Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 29. nóvember 2024 09:31 Ég hef verið félagi í VG frá stofnfundinum í Rúgbrauðsgerðinni fyrir aldarfjórðungi. Það var mamma sem dróg mig með sér, einkennilegt þar sem ég hafði verið á vinstri kantinum alla tíð, en hún lengst af með djúpar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Við ólumst upp við það að þurfa ekki að ganga í Flokkinn, við ættum hann, hefðum búið hann til. Þessi goðsögn tengdist minningu um móðurafa minn, leiðandi hlutverk hans í stofnun flokksins, sem hann svo dó frá 38 ára gamall í umferðarslysi 1931. Mamma átti ekki lengur samleið með íhaldinu, stóru málin hjá henni voru náttúran, sveitin í Borgarfirði, jafnrétti milli landshluta, andstaða við stóriðju og ESB, sjálfstæði þjóðarinnar. Henni auðnaðist að lifa þá stund að Bandaríkjaher yrði á burt, það var kl. 17 þann 30. september 2006. Mamma dó kl. 19 sama dag. Ég hef aldrei verið duglegur flokksmaður. Ég hef varið minni orku í samtök sem freista þess að sameina fólk um málefni, þvert á flokka. Ég kom róttækur heim frá Bandaríkjunum eftir skiptinemadvöl á vegum kirkjunnar. Þar var umræða um arðrán, aðskilnaðarstefnu og stríð efst á baugi. Ég var snarlega stimplaður kommúnisti á mínu heimili, þegar ég vogaði mér að spyrja hvort þessi her í Keflavík væri ekki sá sami og í Víetnam. Félagsmálabröltið byrjaði með Samtökum skiptinema haustið 1965 og TENGLAR komu svo 1966, sjálfboðastarf á Kleppi og víðar til að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir og stuðla að mannúð og mannréttindum. Geðhjálp kom til sögunnar 1979 og alla þessa öld hef ég starfað þar, lengi sem varaformaður. Friðarbarátta hefur verið í öndvegi hjá mér, Samtök herstöðvaandstæðinga, Víetnamnefndin á Íslandi, Grikklandshreyfingin og síðan en ekki síst Félagið Ísland-Palestína þar sem ég var formaður í aldarfjórðung. Ég valdist til forystu vinstri manna í Háskóla Íslands 1968 og Verðandi (forveri Röskvu) var stofnað í mars 1969. Verðandi vann allar kosningar í HÍ í að minnsta kosti áratug, en grunnhugsunin í okkar stúdentapólitík var að sameinast um halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það var líka hugsunin með Reykjavíkurlistanum og tókst vel til. Áhugi minn á pólitík sem slíkri hefur fyrst og fremst beinst að því að halda þeim flokki út í horni sem löngum hefur stuðlað að arðráni, aðskilnaðarstefnu og stríði. Þess vegna var ég meðal þeirra sem stóðu gegn stjórnaraðild VG með Sjálfstæðisflokknum fyrir sjö árum. En nú þýðir ekki að sýta liðna tíð. Við þurfum að safna liði. Við skulum efla þann flokk sem byggir á vinstri stefnu og grænum gildum, kvenfrelsi og friði. Við þurfum svo sannarlega að geta kosið flokk sem tekur skýlausa afstöðu gegn hernaðarbandalaginu NATO og aðild Íslands að hverskyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna, þar með talið útrýmingarstríð Ísraels gegn Palestínu. Ég gleðst líka yfir því að geta kosið flokk sem hefur baráttufólk í umhverfis- og loftlagsmálum í oddvitasætum. X-V Höfundur er heimilislæknir í 4. sæti fyrir VG í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið félagi í VG frá stofnfundinum í Rúgbrauðsgerðinni fyrir aldarfjórðungi. Það var mamma sem dróg mig með sér, einkennilegt þar sem ég hafði verið á vinstri kantinum alla tíð, en hún lengst af með djúpar rætur í Sjálfstæðisflokknum. Við ólumst upp við það að þurfa ekki að ganga í Flokkinn, við ættum hann, hefðum búið hann til. Þessi goðsögn tengdist minningu um móðurafa minn, leiðandi hlutverk hans í stofnun flokksins, sem hann svo dó frá 38 ára gamall í umferðarslysi 1931. Mamma átti ekki lengur samleið með íhaldinu, stóru málin hjá henni voru náttúran, sveitin í Borgarfirði, jafnrétti milli landshluta, andstaða við stóriðju og ESB, sjálfstæði þjóðarinnar. Henni auðnaðist að lifa þá stund að Bandaríkjaher yrði á burt, það var kl. 17 þann 30. september 2006. Mamma dó kl. 19 sama dag. Ég hef aldrei verið duglegur flokksmaður. Ég hef varið minni orku í samtök sem freista þess að sameina fólk um málefni, þvert á flokka. Ég kom róttækur heim frá Bandaríkjunum eftir skiptinemadvöl á vegum kirkjunnar. Þar var umræða um arðrán, aðskilnaðarstefnu og stríð efst á baugi. Ég var snarlega stimplaður kommúnisti á mínu heimili, þegar ég vogaði mér að spyrja hvort þessi her í Keflavík væri ekki sá sami og í Víetnam. Félagsmálabröltið byrjaði með Samtökum skiptinema haustið 1965 og TENGLAR komu svo 1966, sjálfboðastarf á Kleppi og víðar til að rjúfa félagslega einangrun fólks með geðraskanir og stuðla að mannúð og mannréttindum. Geðhjálp kom til sögunnar 1979 og alla þessa öld hef ég starfað þar, lengi sem varaformaður. Friðarbarátta hefur verið í öndvegi hjá mér, Samtök herstöðvaandstæðinga, Víetnamnefndin á Íslandi, Grikklandshreyfingin og síðan en ekki síst Félagið Ísland-Palestína þar sem ég var formaður í aldarfjórðung. Ég valdist til forystu vinstri manna í Háskóla Íslands 1968 og Verðandi (forveri Röskvu) var stofnað í mars 1969. Verðandi vann allar kosningar í HÍ í að minnsta kosti áratug, en grunnhugsunin í okkar stúdentapólitík var að sameinast um halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það var líka hugsunin með Reykjavíkurlistanum og tókst vel til. Áhugi minn á pólitík sem slíkri hefur fyrst og fremst beinst að því að halda þeim flokki út í horni sem löngum hefur stuðlað að arðráni, aðskilnaðarstefnu og stríði. Þess vegna var ég meðal þeirra sem stóðu gegn stjórnaraðild VG með Sjálfstæðisflokknum fyrir sjö árum. En nú þýðir ekki að sýta liðna tíð. Við þurfum að safna liði. Við skulum efla þann flokk sem byggir á vinstri stefnu og grænum gildum, kvenfrelsi og friði. Við þurfum svo sannarlega að geta kosið flokk sem tekur skýlausa afstöðu gegn hernaðarbandalaginu NATO og aðild Íslands að hverskyns hernaðarbrölti Bandaríkjanna, þar með talið útrýmingarstríð Ísraels gegn Palestínu. Ég gleðst líka yfir því að geta kosið flokk sem hefur baráttufólk í umhverfis- og loftlagsmálum í oddvitasætum. X-V Höfundur er heimilislæknir í 4. sæti fyrir VG í Reykjavík norður.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun