Því já, kosningar hafa áhrif á fólk og samkvæmt rannsóknum, þá eru þau áhrif líkleg til að sýna sig í vinnu og afköstum.
Ekki aðeins í dag eða fyrir kosningar. Heldur einnig fyrstu dagana eftir að niðurstöður liggja fyrir.
Vinnuveitendur þurfa að átta sig á því að kosningastreita getur haft áhrif á framleiðni og starfsanda.
Áhyggjufullir starfsmenn eru minni árangursríkir og langvarandi streita getur leitt til kulnunar.
Auk þess getur pólitísk spenna truflað teymisvinnu,“
er haft eftir meðferðaraðila í grein sem birt er á vefsíðu mannauðsamtakana Society for Human Resource Management (SHRM) en þau telja um 340 þúsund meðlimi í 180 löndum.
En þótt niðurstöður muni liggja fyrir um helgina, segja sérfræðingar SHRM að vinnustaðir þurfi að búast við því að kosningaáhrifin hafi áhrif á starfsfólk í einhverja daga á eftir; jafnvel vikur eða mánuði.
Það skýrist einfaldlega af því hversu margir upplifa einhvers konar kosningaspennu í aðdraganda kosninga.
„Í ljósi þess hversu margir upplifa kosningaspennu er líklegt að jafnvel fyrir þá einstaklinga sem verða ánægðir með niðurstöðurnar, hverfi spennan ekki alveg,“ er haft eftir öðrum sérfræðingi í umræddri grein.
Til að setja þessi áhrif í samhengi við hversu margir eru líklegir til að upplifa kosningaspennu eða áhrif frá henni, má nefna að samkvæmt niðurstöðum rannsókna LifeStance Health, sem SHRM vitnar í, upplifðu 79% Bandaríkjamanna spennu í aðdraganda forsetakosninganna þar fyrr í mánuðinum og 21% aðspurðra upplifðu einfaldlega mikinn kvíða vegna þeirra.
Þá sögðust 57% aðspurðra hugsuðu um kosningarnar daglega og ríflega 31% oft á dag.