Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2024 14:17 Starf leikskólastarfsfólks er margslungið og fjölbreytt en á mínum 8 ára starfsferli hef ég oftar en ekki verið spurð: „Ég meina, snýst þetta djobb ekki bara mest um að snýta og skeina?“ Sem leikskólakennarar sinnum við vissulega mörgum af nauðsynlegum grunnþörfum barnanna ykkar. Jú, við skiptum á þeim, skeinum og snýtum. Við mötum, við huggum og hlustum. Við bjóðum faðminn og þurrkum tárin. Við leiðum, lesum, syngjum og dönsum.Það vita það allir að hver sem er ætti að geta sinnt þessum grunnþörfum barna og til þess þarf ekki háskólagráðu. Börn í leikskóla hafa vissulega rétt á því að grunnþörfum þeirra sé sinnt en það sem virðist ekki vera á allra vitorði er að börn á leikskólaaldri hafa líka rétt til náms. Þau eru ekki bara að leika sér, þau eru nemendur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og í skólum fer fram nám. Til að nám geti farið fram þarf að fara fram kennsla og til að kennsla fari fram…þurfum við kennara. En af hverju ákvað ég að verða kennari? Af hverju fjárfesti ég pening, orku og tíma í það að verða kennari? Tíma sem ég hefði annars getað varið með fjölskyldu, við áhugamál eða hreinlega við það að safna upp orku fyrir næsta dag. Jú, vegna þess að mér finnst gaman að vinna með börnum. Mér finnst gaman að sitja með þeim í leik, eiga við þau samræður og fylgjast með þeim þroskast. En miðað við þær ástæður hefði ég alveg eins getað látið það duga að eignast mín eigin börn og fundið mér aðra vinnu. Betur launaða vinnu. Það gerist nefnilega enginn leikskólakennari fyrir launin, heyrist oft. Hvers vegna við teljum það eðlilegt er efni í annað erindi. Ég hins vegar kaus að mennta mig í þessu fagi svo ég gæti veitt nemendum mínum það nám sem þau eiga rétt á. Ég áttaði mig nefnilega á því hvað ég er með í höndunum á hverjum degi. Ég er ekki bara að leika mér og spjalla. Ég er að móta nýja kynslóð. Kynslóð sem mun taka við samfélaginu sem við erum öll partur af. Ég er með framtíðina í höndunum, framtíðar stoðir samfélagsins. Læknar, ljósmæður, lögreglu fulltrúar, lögfræðingar, leikarar, hjúkrunarfræðingar, hárskerar, heimspekingar, kokkar, klæðskerar, kennarar, sjómenn, söngvarar, tónlistarfólk, trésmiðir, rafvirkjar, rútubílstjórar, íþróttafólk, þjálfarar, þingmenn, flugmenn og forsetar framtíðarinnar eru í mínum höndum. Allir þeir aðilar sem gera samfélagið að því sem það er og mun verða, eru í höndum kennara! Námið mitt gerir það að verkum að ég get lagt grunn að framtíðarstoðum samfélagsins, byggðan á aldalangri vinnu fræðifólks og rannsakenda í uppeldis og kennslufræðum. Námið mitt er því ein besta fjárfesting sem ég gat gert. Ráðamenn, ríki, sveitarfélög og stjórnvöld! Ég og við öll í kennarastéttinni erum BÚIN að fjárfesta í samfélaginu! Nú er komið að því að þið áttið ykkur á mikilvægi okkar og fjárfestið í framtíðinni. Fjárfestið í kennurum!! Því trúið mér…með tímanum munum við leita á betur launuð mið og skilja ykkur eftir með samfélagið í súpunni. Áfram kennarar! Höfnudur er nýútskrifaður leikskólakennari og starfandi leikskólastjóri í leikskólanum Grænagarði, Flateyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Sjá meira
Starf leikskólastarfsfólks er margslungið og fjölbreytt en á mínum 8 ára starfsferli hef ég oftar en ekki verið spurð: „Ég meina, snýst þetta djobb ekki bara mest um að snýta og skeina?“ Sem leikskólakennarar sinnum við vissulega mörgum af nauðsynlegum grunnþörfum barnanna ykkar. Jú, við skiptum á þeim, skeinum og snýtum. Við mötum, við huggum og hlustum. Við bjóðum faðminn og þurrkum tárin. Við leiðum, lesum, syngjum og dönsum.Það vita það allir að hver sem er ætti að geta sinnt þessum grunnþörfum barna og til þess þarf ekki háskólagráðu. Börn í leikskóla hafa vissulega rétt á því að grunnþörfum þeirra sé sinnt en það sem virðist ekki vera á allra vitorði er að börn á leikskólaaldri hafa líka rétt til náms. Þau eru ekki bara að leika sér, þau eru nemendur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið og í skólum fer fram nám. Til að nám geti farið fram þarf að fara fram kennsla og til að kennsla fari fram…þurfum við kennara. En af hverju ákvað ég að verða kennari? Af hverju fjárfesti ég pening, orku og tíma í það að verða kennari? Tíma sem ég hefði annars getað varið með fjölskyldu, við áhugamál eða hreinlega við það að safna upp orku fyrir næsta dag. Jú, vegna þess að mér finnst gaman að vinna með börnum. Mér finnst gaman að sitja með þeim í leik, eiga við þau samræður og fylgjast með þeim þroskast. En miðað við þær ástæður hefði ég alveg eins getað látið það duga að eignast mín eigin börn og fundið mér aðra vinnu. Betur launaða vinnu. Það gerist nefnilega enginn leikskólakennari fyrir launin, heyrist oft. Hvers vegna við teljum það eðlilegt er efni í annað erindi. Ég hins vegar kaus að mennta mig í þessu fagi svo ég gæti veitt nemendum mínum það nám sem þau eiga rétt á. Ég áttaði mig nefnilega á því hvað ég er með í höndunum á hverjum degi. Ég er ekki bara að leika mér og spjalla. Ég er að móta nýja kynslóð. Kynslóð sem mun taka við samfélaginu sem við erum öll partur af. Ég er með framtíðina í höndunum, framtíðar stoðir samfélagsins. Læknar, ljósmæður, lögreglu fulltrúar, lögfræðingar, leikarar, hjúkrunarfræðingar, hárskerar, heimspekingar, kokkar, klæðskerar, kennarar, sjómenn, söngvarar, tónlistarfólk, trésmiðir, rafvirkjar, rútubílstjórar, íþróttafólk, þjálfarar, þingmenn, flugmenn og forsetar framtíðarinnar eru í mínum höndum. Allir þeir aðilar sem gera samfélagið að því sem það er og mun verða, eru í höndum kennara! Námið mitt gerir það að verkum að ég get lagt grunn að framtíðarstoðum samfélagsins, byggðan á aldalangri vinnu fræðifólks og rannsakenda í uppeldis og kennslufræðum. Námið mitt er því ein besta fjárfesting sem ég gat gert. Ráðamenn, ríki, sveitarfélög og stjórnvöld! Ég og við öll í kennarastéttinni erum BÚIN að fjárfesta í samfélaginu! Nú er komið að því að þið áttið ykkur á mikilvægi okkar og fjárfestið í framtíðinni. Fjárfestið í kennurum!! Því trúið mér…með tímanum munum við leita á betur launuð mið og skilja ykkur eftir með samfélagið í súpunni. Áfram kennarar! Höfnudur er nýútskrifaður leikskólakennari og starfandi leikskólastjóri í leikskólanum Grænagarði, Flateyri.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun