Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. desember 2024 21:06 Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, sem var alsæl í morgun þegar hún tók á móti nemendum eftir verkfallið síðustu vikur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það ríkti mikil ánægja hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í morgun þegar þau gátu loksins mætt aftur í skólann eftir nokkra vikna verkfall kennara. Skólameistari skólans trúir ekki öðru en að samið verði við kennara en verkfallinu var bara aflýst. Nemendur klöppuðu í sal skólans í morgun þegar skólameistari hafði tekið á móti þeim og farið yfir næstu daga í skólanum og næstu önn. Vel yfir þúsund nemendur eru í skólanum af öllu Suðurlandi. Nú verður kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar. „Það var dásamlegt að sjá alla þessa krakka koma í skólann, það gladdi mitt litla hjarta. Ég vona svo sannarlega að nemendur skili sér í skólann eftir verkfallið en við vitum það ekki enn þá en ég vona svo sannarlega að, sem flestir skili sér, ég hef trú á því,“ segir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari. Og vorönnin, hvernig leggst hún í þig? „Hún leggst mjög vel í mig. Við náðum að halda henni þannig að hún er óskert með tilliti til fjölda kennsludaga, þannig að ég held að það sé til mikils unnið með því.“ Í máli Soffíu kom m.a. fram að nú verði kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú hefur verkfallinu bara verið aflýst. Á Soffía von á því að það verði aftur verkfall? „Ég vona svo sannarlega að samningar náist á þessum tíma, ég bara trúi ekki öðru,“ segir Soffía. Það var góð stemming í skólanum í morgun þegar nemendur mættu. Kennarar mættu til starfa í gær, 2. desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað skyldu nemendur segja, hvernig fannst þeim að mæta aftur í skólann? „Bara mjög vel, það er bara fínt. Við vorum bara að vinna, þetta var bara mjög fínt,“ segja vinirnir Benjamín Ágústsson og Arnar Bjarki Ásgeirsson. Benjamín Ágústsson (t.h.) og Arnar Bjarki Ásgeirsson, nemendur við skólann, sem voru brattir í morgun og ánægðir með að skólinn væri að byrja aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svolítið erfitt að fara í rútínuna aftur, það var ekki erfitt að vakna í morgun. Við vorum bara að vinna og æfa og eitthvað þannig,“ segja vinkonurnar Amelía Ósk Atladóttir og Þóranna Eir Júlíusdóttir. Amelía Ósk Atladóttir (t.v.) og Þóranna Eir Júlíusdóttir nemendur við skólann, sem sögðu að það væri kannski erfiðast núna að komast aftur í rútínuna eftir verkfallið en báðar eru þær mjög ánægðir með að það sé búið að aflýsa verkfallinu í tvo mánuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans Árborg Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira
Nemendur klöppuðu í sal skólans í morgun þegar skólameistari hafði tekið á móti þeim og farið yfir næstu daga í skólanum og næstu önn. Vel yfir þúsund nemendur eru í skólanum af öllu Suðurlandi. Nú verður kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar. „Það var dásamlegt að sjá alla þessa krakka koma í skólann, það gladdi mitt litla hjarta. Ég vona svo sannarlega að nemendur skili sér í skólann eftir verkfallið en við vitum það ekki enn þá en ég vona svo sannarlega að, sem flestir skili sér, ég hef trú á því,“ segir Soffía Sveinsdóttir, skólameistari. Og vorönnin, hvernig leggst hún í þig? „Hún leggst mjög vel í mig. Við náðum að halda henni þannig að hún er óskert með tilliti til fjölda kennsludaga, þannig að ég held að það sé til mikils unnið með því.“ Í máli Soffíu kom m.a. fram að nú verði kennt á fullum krafti til 20. desember og brautskráningin, sem átti að vera rétt fyrir jól verður laugardaginn 11. janúar á nýju ári og vorönnin hefst miðvikudaginn 15. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En nú hefur verkfallinu bara verið aflýst. Á Soffía von á því að það verði aftur verkfall? „Ég vona svo sannarlega að samningar náist á þessum tíma, ég bara trúi ekki öðru,“ segir Soffía. Það var góð stemming í skólanum í morgun þegar nemendur mættu. Kennarar mættu til starfa í gær, 2. desember.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað skyldu nemendur segja, hvernig fannst þeim að mæta aftur í skólann? „Bara mjög vel, það er bara fínt. Við vorum bara að vinna, þetta var bara mjög fínt,“ segja vinirnir Benjamín Ágústsson og Arnar Bjarki Ásgeirsson. Benjamín Ágústsson (t.h.) og Arnar Bjarki Ásgeirsson, nemendur við skólann, sem voru brattir í morgun og ánægðir með að skólinn væri að byrja aftur.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er svolítið erfitt að fara í rútínuna aftur, það var ekki erfitt að vakna í morgun. Við vorum bara að vinna og æfa og eitthvað þannig,“ segja vinkonurnar Amelía Ósk Atladóttir og Þóranna Eir Júlíusdóttir. Amelía Ósk Atladóttir (t.v.) og Þóranna Eir Júlíusdóttir nemendur við skólann, sem sögðu að það væri kannski erfiðast núna að komast aftur í rútínuna eftir verkfallið en báðar eru þær mjög ánægðir með að það sé búið að aflýsa verkfallinu í tvo mánuði.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða skólans
Árborg Framhaldsskólar Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Innlent Fleiri fréttir Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Sjá meira