Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 11:26 Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar þingsins. Vísir/Vilhelm Lögfræðingar hjá nefnda- og greiningarsviði Alþingis lögðu til við formann atvinnuveganefndar að nýtt frumvarp um breytingar á búvörulögum yrði lagt fram þar sem breytingartillögur nefndarinnar gengju of langt. Þeir töldu breytingarnar þó ekki stríða gegn 44. grein stjórnarskrár. Greint var frá því í gær að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi slegið því föstu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn 44. grein stjórnarskrár og hafi því ekkert gildi að lögum. Grundvallarbreytingar voru gerðar á frumvarpinu í atvinnuveganefnd, svo miklar að mati dómara að frumvarpið sem var lagt fram síðasta vetur og það sem var samþykkt í vor höfðu ekkert sameiginlegt nema málsnúmer og heiti. „Við fáum frumvörp til okkar frá ráðuneytunum, nefndirnar vinna í þeim og oft er þeim breytt allverulega. Þegar það er gert fer nefndarsvið Alþingis yfir það með sínum lögfræðingum, hvort verið sé að fara út fyrir rammann. Ef þeir hefðu talið að við hefðum farið út fyrir rammann þá hefði málið ekki farið áfram,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í viðtali við fréttastofu í gær. Matvælaráðuneytið kom ekki að vinnslu breytingartillagna Fram kemur í minnisblaði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, að lögfræðingar sviðsins hafi fundað með Þórarni áður en málið var afgreitt úr nefnd. Þar hafi honum verið tjáð að breytingarnar væru það miklar að best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni. Ekki var þó talið að vinnubrögðin og afgreiðsla nefndarinnar gengi bersýnlega gegn 44. grein stjórnarskrár og kröfu hennar um þrjár umræður þingmála. Eins var gerð athugasemd í minnisblaðinu við það að fulltrúar Matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna sem lagðar voru til. Slíkt sé vanalegt þegar um jafn viðamiklar breytingar er að ræða segir í minnisblaðinu. Þvingaður út af KS Í skjóli nýju laganna keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska en Búsæld á stóran hlut í því. Þórarinn Ingi vá 0,6 prósenta hut í Búsæld. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. RÚV fjallaði um það í september að langflestir hluthafar í Búsæld hafi ákveðið að selja sína hluti en eftir hafi staðið þrettán bændur sem vildu ekki selja, þar á meðal Þórarinn. KS hafi hins vegar ákveðið að krefjast innlausnar á þeim hlutum sem eftir stæðu á grundvelli hlutafjárlaga, sem heimila það þar sem KS á yfir 90% í Kjarnafæði Norðlenska. Þórarinn Ingi gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir. Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Sjá meira
Greint var frá því í gær að dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafi slegið því föstu að umdeild breyting á búvörulögum hafi strítt gegn 44. grein stjórnarskrár og hafi því ekkert gildi að lögum. Grundvallarbreytingar voru gerðar á frumvarpinu í atvinnuveganefnd, svo miklar að mati dómara að frumvarpið sem var lagt fram síðasta vetur og það sem var samþykkt í vor höfðu ekkert sameiginlegt nema málsnúmer og heiti. „Við fáum frumvörp til okkar frá ráðuneytunum, nefndirnar vinna í þeim og oft er þeim breytt allverulega. Þegar það er gert fer nefndarsvið Alþingis yfir það með sínum lögfræðingum, hvort verið sé að fara út fyrir rammann. Ef þeir hefðu talið að við hefðum farið út fyrir rammann þá hefði málið ekki farið áfram,“ sagði Þórarinn Ingi Pétursson formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins í viðtali við fréttastofu í gær. Matvælaráðuneytið kom ekki að vinnslu breytingartillagna Fram kemur í minnisblaði nefnda- og greiningarsviðs Alþingis, sem fréttastofa hefur undir höndum, að lögfræðingar sviðsins hafi fundað með Þórarni áður en málið var afgreitt úr nefnd. Þar hafi honum verið tjáð að breytingarnar væru það miklar að best færi á því að lagt yrði fram sérstakt frumvarp um sama efni. Ekki var þó talið að vinnubrögðin og afgreiðsla nefndarinnar gengi bersýnlega gegn 44. grein stjórnarskrár og kröfu hennar um þrjár umræður þingmála. Eins var gerð athugasemd í minnisblaðinu við það að fulltrúar Matvælaráðuneytisins hefðu ekki komið að vinnslu breytingartillagnanna sem lagðar voru til. Slíkt sé vanalegt þegar um jafn viðamiklar breytingar er að ræða segir í minnisblaðinu. Þvingaður út af KS Í skjóli nýju laganna keypti Kaupfélag Skagfirðinga Kjarnafæði Norðlenska en Búsæld á stóran hlut í því. Þórarinn Ingi vá 0,6 prósenta hut í Búsæld. Hefur þú selt hlut þinn í Búsæld til KS? „Nei, ég hafnaði tilboðinu.“ Hvers vegna gerðirðu það? „Á þeim grunni að mér þótti það óeðlilegt. Þegar þetta kom upp þótti mér það ekki vera við hæfi og þar af leiðandi hafnaði ég tilboðinu,“ sagði Þórarinn í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. RÚV fjallaði um það í september að langflestir hluthafar í Búsæld hafi ákveðið að selja sína hluti en eftir hafi staðið þrettán bændur sem vildu ekki selja, þar á meðal Þórarinn. KS hafi hins vegar ákveðið að krefjast innlausnar á þeim hlutum sem eftir stæðu á grundvelli hlutafjárlaga, sem heimila það þar sem KS á yfir 90% í Kjarnafæði Norðlenska. Þórarinn Ingi gaf ekki kost á viðtali fyrir hádegisfréttir.
Búvörusamningar Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samkeppnismál Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Innlent Fleiri fréttir Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Sjá meira