Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2024 21:21 Neðan við bæinn Fossnes verður Þjórsárdalsvegur látinn liggja á uppbyggðum garði. Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Inntakslón sem myndast vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar veldur því að færa þarf Þjórsárdalsveg á um fimm kílómetra löngum kafla. Ný veglína er sýnd á myndbandi sem Landsvirkjun og Vegagerðin hafa kynnt íbúum nærsveita. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndbandið sem sýnir breytinguna þegar 350 metra löng stífla rís þvert yfir farveg Þjórsár með Hvammsvirkjun. Við það myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón, nefnt Hagalón. Lónið mun ekki aðeins setja flúðir sem þarna eru í ánni á kaf heldur fer þjóðvegurinn einnig undir vatn á löngum kafla. Allnokkuð af grónu þurrlendi fer sömuleiðis undir lónið. Gert er ráð fyrir áningarstað við bakka Hagalóns.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Myndbandið var birt á kynningarfundum með íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra í síðustu viku en það sýnir nánar hvernig ætlunin er að breyta Þjórsárdalsvegi á þessum kafla. Meðaldýpi í lóninu verður um 3,3 metrar en mesta dýpi um tólf metrar. Mesta breytingin verður við bæina Fossnes og Haga. Neðan Fossness mun lónið mynda vík inn í landið og verður þjóðvegurinn látinn liggja yfir víkina á stórum garði. Við bæinn Fosssnes myndar Hagalón vík inn í landið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Talsverð breyting verður einnig á vegstæðinu á móts við bæinn Haga. Þar færist vegurinn fjær bænum út að ánni og mun þar virka sem einskonar varnargarður á um þriggja kílómetra kafla. Gert er ráð fyrir áningarstað þar sem ferðamenn og aðrir vegfarendur geta teygt úr sér, virt lónið fyrir sér og horft til Búrfells og Heklu. Hagaey verður þó sokkin að hálfu og flúðirnar í ánni horfnar. Við Haga færist vegurinn fjær bænum og nær Þjórsá. Flúðir í ánni á þessum stað hverfa í lónið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Á myndböndunum er svæðið einnig sýnt í vetrarbúningi en vegna lónsins þarf að færa vegstæðið á um fimm kílómetra kafla. Landsvirkjun mun borga vegagerðina að mestu og er stefnt að því að hún verði boðin út næsta vor, svo fremi að kærumál, sem enn eru í gangi, stöðvi ekki Hvammsvirkjun. Hér má sjá myndbandið í frétt Stöðvar 2: Önnur vegagerð fylgir Hvammsvirkjun, smíði nýrrar brúar yfir Þjórsá á móts við Árnes ásamt gerð Búðafossvegar, sem fjallað er um í þessari frétt: Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Umhverfismál Stangveiði Lax Tengdar fréttir Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndbandið sem sýnir breytinguna þegar 350 metra löng stífla rís þvert yfir farveg Þjórsár með Hvammsvirkjun. Við það myndast fjögurra ferkílómetra inntakslón, nefnt Hagalón. Lónið mun ekki aðeins setja flúðir sem þarna eru í ánni á kaf heldur fer þjóðvegurinn einnig undir vatn á löngum kafla. Allnokkuð af grónu þurrlendi fer sömuleiðis undir lónið. Gert er ráð fyrir áningarstað við bakka Hagalóns.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Myndbandið var birt á kynningarfundum með íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra í síðustu viku en það sýnir nánar hvernig ætlunin er að breyta Þjórsárdalsvegi á þessum kafla. Meðaldýpi í lóninu verður um 3,3 metrar en mesta dýpi um tólf metrar. Mesta breytingin verður við bæina Fossnes og Haga. Neðan Fossness mun lónið mynda vík inn í landið og verður þjóðvegurinn látinn liggja yfir víkina á stórum garði. Við bæinn Fosssnes myndar Hagalón vík inn í landið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Talsverð breyting verður einnig á vegstæðinu á móts við bæinn Haga. Þar færist vegurinn fjær bænum út að ánni og mun þar virka sem einskonar varnargarður á um þriggja kílómetra kafla. Gert er ráð fyrir áningarstað þar sem ferðamenn og aðrir vegfarendur geta teygt úr sér, virt lónið fyrir sér og horft til Búrfells og Heklu. Hagaey verður þó sokkin að hálfu og flúðirnar í ánni horfnar. Við Haga færist vegurinn fjær bænum og nær Þjórsá. Flúðir í ánni á þessum stað hverfa í lónið.Vegagerðin/Landsvirkjun/Efla Á myndböndunum er svæðið einnig sýnt í vetrarbúningi en vegna lónsins þarf að færa vegstæðið á um fimm kílómetra kafla. Landsvirkjun mun borga vegagerðina að mestu og er stefnt að því að hún verði boðin út næsta vor, svo fremi að kærumál, sem enn eru í gangi, stöðvi ekki Hvammsvirkjun. Hér má sjá myndbandið í frétt Stöðvar 2: Önnur vegagerð fylgir Hvammsvirkjun, smíði nýrrar brúar yfir Þjórsá á móts við Árnes ásamt gerð Búðafossvegar, sem fjallað er um í þessari frétt:
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Vegagerð Vatnsaflsvirkjanir Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Umhverfismál Stangveiði Lax Tengdar fréttir Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Vill hefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun fyrir árslok Landsvirkjun er komin með öll tilskilin leyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá og stefnir að því að hefja framkvæmdir fyrir árslok. Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti framkvæmdaleyfi í dag. 24. október 2024 22:00