Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2024 10:27 Íbúar Múlaþings geta bráðlega ferðast ókeypis með strætó til Egilsstaðaflugvallar. Sumir voru ósáttir við að þurfa að greiða fyrir bílastæði þar. Vísir/Jóhann K. Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykktu einum rómi að strætó skuli stoppa við Egilsstaðaflugvöll á fundi sínum á mánudag. Óánægja á meðal bíleigenda blossaði upp eftir að byrjað var að rukka fyrir bílastæði við flugvöllinn fyrr á þessu ári. Nýja stoppistöðin við flugvöllinn verður ekki eina breytingin sem verður gerð á akstursleið strætó á milli Egilsstaða og Fellabæjar með samþykkt ráðsins. Í fundargerð kemur fram að fækka þurfi stoppum á móti til þess að akstursáætlunin haldi. Ekki var tekið fram hverri þeirra nítján stoppistöðva sem nú er á áætluninni verði fórnað fyrir flugvallarstöðina. Ungmennaráð Múlaþings lagði til í umsögn að skoðað yrði að taka út stöðina við fjölnotahúsið í Fellabæ vegna þess hversu óhentug hún væri, sérstaklega á veturna. Þá lagði það til að hafa tvær stoppistöðvar í Fellabæ, aðra þeirra fyrir neðan Fellavöll en hina fyrir ofan Fellaskóla. Í staðinn yrði stoppistöð við bensínstöð í Fellabæ fjarlægð. Dótturfélag Isavia sem rekur innanlandsflugvelli hóf gjaldtöku á bílastæðum við þrjá flugvelli í sumar, þar á meðal Egilsstaðaflugvöll. Einn Austurlendingur var svo óánægður með þá breytingu að hann stofnaði Facebook-hóp til þess að fólk gæti óskað eftir að boðið að skutla til eða frá flugvellinum, gagngert til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöldin. Fleiri en sjö hundruð manns eru nú í hópnum. Strætóferðir eru gjaldfrjálsar í Múlaþingi. Fréttir af flugi Múlaþing Strætó Bílar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira
Nýja stoppistöðin við flugvöllinn verður ekki eina breytingin sem verður gerð á akstursleið strætó á milli Egilsstaða og Fellabæjar með samþykkt ráðsins. Í fundargerð kemur fram að fækka þurfi stoppum á móti til þess að akstursáætlunin haldi. Ekki var tekið fram hverri þeirra nítján stoppistöðva sem nú er á áætluninni verði fórnað fyrir flugvallarstöðina. Ungmennaráð Múlaþings lagði til í umsögn að skoðað yrði að taka út stöðina við fjölnotahúsið í Fellabæ vegna þess hversu óhentug hún væri, sérstaklega á veturna. Þá lagði það til að hafa tvær stoppistöðvar í Fellabæ, aðra þeirra fyrir neðan Fellavöll en hina fyrir ofan Fellaskóla. Í staðinn yrði stoppistöð við bensínstöð í Fellabæ fjarlægð. Dótturfélag Isavia sem rekur innanlandsflugvelli hóf gjaldtöku á bílastæðum við þrjá flugvelli í sumar, þar á meðal Egilsstaðaflugvöll. Einn Austurlendingur var svo óánægður með þá breytingu að hann stofnaði Facebook-hóp til þess að fólk gæti óskað eftir að boðið að skutla til eða frá flugvellinum, gagngert til þess að komast hjá því að greiða bílastæðagjöldin. Fleiri en sjö hundruð manns eru nú í hópnum. Strætóferðir eru gjaldfrjálsar í Múlaþingi.
Fréttir af flugi Múlaþing Strætó Bílar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Sjá meira