Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. nóvember 2024 11:09 Tómas Ellert segist lítið sjá athugavert við að hafa kostað færslu á síðu Miðflokksins, sem hann er genginn úr. Hann sé réttur eigandi síðunnar, sem hann vilji helst fá aftur í sínar hendur. Fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins, sem gekkst við því í gær að hafa kostað færslu á Facebook-síðu flokksins í Suðurkjördæmi í óþökk fyrrum samherja sinna, stendur fast á sínu og sér lítið athugavert við það sem hann gerði. Hann segist eiga tilkall til síðunnar sem stofnandi hennar. Maðurinn sem um ræðir er Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg. Hann sóttist eftir oddvitasæti flokksins í Suðurkjördæmi í síðasta mánuði en hætti við nokkrum dögum síðar af persónulegum ástæðum. Hann styður nú Höllu Hrund Logadóttur, fyrrverandi orkumálastjóra og oddvita Framsóknar í kjördæminu. Í gærkvöldi birtist færsla á Facebook-síðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi þar sem deilt var opnu bréfi Kára Stefánssonar til Snorra Mássonar, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í bréfinu sagði Kári að Snorri þyrfti að sætta sig við að vera orðinn frambjóðandi Miðflokksins, þótt honum kynni að mislíka stefnan. Síðar um kvöldið birtist önnur færsla þar sem kom fram að Tómas Ellert hafi verið að verki, tæpum fjórum vikum eftir að hafa sagt sig úr flokknum og lýst yfir stuðningi við Höllu. Miðflokkurinn liti málið alvarlegum augum. Þar undir í athugasemdakerfinu svaraði Tómas fyrrverandi félögum sínum fullum hálsi og gekkst við því að hafa birt færsluna. Viðbrögðin jákvæð Í samtali við Vísi segist Tómas hafa skýrt ágætlega fyrir sínum gömlu félögum hvers vegna hann brá á þetta ráð. „Það fer allt fram hjá þeim þessa dagana, kallgreyjunum,“ segir Tómas Ellert. Hann hafi fengið mikil og jákvæð viðbrögð við uppátækinu, sem hafi verið ætlað að vekja athygli Miðflokksmanna á grein Kára. Færsla Miðflokksins í Suðurkjördæmi frá því í gærkvöldi, þar sem athygli var vakin á því hver það var sem deildi grein Kára. Í greininni fer Kári ekki mjúkum höndum um Snorra Másson, oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Ég var bara að láta þá vita af þessu opna bréfi Kára, svo þeir myndu nú svara því. Eða allavega svo það færi ekki fram hjá þeim, eins og flest þessa dagana.“ Segist réttur eigandi síðunnar Tómas gefur lítið fyrir gagnrýni á athæfið, sem Miðflokksmenn sögðust líta alvarlegum augum. „Ég skil það nú bara eiginlega alls ekki. Í raun og veru á ég þessa síðu. Ég setti hana upp á sínum tíma, þeir eru bara með hana í láni frá mér. Kannski er spurning um að óska eftir því að þeir bara skili síðunni,“ segir Tómas. Svar Tómasar við færslu Miðflokksins í Suðurkjördæmi þar sem upplýst var um að hann hefði deilt grein Kára. Hann sé að skoða það með lögmanni sínum að óska eftir einmitt því, að síðunni verði skilað í hans hendur. „Ég stofnaði þessa síðu og er rétthafi hennar, myndi ég halda.“ „Alltaf fórnarlömbin“ Finnst þér óeðlilegt að menn bregðist ókvæða við þegar þetta er staðan, að þú sért hættur í flokknum og styðjir frambjóðanda annars flokks í kjördæminu? „Nei nei, þessi viðbrögð frá þeim komu mér ekkert á óvart. Þeir eru alltaf svo mikil fórnarlömb í öllu, þegar þeir lenda í einhverju eða gera einhverja skandala. Þeir eru alltaf fórnarlömbin,“ segir Tómas Ellert. Sjá einnig: „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Hann segir þó enga kergju í sér gagnvart hans gömlu samflokksmönnum. Ósáttur með fjarveru við fyrstu skóflustungu „Þeir verða að fara að vakna þessir drengir og átta sig á því hvað er að gerast í kringum þá. Það er eins og þeir hafi ekki hugmynd um það. Það er risaskandall að þeir hafi ekki einu sinni verið með menn hérna við skóflustunguna á nýju Selfossbrúnni. Þetta er ein stærsta og merkasta framkvæmd sem verður unnin hér á Suðurlandi næstu árin. Mér finnst það bara grafalvarlegt mál að þeir skuli ekki hafa getað komið og samglaðst fólki með þá framkvæmd,“ segir Tómas Ellert. Beggi, þú ert að skrifa þetta þar sem allir sjá það. Viltu ekki bara senda SMS?— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) November 24, 2024 Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú var tekin á mánudaginn í síðustu viku en Miðflokksmenn á þingi hafa grínast með það á samfélagsmiðlum að ekki sé búið að hanna brúna en samt hafi fyrsta skóflustungan þegar verið tekin. „Heil 281 króna“ Að dómi Tómasar þurfa Miðflokksmenn að líta í eigin barm. „Og hætta að spila sig sem einhver fórnarlömb í öllu. Gráta minna og brosa meira.“ Nú hefur aðgangi Tómasar að síðunni verið lokað. Hann segist hafa kostað til fleiri hundruðum þúsunda í auglýsingar á síðunni frá því hún var stofnuð í október 2017. „Kannski maður sendi þeim bara reikninginn fyrir þessum auglýsingum ef þeir vilja ekki skila síðunni.“ Þessi umrædda færsla var kostuð. Gerðir þú það úr eigin vasa? „Þetta er allt úr mínum eigin vasa. Þetta líka, heil 281 króna sem þetta kostaði mig,“ segir Tómas Ellert að lokum. Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna. 26. nóvember 2024 00:09 „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. 25. nóvember 2024 18:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Maðurinn sem um ræðir er Tómas Ellert Tómasson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í Árborg. Hann sóttist eftir oddvitasæti flokksins í Suðurkjördæmi í síðasta mánuði en hætti við nokkrum dögum síðar af persónulegum ástæðum. Hann styður nú Höllu Hrund Logadóttur, fyrrverandi orkumálastjóra og oddvita Framsóknar í kjördæminu. Í gærkvöldi birtist færsla á Facebook-síðu Miðflokksins í Suðurkjördæmi þar sem deilt var opnu bréfi Kára Stefánssonar til Snorra Mássonar, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Í bréfinu sagði Kári að Snorri þyrfti að sætta sig við að vera orðinn frambjóðandi Miðflokksins, þótt honum kynni að mislíka stefnan. Síðar um kvöldið birtist önnur færsla þar sem kom fram að Tómas Ellert hafi verið að verki, tæpum fjórum vikum eftir að hafa sagt sig úr flokknum og lýst yfir stuðningi við Höllu. Miðflokkurinn liti málið alvarlegum augum. Þar undir í athugasemdakerfinu svaraði Tómas fyrrverandi félögum sínum fullum hálsi og gekkst við því að hafa birt færsluna. Viðbrögðin jákvæð Í samtali við Vísi segist Tómas hafa skýrt ágætlega fyrir sínum gömlu félögum hvers vegna hann brá á þetta ráð. „Það fer allt fram hjá þeim þessa dagana, kallgreyjunum,“ segir Tómas Ellert. Hann hafi fengið mikil og jákvæð viðbrögð við uppátækinu, sem hafi verið ætlað að vekja athygli Miðflokksmanna á grein Kára. Færsla Miðflokksins í Suðurkjördæmi frá því í gærkvöldi, þar sem athygli var vakin á því hver það var sem deildi grein Kára. Í greininni fer Kári ekki mjúkum höndum um Snorra Másson, oddvita flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. „Ég var bara að láta þá vita af þessu opna bréfi Kára, svo þeir myndu nú svara því. Eða allavega svo það færi ekki fram hjá þeim, eins og flest þessa dagana.