Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2024 10:46 Frá undirritun samnings upp á tuttugu milljarða. Frá vinstri: Ásbjörg Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri framkvæmda hjá Landsvirkjun, Uli Schulze Südhoff, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Enercon, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar og Steinunn Pálmadóttir, lögmaður hjá Landsvirkjun. Landsvirkjun Landsvirkjun hefur samið við þýska vindmylluframleiðandann Enercon um kaup, uppsetningu og rekstur á 28 vindmyllum sem settar verða upp í Búrfellslundi við Vaðöldu. Vindmyllurnar 28 kosta tuttugu milljarða króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fjórtán vindmillur verði reistar snemma árs árs 2026 og gangsettar seinna um árið. Reiknað sé með að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027. 140 milljónir evra Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllunum í janúar síðastliðnum með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Útboðsgögnin og öll vinna við útboðsferil og samningagerð hafi verið unnin með ráðgjöfum Landsvirkjunar, dönsku lögfræðiskrifstofunni Kromann Reumert og alþjóðlegu verkfræðistofunni Afry. Öll nauðsynleg leyfi hafi legið fyrir í október síðastliðnum. Þrír framleiðendur hafi tekið þátt í útboðsferlinu. Enercon GmbH hafi átt hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra. Það gerir rúmlega tuttugu milljarða króna. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun greiddi eiganda sínum, íslenska ríkinu, þrjátíu milljarða króna í arð í ár. Þegar komin reynsla á vindmyllur frá Enercon Í tilkynningu segir að framleiðandi vindmyllanna, Enercon, hafi reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi. Fyrirtækið hafi framleitt vindmyllurnar sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu, hraunsléttu norðan Búrfells, frá 2013, auk þess sem vindmyllur í Þykkvabæ séu frá Enercon komnar. Í samningi Landsvirkjunar og Enercon felist hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið verður fullbúið taki við þjónustusamningur til í það minnsta fimmtán ára. Áður en til kasta Enercon kemur verði lokið við vegagerð á svæðinu við Vaðöldu, auk þess sem byggja þurfi vindmylluplön, smíða undirstöður undir vindmyllurnar og fleira. Sú mannvirkjagerð hefjist á næsta ári, en stefnt sé að útboði þess verks fyrir lok ársins. Samhliða uppbyggingu vindorkuversins við Vaðöldu hyggist Landsvirkjun reisa þjónustubyggingu fyrir vindorkuverið á Hellu. Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Vindmyllur í Þykkvabæ Orkumál Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að fjórtán vindmillur verði reistar snemma árs árs 2026 og gangsettar seinna um árið. Reiknað sé með að vindorkuverið verði að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027. 140 milljónir evra Landsvirkjun hafi auglýst útboð á vindmyllunum í janúar síðastliðnum með fyrirvara um leyfis- og skipulagsmál. Útboðsgögnin og öll vinna við útboðsferil og samningagerð hafi verið unnin með ráðgjöfum Landsvirkjunar, dönsku lögfræðiskrifstofunni Kromann Reumert og alþjóðlegu verkfræðistofunni Afry. Öll nauðsynleg leyfi hafi legið fyrir í október síðastliðnum. Þrír framleiðendur hafi tekið þátt í útboðsferlinu. Enercon GmbH hafi átt hagkvæmasta tilboðið, 140 milljónir evra. Það gerir rúmlega tuttugu milljarða króna. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun greiddi eiganda sínum, íslenska ríkinu, þrjátíu milljarða króna í arð í ár. Þegar komin reynsla á vindmyllur frá Enercon Í tilkynningu segir að framleiðandi vindmyllanna, Enercon, hafi reynslu af uppbyggingu og rekstri vindmylla hér á landi. Fyrirtækið hafi framleitt vindmyllurnar sem Landsvirkjun hefur rekið í tilraunaskyni á Hafinu, hraunsléttu norðan Búrfells, frá 2013, auk þess sem vindmyllur í Þykkvabæ séu frá Enercon komnar. Í samningi Landsvirkjunar og Enercon felist hönnun, framleiðsla, flutningur, uppsetning og prófanir á 28 vindmyllum. Þegar vindorkuverið verður fullbúið taki við þjónustusamningur til í það minnsta fimmtán ára. Áður en til kasta Enercon kemur verði lokið við vegagerð á svæðinu við Vaðöldu, auk þess sem byggja þurfi vindmylluplön, smíða undirstöður undir vindmyllurnar og fleira. Sú mannvirkjagerð hefjist á næsta ári, en stefnt sé að útboði þess verks fyrir lok ársins. Samhliða uppbyggingu vindorkuversins við Vaðöldu hyggist Landsvirkjun reisa þjónustubyggingu fyrir vindorkuverið á Hellu.
Landsvirkjun Vindorka Vindorkuver í Búrfellslundi Vindmyllur í Þykkvabæ Orkumál Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira