rangárþing ytra Börn og uppeldi Barnavernd Meðferðarheimili Tengdar fréttir Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. 15. október 2024 11:33 Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Skítamix til að gera það besta úr vonlausri stöðu Til stendur að skipta starfsemi Stuðla upp og flytja hluta hennar frá Grafarvogi, þar sem hún hefur verið, upp í Mosfellsbæ. Í nýtt húsnæði sem starfsmenn segja ekki henta. Þar hefur fundist mygla og húsnæðið er ekki hannað fyrir starfsemi að þessu tagi. Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Barna- og fjölskyldustofu segir þetta skítamix - verið sé að reyna að gera það besta úr vonlausri stöðu. 15. október 2024 11:33
Þrettán nýjar heimildir ráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra fær ýmsar nýjar heimildir verði fjárlagafrumvarp hans samþykkt á Alþingi eins og reikna má fastlega með. Þar má meðal annars finna leyfi til að vinna með losunarheimildir, selja fasteignir í sveitum, kaupa húsnæði fyrir Rannsóknarnefnd samgönguslysa og stofnun sjóðs um verk Jóns Leifs. 10. september 2024 10:12