Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 21. nóvember 2024 21:36 „Það er mjög leiðinlegt að enn og aftur á einhver annar að bera ábyrgð á gjörðum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en hann sjálfur. Fólki er frekar misboðið,“ segir Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA. Heimsókn Miðflokksmanna í skólann í gær hefur vakið athygli. Vísir Sögur frá undarlegri heimsókn Miðflokksmanna í Verkmenntaskólann á Akureyri halda áfram að berast en skólameistari VMA segir formann flokksins hafa spurt nemendur hvort hann mætti koma með þeim inn í kennslustund. Þá hafi myndbirting hans í gærkvöldi komið flatt upp á pilta sem stilltu sér upp fyrir sjálfu með honum fyrr um daginn. Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA sagði frá því á Vísi í gær að frambjóðendur efstu þriggja sæta Miðflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið óboðnir í húsakynni skólans, Sigmundur Davíð hafi krotað á varning flokkanna og í kjölfarið hafi þremenningunum verið vísað út af aðstoðarskólameistara. Móðir pilts í skólanum segir Sigmund hafa uppnefnt son sinn meðan á heimsókninni stóð. Sigríður ítrekaði frásögn sína af heimsókninni í Kvöldfréttum Stöðvar 2, eftir að Sigmundur hafði í dag vísað sögum um að honum hafi verið vísað út úr skólanum á bug. Fréttina má sjá hér að neðan. Þá segir Sigríður að nemendur hafi fengið undarlegar fyrirspurnir frá formanninum þegar aðstoðarskólameistarinn hafði beðið frambjóðendurna um að yfirgefa svæðið. „Þau sögðust vera að fara. Hann vildi vera með þeim. Þau sögðust vera að fara í tíma og hann spurði, má ég ekki bara koma með ykkur í tíma?“ segir Sigríður Huld. „Þetta er svo gjörsamlega út fyrir það sem við viljum, að það sé vinnufriður í skólastofunni gagnvart nemendum,“ bætir hún við. Sigríður Huld bendir að auki færslu sem Sigmundur birti á Facebook í gærkvöldi ásamt mynd af sér og ólögráða nemendum. Hún segir að myndbirtingin hafi komið flatt upp á piltana á myndinni. „Þegar maður heyrir að það er verið að birta myndir af ólögráða nemendum á pólitíska síðu stjórnmálamanns, það er heldur ekki í lagi, alveg sama hver á í hlut.“ Hefði brugðist eins við sama hver ætti í hlut Sigmundur hefur sakað Sigríði um að ganga erinda Samfylkingarinnar í málinu en hún var í 22. sæti flokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum 2022. „Er það ekki bara af því að skólastjórinn er virk í Samfylkingunni og sá þarna tækifæri til að búa til einhverja sögu? Ég tek ekki á neinn hátt undir þá sögu,“ sagði hann í dag aðspurður hvernig stæði á að mikið bæri á milli frásagna þeirra af heimsókninni. Sigríður segir sínar pólitísku skoðanir aldrei hafa haft áhrif á það sem hún gerir í sinni vinnu. „Hefðu aðrir frambjóðendur komið hér til að halda einhvern framhaldsfund af því að þeir voru óánægðir með einhverjar spurningar á fundinum um morguninn og hagað sér með sama hætti, hefði ég brugðist nákvæmlega eins við. Þó það hefði verið formaður Samfylkingarinnar, hefði ég gert það líka, þó ég efast um að hún hefði hugmyndaflugið í þetta.“ Miðflokkurinn Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Akureyri Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11 Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. 20. nóvember 2024 19:48 Hafnar því að honum hafi verið vísað út „Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“ 20. nóvember 2024 21:38 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA sagði frá því á Vísi í gær að frambjóðendur efstu þriggja sæta Miðflokksins í Norðausturkjördæmi hafi komið óboðnir í húsakynni skólans, Sigmundur Davíð hafi krotað á varning flokkanna og í kjölfarið hafi þremenningunum verið vísað út af aðstoðarskólameistara. Móðir pilts í skólanum segir Sigmund hafa uppnefnt son sinn meðan á heimsókninni stóð. Sigríður ítrekaði frásögn sína af heimsókninni í Kvöldfréttum Stöðvar 2, eftir að Sigmundur hafði í dag vísað sögum um að honum hafi verið vísað út úr skólanum á bug. Fréttina má sjá hér að neðan. Þá segir Sigríður að nemendur hafi fengið undarlegar fyrirspurnir frá formanninum þegar aðstoðarskólameistarinn hafði beðið frambjóðendurna um að yfirgefa svæðið. „Þau sögðust vera að fara. Hann vildi vera með þeim. Þau sögðust vera að fara í tíma og hann spurði, má ég ekki bara koma með ykkur í tíma?“ segir Sigríður Huld. „Þetta er svo gjörsamlega út fyrir það sem við viljum, að það sé vinnufriður í skólastofunni gagnvart nemendum,“ bætir hún við. Sigríður Huld bendir að auki færslu sem Sigmundur birti á Facebook í gærkvöldi ásamt mynd af sér og ólögráða nemendum. Hún segir að myndbirtingin hafi komið flatt upp á piltana á myndinni. „Þegar maður heyrir að það er verið að birta myndir af ólögráða nemendum á pólitíska síðu stjórnmálamanns, það er heldur ekki í lagi, alveg sama hver á í hlut.“ Hefði brugðist eins við sama hver ætti í hlut Sigmundur hefur sakað Sigríði um að ganga erinda Samfylkingarinnar í málinu en hún var í 22. sæti flokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum 2022. „Er það ekki bara af því að skólastjórinn er virk í Samfylkingunni og sá þarna tækifæri til að búa til einhverja sögu? Ég tek ekki á neinn hátt undir þá sögu,“ sagði hann í dag aðspurður hvernig stæði á að mikið bæri á milli frásagna þeirra af heimsókninni. Sigríður segir sínar pólitísku skoðanir aldrei hafa haft áhrif á það sem hún gerir í sinni vinnu. „Hefðu aðrir frambjóðendur komið hér til að halda einhvern framhaldsfund af því að þeir voru óánægðir með einhverjar spurningar á fundinum um morguninn og hagað sér með sama hætti, hefði ég brugðist nákvæmlega eins við. Þó það hefði verið formaður Samfylkingarinnar, hefði ég gert það líka, þó ég efast um að hún hefði hugmyndaflugið í þetta.“
Miðflokkurinn Framhaldsskólar Alþingiskosningar 2024 Akureyri Skóla- og menntamál Tengdar fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11 Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. 20. nóvember 2024 19:48 Hafnar því að honum hafi verið vísað út „Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“ 20. nóvember 2024 21:38 Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Sjá meira
„Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Formaður Miðflokksins hafnar því að sér hafi verið vísað út úr Verkmenntaskólanum á Akureyri í gær. Aðstoðarskólastjóri VMA staðfestir frásögn skólastjórans, um að hún hafi vísað fulltrúum flokksins út úr skólanum eftir að formaðurinn krotaði á varning annarra flokka. Sigmundur heldur fast við sína frásögn og kannast ekki við að hafa verið vísað úr skólanum. 21. nóvember 2024 14:11
Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Aðstoðarskólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri vísaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og öðrum meðlimum Miðflokksins úr húsakynnum skólans í dag eftir að hann var staðinn að því að krota á varning annarra flokka. 20. nóvember 2024 19:48
Hafnar því að honum hafi verið vísað út „Ég ræddi ekki við kennara og ekki við skólastjórann (og Samfylkingaraktívistann) sem lét hafa ýmislegt eftir sér í frétt á Vísi. Hvorki hún né nokkur annar starfsmaður báðu mig að fara út.“ 20. nóvember 2024 21:38