Innlent

Formannadans, krapastífla og pakkasprengja

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Kolbeinn Tumi Daðason fréttastjóri Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá. Stöð 2

Stjórnmálaleiðtogar gengu á fund forseta Íslands í dag þar sem formaður Viðreisnar lagði til að Kristrún Frostadóttir fengi umboð til stjórnarmyndunar. Formaður Framsóknar segir hins vegar ljóst að sinn flokkur verði í stjórnarandstöðu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sjáum við myndir frá viðburðaríkum degi á Bessastöðum og ræðum við formenn.

Þá verðum við í beinni með formanni yfirkjörstjórnar í Reykjavík norður en þar færðist Dagur B. Eggertsson niður um sæti vegna útstrikana. Auk þess mætir Eiríkur Bergmann prófessor í myndver og fer yfir stöðu mála og líkleg stjórnarmynstur.

Við hittum einnig börn sem mættu aftur á leikskólann í dag eftir að kennaraverkfalli var frestað og sjáum myndir frá Ölfusá sem flæðir yfir göngustíga vegna krapastíflu.

Auk þess verðum við í beinni frá yfirfullu pósthúsi eftir tilboðsdaga og kíkjum til Hamborgar þar sem Icelandair fékk í dag afhenta sína fyrstu Airbus-þotu.

Í Sportpakkanum heyrum við í landsliðskonum sem stefna á sigur gegn Þjóðverjum og í Íslandi í dag hittum við góðar vinkonur sem kynntust í gegnum vinaverkefni Rauða krossins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×