„Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2024 10:36 Inga Sæland sagðist lesa það í niðurstöður kosninganna að þjóðin væri að refsa stjórnarflokkunum grimmilega. Hún lofaði engu en virtist vilja gefa „kvennastjórninni“ sem virðist vera að teiknast upp: Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins, tækifæri. vísir/vilhelm Inga Sæland formaður Flokks fólksins sagði nú rétt í þessu, í viðtali við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi, að kosingarnar væru sögulegar – þær eigi eflaust eftir að fara á spjöld sögunnar. „Það falla tveir flokkar hreinlega af þingi. Þetta er með hreinum ólíkindum.“ Inga var silkimjúk í tali og sagði að það yrði að koma í ljós hvað verður með loforð hennar um 450 þúsund króna lágmarkslaun. „Við höfum verið með þetta fjármagnað og við eigum eftir að sjá hvað gerist. Við eigum eftir að taka því fagnandi og sjáum það hreinlega láta það raungerast.“ Samfylkingin sönn í því sem hún hefur verið að gera Inga sagði að ekki væri búið að telja upp úr öllum kössum en henni skildist að um hádegið verði þetta komið, að megninu til. „Það eina sem virkilega gekk eftir er að Samfylkingin hefur verið sönn í sínu, bætt við sig níu þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ákveðinn varnarsigur þó hann hafi aldrei haft það jafn bágt. Þetta verður ekki eins öflugt hjá Viðreisn og kannanir gáfu til kynna,“ sagði Inga. Hún benti á að Viðreisn væri aðeins að fá tveimur prósentum meira en Flokkur fólksins. „Við erum að fá tvo nýja þingmenn og þetta er stórkostlegt. Við í Flokki fólksins erum með 14 prósent og komin með tíu þingmenn, að sjálfsögðu munum við taka utan um fólkið okkar af öllu hjarta.“ Verðum að hlusta á þjóðina En í hvaða átt viltu halla þér, spurði Kristján. Inga var ekki alveg tilbúin á þessu stigi að gefa það upp, en þó má lesa ýmislegt í orð hennar. „Við sjáum það náttúrlega að samfélagið okkar, kjósendur okkar eru að refsa stjórnarflokkunum og vilja ekki sjá þá. Hvað við gerum kemur í ljós en auðvitað hlustum við á fólkið í landinu. Þannig er nú lýðræðið.“ Inga benti á að fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki gert það eftir síðustu kosningar. Þá hafi VG tapað stórfellt en samstarfið hangið á stórsigri Framsóknarflokksins. „Það var ekki hlustað á það. Ég vil hlusta á þjóðina okkar og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur þannig að það verði eins farsælt og unnt er.“ Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Sjá meira
„Það falla tveir flokkar hreinlega af þingi. Þetta er með hreinum ólíkindum.“ Inga var silkimjúk í tali og sagði að það yrði að koma í ljós hvað verður með loforð hennar um 450 þúsund króna lágmarkslaun. „Við höfum verið með þetta fjármagnað og við eigum eftir að sjá hvað gerist. Við eigum eftir að taka því fagnandi og sjáum það hreinlega láta það raungerast.“ Samfylkingin sönn í því sem hún hefur verið að gera Inga sagði að ekki væri búið að telja upp úr öllum kössum en henni skildist að um hádegið verði þetta komið, að megninu til. „Það eina sem virkilega gekk eftir er að Samfylkingin hefur verið sönn í sínu, bætt við sig níu þingmönnum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ákveðinn varnarsigur þó hann hafi aldrei haft það jafn bágt. Þetta verður ekki eins öflugt hjá Viðreisn og kannanir gáfu til kynna,“ sagði Inga. Hún benti á að Viðreisn væri aðeins að fá tveimur prósentum meira en Flokkur fólksins. „Við erum að fá tvo nýja þingmenn og þetta er stórkostlegt. Við í Flokki fólksins erum með 14 prósent og komin með tíu þingmenn, að sjálfsögðu munum við taka utan um fólkið okkar af öllu hjarta.“ Verðum að hlusta á þjóðina En í hvaða átt viltu halla þér, spurði Kristján. Inga var ekki alveg tilbúin á þessu stigi að gefa það upp, en þó má lesa ýmislegt í orð hennar. „Við sjáum það náttúrlega að samfélagið okkar, kjósendur okkar eru að refsa stjórnarflokkunum og vilja ekki sjá þá. Hvað við gerum kemur í ljós en auðvitað hlustum við á fólkið í landinu. Þannig er nú lýðræðið.“ Inga benti á að fráfarandi ríkisstjórn hafi ekki gert það eftir síðustu kosningar. Þá hafi VG tapað stórfellt en samstarfið hangið á stórsigri Framsóknarflokksins. „Það var ekki hlustað á það. Ég vil hlusta á þjóðina okkar og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur þannig að það verði eins farsælt og unnt er.“
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Viðreisn Samfylkingin Flokkur fólksins Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Segir hagsmuni sína af strandveiðum óverulega Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Sjá meira