Innlent

Flokks­syst­kin ætla sam­ferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og er Samfylkingin stærsti sigurvegarinn en hún bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, eða örlítið meiri en í síðustu þingkosningum.

Við förum yfir niðurstöður kosninganna með prófessor í stjórnmálafræði í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rýnum í hvaða ríkisstjórnarmynstur eru í stöðunni.

Við hittum á nokkra sigurvegara þessara kosninga - nýkjörna þingmenn en líka þá sem duttu út. Oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður segir niðurstöðuna ákveðinn létti en fráfarandi ráðherra Framsóknarflokksins segir niðurstöðuna óvænta og hann er svekktur.

Við ræðum við formann Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra flokksins, sem sat heillengi á þingi. Hann syrgir flokkinn en segir niðurstöðuna hafa verið fyrirsjáanlega. Og við tökum púlsinn á kjósendum sem annað hvort sjá eftir Pírötum og VG eða fagna brotthvarfinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×