Menning

Í beinni: Dagur ís­lenskrar tón­listar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Helgi Björns mun stýra samsöng.
Helgi Björns mun stýra samsöng. Vísir/Vilhelm

Í dag klukkan tíu klukkan 10:00 verður formleg dagskrá í Hörpu vegna Dags íslenskrar tónlistar sem er á sunnudag. Þá mun íslenskt tónlistarfólk verðlauna fólk og hópa sem myndar eiginlegt stoðkerfi íslensks tónlistarlífs.

Fram munu meðal annars koma GDRN og Magnús Jóhann, Silva Þórðardóttir og Steingrímur Teague, Vigdís Hafliðadóttir og Helgi Björnsson. Horfa má á atburðinn í beinni hér fyrir neðan.

Sá síðastnefndi mun stýra samsöng þegar grunnskólabörn víða um land syngja öll á sama tíma hið fjörutíu ára gamla lag, Húsið og ég (mér finnst rigningin góð) og slá mögulega Íslandsmet í samsöng. Aðð því loknu fer fram verðlaunaafhending.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.