Við tökum einnig stöðuna á eldgosinu við Sundhnúksgíga og ræðum við framkvæmdastjóra hjá Bláa lóninu. Tilkynnt var í gærkvöldi að lónið yrði opnað næsta föstudag eftir mikla dramatík á fimmtudag, þegar hraun rann þar yfir bílastæði.
Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþinigskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag.
Við fjöllum einnig um enn einn umdeilda embættismanninn sem Donald Trump, nýkjörinn Bandaríkjaforseti, hyggst tilnefna - og fjöllum um íbúðauppbyggingu á Suðurlandi, þar sem verð á nýjum íbúðum er farið að nálgast verð nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu.