Innlent

Bjart­sýni í Karp­húsinu og kattarins Díegó leitað

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. Við ræðum við Ástráð Haraldsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu  í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðuna í lok dags.

Þá verður einnig rætt við Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóra á Suðurnesjum í beinni en Grindavík var opnuð aftur í dag. Virkni eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni hefur ekki minnkað jafn hratt og í fyrri gosum og er hraunflæðið á við kröftugustu gosin í Fagradalsfjalli.

Samkvæmt nýrri Maskínukönnun vilja rúm 27 prósent sjá Kristrúnu Frostadóttur sem næsta forsætisráðherra og um tuttugu prósent vilja Þorgerði Katrínu. Langflestir vilja að Kristrún verði næsti fjármála- og efnahagsráðherra, eða tæp 40 prósent kjósenda.

Kötturinn Diego, einn frægasti köttur landsins, var numinn á brott úr versluninni A fjórum í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim.

Og við litum við á Hafravatni í dag, þar sem skautafólk lék sér í fullkomnum aðstæðum. Eins nýttu svifflugmenn sér frosið vatnið til að æfa sig í lendingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×