Enski boltinn

Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ashley Young faðmar son sinn, Tyler, eftir leik Englands og Króatíu í undanúrslitum á HM 2018. Nú er Tyler orðinn atvinnumaður í fótbolta.
Ashley Young faðmar son sinn, Tyler, eftir leik Englands og Króatíu í undanúrslitum á HM 2018. Nú er Tyler orðinn atvinnumaður í fótbolta. getty/Alexander Hassenstein

Everton dróst gegn C-deildarliði Peterborough United í 3. umferð ensku bikarkeppninnar. Feðgar gætu þar mæst.

Hinn 39 ára Ashley Young er enn að og spilar reglulega fyrir Everton. Sonur hans, hinn átján ára Tyler, spilar hins vegar með Peterborough.

Tyler er uppalinn hjá Arsenal en gekk í raðir Peterborough í sumar og skrifaði undir eins árs samning við félagið.

Tyler hefur leikið einn leik fyrir Peterborough á tímabilinu, gegn Stevenage í deildabikarnum.

Ashley hefur aftur á móti spilað þrettán leiki fyrir Everton í vetur, þar af ellefu í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin

Ríkjandi bikarmeistarar Manchester United mæta sigursælasta liði keppninnar, Arsenal, á Emirates-vellinum í Lundúnum í þriðju umferð enska bikarsins. Dregið var í kvöld og eru forvitnilegir leikir á dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×