“ Segist réttur eigandi síðunnar Tómas gefur lítið fyrir gagnrýni á athæfið, sem Miðflokksmenn sögðust líta alvarlegum augum. „Ég skil það nú bara eiginlega alls ekki. Í raun og veru á ég þessa síðu. Ég setti hana upp á sínum tíma, þeir eru bara með hana í láni frá mér. Kannski er spurning um að óska eftir því að þeir bara skili síðunni,“ segir Tómas. Svar Tómasar við færslu Miðflokksins í Suðurkjördæmi þar sem upplýst var um að hann hefði deilt grein Kára. Hann sé að skoða það með lögmanni sínum að óska eftir einmitt því, að síðunni verði skilað í hans hendur. „Ég stofnaði þessa síðu og er rétthafi hennar, myndi ég halda.“ „Alltaf fórnarlömbin“ Finnst þér óeðlilegt að menn bregðist ókvæða við þegar þetta er staðan, að þú sért hættur í flokknum og styðjir frambjóðanda annars flokks í kjördæminu? „Nei nei, þessi viðbrögð frá þeim komu mér ekkert á óvart. Þeir eru alltaf svo mikil fórnarlömb í öllu, þegar þeir lenda í einhverju eða gera einhverja skandala. Þeir eru alltaf fórnarlömbin,“ segir Tómas Ellert. Sjá einnig: „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Hann segir þó enga kergju í sér gagnvart hans gömlu samflokksmönnum. Ósáttur með fjarveru við fyrstu skóflustungu „Þeir verða að fara að vakna þessir drengir og átta sig á því hvað er að gerast í kringum þá. Það er eins og þeir hafi ekki hugmynd um það. Það er risaskandall að þeir hafi ekki einu sinni verið með menn hérna við skóflustunguna á nýju Selfossbrúnni. Þetta er ein stærsta og merkasta framkvæmd sem verður unnin hér á Suðurlandi næstu árin. Mér finnst það bara grafalvarlegt mál að þeir skuli ekki hafa getað komið og samglaðst fólki með þá framkvæmd,“ segir Tómas Ellert. Beggi, þú ert að skrifa þetta þar sem allir sjá það. Viltu ekki bara senda SMS?— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) November 24, 2024 Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú var tekin á mánudaginn í síðustu viku en Miðflokksmenn á þingi hafa grínast með það á samfélagsmiðlum að ekki sé búið að hanna brúna en samt hafi fyrsta skóflustungan þegar verið tekin. „Heil 281 króna“ Að dómi Tómasar þurfa Miðflokksmenn að líta í eigin barm. „Og hætta að spila sig sem einhver fórnarlömb í öllu. Gráta minna og brosa meira.“ Nú hefur aðgangi Tómasar að síðunni verið lokað. Hann segist hafa kostað til fleiri hundruðum þúsunda í auglýsingar á síðunni frá því hún var stofnuð í október 2017. „Kannski maður sendi þeim bara reikninginn fyrir þessum auglýsingum ef þeir vilja ekki skila síðunni.“ Þessi umrædda færsla var kostuð. Gerðir þú það úr eigin vasa? „Þetta er allt úr mínum eigin vasa. Þetta líka, heil 281 króna sem þetta kostaði mig,“ segir Tómas Ellert að lokum.
Miðflokkurinn Suðurkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna. 26. nóvember 2024 00:09 „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. 25. nóvember 2024 18:05 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Fyrrverandi Miðflokksmaður, sem nú styður oddvita Framsóknar í Suðurkjördæmi af heilum hug, gengst við því að hafa birt færslu á síðu fyrrnefnda flokksins nokkrum vikum eftir brotthvarf hans þaðan. Færslan innihélt opið bréf þar sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði oddvita Miðflokksins í Reykjavík suður til syndanna. 26. nóvember 2024 00:09
„Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Kári Stefánsson segir Snorra Másson, oddvita Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vera búinn að koma sér út í erfiðar aðstæður. Snorri sé í flokki hverra stefnumál honum mislíkar og eigi erfitt með að horfast í augu við sjálfan sig. 25. nóvember 2024 18:05