Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Jakob Bjarnar skrifar 2. desember 2024 10:57 Björn Leví segir þessa mynd lýsa ágætlega veru sinni á þingi, en honum þyki einfaldlega þægilegra að vera skólaus innandyra. Það olli hins vegar uppnámi meðal íhaldssamari þingmanna en þetta var ekki vegna virðingarleysis fyrir Alþingi, að sögn Björns sjálfs. vísir/vilhelm Píratar duttu út af þingi í þeim kosningum sem nú eru nýafstaðnar. Björn Leví Gunnarsson Pírati gerir upp þingsetu sína í pistli sem hann skrifar á Facebook-síðu sína. Í pistlinum segist Björn oftar en ekki hafa upplifað sig utangarðs á þingi og það lýsti sér meðal annars í hinu fræga skóleysi, en hann neitaði fyrrverandi skrifstofustjóra um að fara í skó eins og frægt er orðið. Og var Björn Leví oftar en ekki skotspónn einkum hægri manna fyrir það. Ber mikla virðingu fyrir þinginu En þetta gerði Björn að sögn ekki vegna mótþróaröskunar eða vanvirðingar gagnvart þinginu: „Störf þingsins snúast mjög mikið um hefðir og ef það er eitthvað sem ég ætti að ráðleggja þeim 34 nýju þingmönnum sem nú stíga þangað inn þá er það að efast um þær hefðir. Þær eru bókstaflega hannaðar til þess að koma í veg fyrir frumkvæði þingmanna í störfum sínum. Að minnsta kosti á meðan meirihlutinn nýtir sér þær hefðir.“ Björn Leví segist bera gríðarlega mikla virðingu fyrir þessari stofnun, því vildi hann fjarlægja þessa fáránlegu dönsku kórónu af þaki þingsins og hann hefur meira að segja fengið sér tattú af þinginu fyrir nokkrum árum. „Ég ber hins vegar mun minni virðingu fyrir því hvernig hefur verið farið með þessa stofnun á undanförnum árum og áratugum í valdapólitíkinni sem vonandi er að hverfa í bili.“ Tregðan í öllu svakaleg Björn Leví segist skilja sáttur við starfið sem hann segir fylgja gríðarlegt álag. Nauðsynlegt sé að setja sér mörk. „Það sem er einna erfiðast við það er að það er rosalega erfitt að klára verkefni á þingi. Yfirleitt er það besta sem maður getur gert að þoka málum áfram. Tregðan í öllu þarna er svakaleg. Tregðan gegn breytingum er staðallinn - því þau sem vilja engu breyta þurfa bara að fresta málinu fram á næsta fund, og næsta, og næsta, og svo framvegis. Íhaldið nær árangri með því að vinna ekki neitt. Með því að gera ekki neitt nema sóa tíma og fresta umræðu og afgreiðslu.“ Sjá má pistil Björns Leví í heild sinni hér neðar. Alþingiskosningar 2024 Alþingi Píratar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira
Í pistlinum segist Björn oftar en ekki hafa upplifað sig utangarðs á þingi og það lýsti sér meðal annars í hinu fræga skóleysi, en hann neitaði fyrrverandi skrifstofustjóra um að fara í skó eins og frægt er orðið. Og var Björn Leví oftar en ekki skotspónn einkum hægri manna fyrir það. Ber mikla virðingu fyrir þinginu En þetta gerði Björn að sögn ekki vegna mótþróaröskunar eða vanvirðingar gagnvart þinginu: „Störf þingsins snúast mjög mikið um hefðir og ef það er eitthvað sem ég ætti að ráðleggja þeim 34 nýju þingmönnum sem nú stíga þangað inn þá er það að efast um þær hefðir. Þær eru bókstaflega hannaðar til þess að koma í veg fyrir frumkvæði þingmanna í störfum sínum. Að minnsta kosti á meðan meirihlutinn nýtir sér þær hefðir.“ Björn Leví segist bera gríðarlega mikla virðingu fyrir þessari stofnun, því vildi hann fjarlægja þessa fáránlegu dönsku kórónu af þaki þingsins og hann hefur meira að segja fengið sér tattú af þinginu fyrir nokkrum árum. „Ég ber hins vegar mun minni virðingu fyrir því hvernig hefur verið farið með þessa stofnun á undanförnum árum og áratugum í valdapólitíkinni sem vonandi er að hverfa í bili.“ Tregðan í öllu svakaleg Björn Leví segist skilja sáttur við starfið sem hann segir fylgja gríðarlegt álag. Nauðsynlegt sé að setja sér mörk. „Það sem er einna erfiðast við það er að það er rosalega erfitt að klára verkefni á þingi. Yfirleitt er það besta sem maður getur gert að þoka málum áfram. Tregðan í öllu þarna er svakaleg. Tregðan gegn breytingum er staðallinn - því þau sem vilja engu breyta þurfa bara að fresta málinu fram á næsta fund, og næsta, og næsta, og svo framvegis. Íhaldið nær árangri með því að vinna ekki neitt. Með því að gera ekki neitt nema sóa tíma og fresta umræðu og afgreiðslu.“ Sjá má pistil Björns Leví í heild sinni hér neðar.
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Píratar Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Sjá meira