Handbolti

Orri skoraði sjö í risasigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Orri Freyr var markahæsti maður vallarins í kvöld.
Orri Freyr var markahæsti maður vallarins í kvöld. Sporting

Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö mörk fyrir Sporting er liðið vann vægast sagt öruggan 18 marka sigur gegn Avanca í portúgalska handboltanum í kvöld, 34-16.

Það var snemma ljóst í hvað stefndi í leik kvöldsins og heimamenn í Sporting höfðu mikla yfirburði á vellinum. Mest náði liðið ellefu marka forskoti í fyrri hálfleik og leiddi með tíu mörkum að honum loknum, 20-10.

Gestirnir voru aldrei nálægt því að ógna forskoti Sporting í síðari hálfleik og niðurstaðan varð að lokum 18 marka sigur Orra og félaga, 34-16.

Orri var markahæsti maður vallarins með sjö mörk fyrir Sporting sem trónir á toppi portúgölsku deildarinnar með 42 stig eftir 14 leiki, fimm stigum meira en Porto sem situr í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×